flugfréttir
Thai Airways íhugar að taka risaþoturnar aftur í notkun

Airbus A380 risaþota frá Thai Airways
Thai Airways er nú að íhuga að bætast í hóp þeirra flugfélaga sem hafa dustað rykið af risaþotunni Airbus A380 en flugfélagið tælenska hætti með risaþoturnar fljótlega í byrjun heimsfaraldursins og stóð ekki til að fljúga þeim á ný.
Korakot Chatasingha, rekstarstjóri flugfélagsins, segir að ekki sé búið að taka neina ákvörðun ennþá en verið sé að
skoða hvort hægstætt sé að fljúga Airbus A380 þotunum aftur þar sem eftirspurnin er farin að aukast.
Chatasingha segir að taka risaþoturnar aftur í notkun muni kosta mikið fé en Thai Airways var með sex risaþotur
í notkun áður en heimsfaraldurinn skall á árið 2020.
Tvær af risaþotunum sex eru í eigu Thai Airways á meðan hinar fjórar eru teknar á leigu en til stendur að skila þotunum
fjórum aftur til eigenda sinna og taka í notkun þær tvær sem flugfélagið á.
Þá hafði Thai Airways sett tvær Airbus A330 breiðþotur á sölu en til stendur að hætta við söluna og koma þeim
aftur í umferð til þess að auka sætaframboð.
Chatasingha segir að Thai Airways hafi í dag náð að endurheimta 60 prósent af þeim umsvifum sem félagið var með
fyrir heimsfaraldurinn.


4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.