flugfréttir

Rannsókn hafin á flugslysinu á flugsýningunni í Dallas

- Sex látnir eftir að tvær gamlar stríðsflugvélar rákust saman á flugsýningu

14. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 08:31

Flak beggja flugvélanna er til rannsóknar á graslendi á flugvallarsvæðinu á Dallas Executive flugvellinum

Rannsókn er hafin á flugslysi sem átti sér stað um helgina er tvær sögufrægar stríðsflugvélar rákust saman á flugi á flugsýningu í Dallas í Texas.

Flugslysið hefur vakið mikla athygli þar sem það náðist á myndband sem fór fljótlega eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum en slysið átti sér stað um kvöldmatarleytið á íslenskum tíma sl. laugardag.

Önnur flugvélin var af gerðinni B-17 Flying Fortress og sést á myndbandi hvar hún flýgur yfir þegar önnur flugvél af gerðinni Bell P-63 Kingcobra kemur inn í mynd í vinstri beygju og lendir beint á sprengjuflugvélinni með þeim afleiðingum að stélið brotnar af og falla þær báðar til jarðar í miklu eldhafi.

„Eitt af því sem við munum reyna að komast til botns í er hversvegna flugvélarnar voru svona nálægt hvor annarri í sömu hæð og á sama tíma“, segir Michael Graham, rannsóknaraðil hjá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB).

Flughátíðin „Wings Over Dallas“ fór fram á Dallas Executive flugvellinum og létust alls 6 manns sem voru um borð í flugvélunum en engan sakað á jörðu niðri. Fram kemur að þetta er ekki fyrsta flugslysið sem á sér stað á flugsýningunni sem haldin hefur verið árlega sl. 60 ár.

Fimm voru um borð í Flying Fortress sprengjuflugvélinni og einn um borð í Kingcobra flugvélinni

Fimm voru um borð í B-17 sprengiflugvélinni og þar á meðal fyrrverandi flugmaður sem hafði flogið hjá American Airlines í fjóra áratugi þar til hann komst á starfslokaaldur fyrir tveimur árum síðan. Flugmaður Kingcobra flugvélarinnar var hinsvegar einn um borð í þeirri vél.

Báðar flugvélarnar voru í eigu fyrirtækisins Commemorative Air Force sem einnig sér um flugsýninguna Wings Over Dallas og kemur fram að gömlum herflugvélum, sem taka þátt í sýningunni, er yfirleitt flogið af fyrrverandi atvinnuflugmönnum og öðrum flugmönnum sem hafa mikla reynslu að baki.

John Cudahy, formaður alþjóðasamtaka um flugsýningar, sem setur verklagsreglur og hefur yfirsýn með þjálfun flugmanna sem fara með sýningaratriði á flugsýningum, segir að yfirleitt fari æfingar fram á föstudögum fyrir þau sýningaratriði sem fara fram á laugardegi.

Segir Cudahy að á slíkum æfingum sé farið ítarlega yfir allar æfingar með öryggisatriði að leiðarljósi og gerðar áætlanir varðandi hvernig atriðin fari fram áður en æfingar hefjast.

Myndband af flugslysinu fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum sl. laugardag

„Það er enn of snemmt að segja til um hvað gerðist á laugardaginn. Ég hef horft á upptökurnar nokkrum sinnum og næ ekki enn að átta mig á því hvað fór úrskeiðis og ég hef gert þetta í 25 ár“, segir Cudahy.

Fram kemur að allar flugsýningar vestanhafs fara fram með sérstöku leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og þurfa allir flugmenn, sem taka þátt í þeim, að sýna fram á færni sína og þá meðal annars í samflugi, lágflugi og öðrum æfingum að sögn John Cox, fyrrum atvinnuflugmanns, sem segir að allar sýningar hafi sérstakan „yfirmann“ sem stjórnar öllum atriðum.

Talið er að von sé á bráðabirgðaskýrslu eftir um 4 til 6 vikur á meðan lokaskýrslan er ekki væntanleg fyrr en eftir eitt og hálft ár.

  fréttir af handahófi

Stuðningur Virgin við þriðju flugbrautinni háður skilyrðum

22. nóvember 2022

|

Virgin Atlantic hefur sett fram skilyrði gagnvart stuðningi sínum við þriðju flugbrautinni á Heathrow-flugvellinum í London en Shai Weiss, framkvæmdarstjóri flugfélagsins breska, lýsti yfir óánægju

Slökkviliðsbíl ók í veg fyrir Airbus-þotu í flugtaksbruni

18. nóvember 2022

|

Slökkviliðsbíll ók í veg fyrir farþegaþotu sem var í flugtaki á flugvellinum í Lima í Perú í kvöld er þotan var að hefja brottför til borgarinnar Juliaca í suðurhluta landsins.

Rafmagnsflugvélin Alice flaug sitt fyrsta flug í gær

28. september 2022

|

Rafmagnsflugvélin Alice flaug í gær sitt fyrsta flug en flugvélin er framleidd af bandaríska fyrirtækinu Eviation og fór flugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington rí

  Nýjustu flugfréttirnar

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

Qantas sér fram á meiri hagnað og bjartari tíma

23. nóvember 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum

23. nóvember 2022

|

Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00