flugfréttir

Rannsókn hafin á flugslysinu á flugsýningunni í Dallas

- Sex látnir eftir að tvær gamlar stríðsflugvélar rákust saman á flugsýningu

14. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 08:31

Flak beggja flugvélanna er til rannsóknar á graslendi á flugvallarsvæðinu á Dallas Executive flugvellinum

Rannsókn er hafin á flugslysi sem átti sér stað um helgina er tvær sögufrægar stríðsflugvélar rákust saman á flugi á flugsýningu í Dallas í Texas.

Flugslysið hefur vakið mikla athygli þar sem það náðist á myndband sem fór fljótlega eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum en slysið átti sér stað um kvöldmatarleytið á íslenskum tíma sl. laugardag.

Önnur flugvélin var af gerðinni B-17 Flying Fortress og sést á myndbandi hvar hún flýgur yfir þegar önnur flugvél af gerðinni Bell P-63 Kingcobra kemur inn í mynd í vinstri beygju og lendir beint á sprengjuflugvélinni með þeim afleiðingum að stélið brotnar af og falla þær báðar til jarðar í miklu eldhafi.

„Eitt af því sem við munum reyna að komast til botns í er hversvegna flugvélarnar voru svona nálægt hvor annarri í sömu hæð og á sama tíma“, segir Michael Graham, rannsóknaraðil hjá samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB).

Flughátíðin „Wings Over Dallas“ fór fram á Dallas Executive flugvellinum og létust alls 6 manns sem voru um borð í flugvélunum en engan sakað á jörðu niðri. Fram kemur að þetta er ekki fyrsta flugslysið sem á sér stað á flugsýningunni sem haldin hefur verið árlega sl. 60 ár.

Fimm voru um borð í Flying Fortress sprengjuflugvélinni og einn um borð í Kingcobra flugvélinni

Fimm voru um borð í B-17 sprengiflugvélinni og þar á meðal fyrrverandi flugmaður sem hafði flogið hjá American Airlines í fjóra áratugi þar til hann komst á starfslokaaldur fyrir tveimur árum síðan. Flugmaður Kingcobra flugvélarinnar var hinsvegar einn um borð í þeirri vél.

Báðar flugvélarnar voru í eigu fyrirtækisins Commemorative Air Force sem einnig sér um flugsýninguna Wings Over Dallas og kemur fram að gömlum herflugvélum, sem taka þátt í sýningunni, er yfirleitt flogið af fyrrverandi atvinnuflugmönnum og öðrum flugmönnum sem hafa mikla reynslu að baki.

John Cudahy, formaður alþjóðasamtaka um flugsýningar, sem setur verklagsreglur og hefur yfirsýn með þjálfun flugmanna sem fara með sýningaratriði á flugsýningum, segir að yfirleitt fari æfingar fram á föstudögum fyrir þau sýningaratriði sem fara fram á laugardegi.

Segir Cudahy að á slíkum æfingum sé farið ítarlega yfir allar æfingar með öryggisatriði að leiðarljósi og gerðar áætlanir varðandi hvernig atriðin fari fram áður en æfingar hefjast.

Myndband af flugslysinu fór eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum sl. laugardag

„Það er enn of snemmt að segja til um hvað gerðist á laugardaginn. Ég hef horft á upptökurnar nokkrum sinnum og næ ekki enn að átta mig á því hvað fór úrskeiðis og ég hef gert þetta í 25 ár“, segir Cudahy.

Fram kemur að allar flugsýningar vestanhafs fara fram með sérstöku leyfi frá bandarískum flugmálayfirvöldum (FAA) og þurfa allir flugmenn, sem taka þátt í þeim, að sýna fram á færni sína og þá meðal annars í samflugi, lágflugi og öðrum æfingum að sögn John Cox, fyrrum atvinnuflugmanns, sem segir að allar sýningar hafi sérstakan „yfirmann“ sem stjórnar öllum atriðum.

Talið er að von sé á bráðabirgðaskýrslu eftir um 4 til 6 vikur á meðan lokaskýrslan er ekki væntanleg fyrr en eftir eitt og hálft ár.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga