flugfréttir

Efast um að ná að skipta um ratjsárhæðarmála í tæka tíð

- Telja að einhver erlend flugfélög verði að hætta flugi til Bandaríkjanna

16. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 08:10

Í október voru skráð um 80 tilvik sem vitað er af þar sem ratsjárhæðarmælar í flugvélum vestanhafs urðu fyrir truflunum vegna 5G dreifikerfisins.

Erlend flugfélög, sem fljúga til Bandaríkjanna, hafa lýst því yfir að þau eigi í vandræðum með að koma fyrir nýjum ratsjárhæðarmælum um borð í flugvélar sínar í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir mögulegar truflanir af 5G sendum en flugfélög hafa frest fram á næsta ári til þess að skipta um til að uppfylla kröfur bandarískra flugmálayfirvalda (FAA).

Málið hefur lengi verið til umræðu vestanhafs vegna truflana sem 5G farsímatæknin getur haft á ratsjárhæðarmæla þar sem að sendarnir senda út á svipaðri tíðni og ratsjárhæðarmælar í flugvélum.

Billy Nolen hjá Alþjóðasamtökum flugfélaganna (IATA) sendi bréf til bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) í gær þar sem hann segir að um 50 alþjóðleg flugfélög hafa áhyggjur yfir því að ná ekki að skipta um hæðarmálabúnaðinn í tæka tíð.

Í bréfinu segir Nolen að það gæti orðið mjög krefjandi að uppfylla kröfur flugmálayfirvalda sem gæti orðið til þess að þau þyrftu að hætta flugi til Bandaríkjanna tímabundið þegar dagsetningin rennur upp sem ætlast er til að flugfélög verði búin að endurnýja ratsjárhæðarmælanna.

Í brefinu segir einnig að aðalástæðan sé staða hjá birgjum en meðal flugfélaga sem geta sennilega ekki náð að endurnýja búnaðinn um borð í flota sínum eru Aeromexico, Air Canada, ANA (All Nippon Airways), British Airways, KLM, Korean Air, LATAM, Lufthansa, Qantas, Qatar Airways og Virgin Atlantic.

5G dreifikerfið sem búið er að koma upp víðvegar í Bandaríkjunum sendir út á tíðninni 3.700-3.980 Mhz sem þykir mjög nálægt þeirri tíðni sem ratsjárhæðarmælar nota sem er frá 4.200 til 4.400 Mhz.

Í október voru skráð um 80 tilvik sem vitað er af þar sem ratsjárhæðarmælar í flugvélum vestanhafs urðu fyrir truflunum vegna 5G dreifikerfisins.

Um tvær dagsetningar er að ræða sem erlend flugfélög verða að ná að skipta um ratsjárhæðarmæla fyrir en fyrri dagsetningin, sem tilheyrir Group 2 flokknum, er fyrir lok þessa árs og á það við flugvélar af gerðinni Boeing 737, Boeing 747-400, Boeing 757 og Boeing 767.

Seinni dagsetningin er Group 3 sem nær yfir Boeing 787-8, Boeing 777, Airbus A320, Airbus A330, Airbus A340, Airbus A380 og Bombardier CRJ og þarf að vera búið að endurnýja búnaðinn í þessum flugvélum fyrir júlí 2023.

  fréttir af handahófi

Thai Airways íhugar að taka risaþoturnar aftur í notkun

14. nóvember 2022

|

Thai Airways er nú að íhuga að bætast í hóp þeirra flugfélaga sem hafa dustað rykið af risaþotunni Airbus A380 en flugfélagið tælenska hætti með risaþoturnar fljótlega í byrjun heimsfaraldursins og s

Flugmenn hjá Eurowings hefja sólarhringsverkfall

6. október 2022

|

Flugmenn hjá þýska flugfélaginu Eurowings lögðu niður störf sín í dag eftir að ákveðið var að hefja eins dags verkfallsaðgerðir þann 6. október.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

  Nýjustu flugfréttirnar

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

Qantas sér fram á meiri hagnað og bjartari tíma

23. nóvember 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum

23. nóvember 2022

|

Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00