flugfréttir

Slökkviliðsbíl ók í veg fyrir Airbus-þotu í flugtaksbruni

- Voru að æfa viðbragðstíma frá nýrri slökkvistöð að flugbrautinni

lima, perú

18. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 22:22

Atvikið átti sér stað á Jorge Chávez flugvellinum í Lima í Perú nú undir kvöld

Slökkviliðsbíll ók í veg fyrir farþegaþotu sem var í flugtaki á flugvellinum í Lima í Perú í kvöld er þotan var að hefja brottför til borgarinnar Juliaca í suðurhluta landsins.

Atvikið átti sér stað um klukkan 20:10 að íslenskum tíma og var um að ræða þotu af gerðinni Airbus A320neo frá flugfélaginu LATAM sem var í flugtaksbruni á Jorge Chávez flugvellinum.

Myndbönd hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum og þar á meðal myndskeið úr öryggismyndavél þar sem sést hvar þotan birtist í flugtaksbruni á sama tíma og tveir slökkviliðsbílar aka inn á flugbrautina.

Sjá má hvar annar slökkviliðsbílinn er komin inn á brautina og snýr við í snatri en verður fyrir flugvélinni sem rennur eftir brautinni með tilheyrandi reyk og eldglæringum eftir áreksturinn.

Samkvæmt fréttum frá fréttamiðlum í Perú þá hefur komið fram að slökkviliðið á flugvellinum hafi verið að æfa viðbragðstíma frá nýrri slökkvistöð að flugvellinum þegar atvikið átti sér stað.

Þotan var rýmd eftir að búið var að ráða niðurlögu elds sem kom upp og hefur LATA gefið frá sér yfirlýsingu þar sem fram kemur að allir hafi komist lífs af frá borði.

Myndband:Einn flugfréttamiðill greinir frá því að samkvæmt upplýsingum af Flightradar24.com hafi flugvélin verið komin á 127 hnúta hraða á þeim tíma sem hún rekst á slökkviliðsbílinn.

Myndskeið sem birt hefur verið á síðunni „A320 Systems“ birtir myndband sem sýnir hvar verið er að rýma flugvélina en enn hafa fáir fréttir birst varðandi atvikið þar sem stutt er frá því að það átti sér stað.

Uppfært klukkan 23:15

Greint hefur verið frá því að tveir séu látnir af þeim sem voru í slökkviliðsbílnum sem var fyrir þotunni. Öllu flugi um Jorge Chávez flugvöllinn í Lima hefur verið aflýst þar til klukkan 13:00 að staðartíma á morgun

Fjórum flugvélum, sem voru á leið til Lima, hefur verið gert að lenda á öðrum nálægum flugvöllum og þá hefur 76 brottförum verið frestað.

Fleiri myndir og myndbönd:

  fréttir af handahófi

Þrjár risaþotur til viðbótar munu hefja sig til flugs næsta sumar

31. október 2022

|

Lufthansa stefnir á að duska rykið af fleiri Airbus A380 risaþotum og hefur flugfélagið þýska eyrnarmerkt þrjár risaþotur til viðbótar fyrir sumartraffíkina árið 2023 sem verða staðsettar á flugvelli

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Thai Airways íhugar að taka risaþoturnar aftur í notkun

14. nóvember 2022

|

Thai Airways er nú að íhuga að bætast í hóp þeirra flugfélaga sem hafa dustað rykið af risaþotunni Airbus A380 en flugfélagið tælenska hætti með risaþoturnar fljótlega í byrjun heimsfaraldursins og s

  Nýjustu flugfréttirnar

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

Qantas sér fram á meiri hagnað og bjartari tíma

23. nóvember 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum

23. nóvember 2022

|

Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00