flugfréttir

Handtóku flugmennina eftir áreksturinn við slökkviliðsbílinn

- Alþjóðasamtök atvinnuflugmanna gagnrýna handtökuna harðlega

21. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 10:31

Flugvélin hefur verið fjarlægð af flugbrautinni á flugvellinum í Lima í Perú eftir áreksturinn sl. föstudag

Flugmennirnir, sem voru við stjórnvölin á Airbus A320neo þotu frá LATAM, sem lenti í árekstri við slökkviliðsbíl á flugvellinum í Lima í Perú sl. föstudag, voru handteknir og færðir í fangageymslur skömmu eftir áreksturinn.

Þeir voru leystir úr haldi á laugardagskvöldið en handtakan hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamtökum atvinnuflugmanna (IFALPA) og segir í yfirlýsingu að handtakan stangast á við alþjóðalög og reglugerðir í flugi er kemur að flugslysum.

IFALPA segir að í stað þess að handtaka flugmennina hefði átt að veita þeim áfallahjálp og læknisaðstoð. „Undir engum kringumstæðum er það viðeigandi að gruna flugmenn flugs LA 2213 um saknæmt athæfi með svo umsvifalausum hætti í kjölfar slyss án þess að fagmannlegt mat af fluglækni fer fram“, segir í yfirlýsingu frá IFALPA.

Þá segir IFALPA að handtakan stangist gjörsamlega á við lög og reglur samkvæmt viðauka Annex 13 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) sem fjallar um flugslys og flugslysarannsóknir auk viðauka Annex 19 er snýr að öryggisstjórnun.

Að lokum segir IFALPA það að handtaka flugmenn strax í kjölfar slyss sendir þau skilaboð til almennings að flugmennirnir hafi gert eitthvað rangt og skora samtökin á stjórnvöld í Perú að hafa í huga og framfylgja reglugerðum frá ICAO héðan í frá.

Sennilegt að slökkviliðsbíllinn hafi farið inn á brautina án heimildar

Lima Airport Partners, rekstraraðili Jorge Chavez flugvallarins í Lima í Perú, segir að slökkviliðsæfing sem fram fór sl. föstudag hafi farið fram í fullu samstarfi við flugvöllinn og flugumferðarstjóra þegar árekstur varð meðal slökkviliðsbíls og Airbus A320neo þotu frá LATAM sem var í flugaki.

Tveir létust sem voru í slökkviliðsbílnum í árekstrinum

Fram hefur komið að áreksturinn hafi orðið þegar slökkviliðsæfing var í gangi en verið var að sannreyna að slökkviliðsbíll gæti náð að flugbrautinni á 3 mínútum frá nýrri slökkvistöð sem tekin hefur verið í notkun á flugvellinum.

Fram kemur að samkvæmt reglugerðum séu þrjár slíkar prófanir framkvæmdir á ári þar sem um er að ræða æfingar sem gerðar eru án neinnar yfirlýsingar til að athuga að viðbragðstíminn sé innan marka.

Æfingin var gerð í samvinnu við flugleiðsögufyrirtækið CORPAC og var flugturninum gert viðvart um morgunin að æfingin myndi hefjast klukkan 15:10 að staðartíma og fóru slökkviliðsbílar af stað í átt að flugbraut „runway 16“ en á sama augnarbliki var Airbus A320neo þota frá LATAM í brautarstöðu að undirbúa flugtak til borgarinnar Juliaca.

Upptökur úr flugturni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sagt er að heyra má hvar flugumferðarstjórar gefa slökkviliðsbílnum heimild til þess að halda í átt að braut 16 en flugleiðsögufyrirtækið CORPAC segir að um er að ræða upptöku úr samskiptum eftir að áreksturinn var búinn að eiga sér stað og sé þar verið að gefa öðrum slökkviliðsbílum heimild til þess að halda í átt að slysstaðnum.

„Við munum halda áfram að eiga samstarf við yfirvöld svo hægt sé að vinna þá rannsókn sem er í gangi í von um að hægt sé að fá á hreinu hvað gerðist“, segir í yfirlýsingu frá Lima Airport Partners.

Einhverjir fréttamiðlar í Perú hafa greint frá því að slökkviliðsbílinn hafi farið inn á brautina án heimildar. Búið er að fjarlægja flugvélina af brautinni og hefur komið í ljós að skemmdirnar á flugvélinni eru af þeim toga að ekki verður gert við hana og verður flugvélin afskrifuð.

  fréttir af handahófi

Air India tekur aftur í notkun Boeing 777-200LR þotur

12. september 2022

|

Indverska flugfélagið Air India ætlar að innleiða 30 farþegaþotur á næstu mánuðum í tengslum við aukin umsvif eftir heimsfaraldurinn.

United íhugar að hætta öllu flugi um JFK í New York

7. september 2022

|

United Airlines hefur varað við því að flugfélagið gæti hætt öllu áætlunarflugi um John F. Kennedy flugvöllinn í New York í lok október vegna skorts á varanlegum afgreiðsluplássum á flugvellinum.

Thai Airways íhugar að taka risaþoturnar aftur í notkun

14. nóvember 2022

|

Thai Airways er nú að íhuga að bætast í hóp þeirra flugfélaga sem hafa dustað rykið af risaþotunni Airbus A380 en flugfélagið tælenska hætti með risaþoturnar fljótlega í byrjun heimsfaraldursins og s

  Nýjustu flugfréttirnar

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

Qantas sér fram á meiri hagnað og bjartari tíma

23. nóvember 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum

23. nóvember 2022

|

Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00