flugfréttir

Handtóku flugmennina eftir áreksturinn við slökkviliðsbílinn

- Alþjóðasamtök atvinnuflugmanna gagnrýna handtökuna harðlega

21. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 10:31

Flugvélin hefur verið fjarlægð af flugbrautinni á flugvellinum í Lima í Perú eftir áreksturinn sl. föstudag

Flugmennirnir, sem voru við stjórnvölin á Airbus A320neo þotu frá LATAM, sem lenti í árekstri við slökkviliðsbíl á flugvellinum í Lima í Perú sl. föstudag, voru handteknir og færðir í fangageymslur skömmu eftir áreksturinn.

Þeir voru leystir úr haldi á laugardagskvöldið en handtakan hefur verið harðlega gagnrýnd af alþjóðasamtökum atvinnuflugmanna (IFALPA) og segir í yfirlýsingu að handtakan stangast á við alþjóðalög og reglugerðir í flugi er kemur að flugslysum.

IFALPA segir að í stað þess að handtaka flugmennina hefði átt að veita þeim áfallahjálp og læknisaðstoð. „Undir engum kringumstæðum er það viðeigandi að gruna flugmenn flugs LA 2213 um saknæmt athæfi með svo umsvifalausum hætti í kjölfar slyss án þess að fagmannlegt mat af fluglækni fer fram“, segir í yfirlýsingu frá IFALPA.

Þá segir IFALPA að handtakan stangist gjörsamlega á við lög og reglur samkvæmt viðauka Annex 13 frá Alþjóðaflugmálastofnuninni (ICAO) sem fjallar um flugslys og flugslysarannsóknir auk viðauka Annex 19 er snýr að öryggisstjórnun.

Að lokum segir IFALPA það að handtaka flugmenn strax í kjölfar slyss sendir þau skilaboð til almennings að flugmennirnir hafi gert eitthvað rangt og skora samtökin á stjórnvöld í Perú að hafa í huga og framfylgja reglugerðum frá ICAO héðan í frá.

Sennilegt að slökkviliðsbíllinn hafi farið inn á brautina án heimildar

Lima Airport Partners, rekstraraðili Jorge Chavez flugvallarins í Lima í Perú, segir að slökkviliðsæfing sem fram fór sl. föstudag hafi farið fram í fullu samstarfi við flugvöllinn og flugumferðarstjóra þegar árekstur varð meðal slökkviliðsbíls og Airbus A320neo þotu frá LATAM sem var í flugaki.

Tveir létust sem voru í slökkviliðsbílnum í árekstrinum

Fram hefur komið að áreksturinn hafi orðið þegar slökkviliðsæfing var í gangi en verið var að sannreyna að slökkviliðsbíll gæti náð að flugbrautinni á 3 mínútum frá nýrri slökkvistöð sem tekin hefur verið í notkun á flugvellinum.

Fram kemur að samkvæmt reglugerðum séu þrjár slíkar prófanir framkvæmdir á ári þar sem um er að ræða æfingar sem gerðar eru án neinnar yfirlýsingar til að athuga að viðbragðstíminn sé innan marka.

Æfingin var gerð í samvinnu við flugleiðsögufyrirtækið CORPAC og var flugturninum gert viðvart um morgunin að æfingin myndi hefjast klukkan 15:10 að staðartíma og fóru slökkviliðsbílar af stað í átt að flugbraut „runway 16“ en á sama augnarbliki var Airbus A320neo þota frá LATAM í brautarstöðu að undirbúa flugtak til borgarinnar Juliaca.

Upptökur úr flugturni hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem sagt er að heyra má hvar flugumferðarstjórar gefa slökkviliðsbílnum heimild til þess að halda í átt að braut 16 en flugleiðsögufyrirtækið CORPAC segir að um er að ræða upptöku úr samskiptum eftir að áreksturinn var búinn að eiga sér stað og sé þar verið að gefa öðrum slökkviliðsbílum heimild til þess að halda í átt að slysstaðnum.

„Við munum halda áfram að eiga samstarf við yfirvöld svo hægt sé að vinna þá rannsókn sem er í gangi í von um að hægt sé að fá á hreinu hvað gerðist“, segir í yfirlýsingu frá Lima Airport Partners.

Einhverjir fréttamiðlar í Perú hafa greint frá því að slökkviliðsbílinn hafi farið inn á brautina án heimildar. Búið er að fjarlægja flugvélina af brautinni og hefur komið í ljós að skemmdirnar á flugvélinni eru af þeim toga að ekki verður gert við hana og verður flugvélin afskrifuð.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga