flugfréttir

Gefa frá sér tilmæli vegna sjálfstýringu á Airbus A220

21. nóvember 2022

|

Frétt skrifuð kl. 11:04

Airbus A220 tilraunarþota í flugtaki

Airbus hefur sent frá sér tilmæli til þeirra flugfélag og flugrekstaraðila sem hafa Airbus A220 þotur í flota sínum.

Fram kemur að flugfélög skulu vara flugmenn við þeim möguleika að upp geta komið aðstæður að flugvélin geti reynt að hefja sig til flugs af brautinni of snemma („premature rotation“) sem tengist sjálfstýrðri aðgerð í sjálfstýringu.

Viðvörunin kemur upphaflega frá samgönguyfirvöldum í Kanada og segir að nú þegar hafa komið upp nokkur atvik þar sem flugmenn hafa virkjað sjálfstýringu of snemma í flugtaksbruninu.

Fram kemur að þetta geti átt sér stað á flugtakshraða sem er undir „V1 hraða“ og ef slíkt gerist muni flugvélin „reyna“ að hefja sig á loft of snemma með of litlu afli sem geti leytt til þess að hún fari með stélið ofan í brautina ef ekki er hætt við flugtakið.

Undir venjulegum kringumstæðum er sjálfstýring („autopilot“) ekki virkjuð undir 400 fetum eftir flugtak samkvæmt flughandbók flugvélarinnar.

Airbus Canada, sem framleiðir A220 þoturnar, sem upphaflega voru smíðaðar sem CSeries af Bombardier, hafði gefið út rekstarverklagstilmæli varðandi sjálfvirku eldsneytisinngjöfina („autothrottle“) þar sem tilgreint er undir hvaða kringumstæðum sjálfvirkja eldsneytisgjöfin aftengist í flugtaki.

Þar segir að ekki sé hægt að endiurvirkja sjálfvirku eldsneytisinngjöfina ef hún aftengist í flugtaki yfir 60 hnúta hraða og undir 400 fetum.

Flugrekstraraðilum er gert að breyta flughandbók flugvélanna og bæta við viðvörun er varðar sjálfstýringuna þegar kemur að flugtaki.

  fréttir af handahófi

Skyldunotkun á nýjum neyðarsendi frestað af EASA

1. september 2022

|

Flugöryggistofnun Evrópu (EASA) hefur ákveðið að fresta því að skylda flugfélög til þess að setja upp sérstakan búnað um borð í farþegaflugvélar sem sendir frá sér sjálfkrafa upplýsingar um staðsetn

Þýska ríkið selur allan hlut sinn í Lufthansa Group

14. september 2022

|

Þýska ríkið hefur selt allan hlut sinn í Lufthansa Group en ríkisstjórn landsins keypti 20 prósenta hlut í félaginu í júní árið 2020 til þess að tryggja rekstur Lufthansa á tímum heimsfaraldursins.

Flugakademían kynnir flugnám í samstarfi við Icelandair

8. september 2022

|

Í næstu viku mun fara fram sameiginleg kynning á vegum Flugakademíu Íslands og Icelandair á atvinnuflugmannsnámi fyrir þá sem vilja kynna sér flugnám.

  Nýjustu flugfréttirnar

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Fyrsta fraktþota Icelandair komin í nýju litina

28. nóv

|

Lokið hefur verið við að mála fyrri fraktbreiðþotu Icelandair sem bætist við í flota Icelandair Cargo en fraktflugvélin, sem er af gerðinni Boeing 767-300ER, var máluð í nýjum litum Icelandair og er h

Verkfall yfirvofandi hjá Air Greenland

28. nóvember 2022

|

Verkfall er yfirvofandi hjá Air Greenland en ef samningar nást ekki við flugfreyjur og flugþjóna félagsins mun verkfall að öllu óbreyttu skella á næstkomandi föstudag.

Air India herðir kröfur um útlit meðal áhafna

27. nóvember 2022

|

Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

Dómsmálum rignir yfir tryggingarfélög frá flugvélaleigum

25. nóvember 2022

|

Skaðabótamál hrúgast nú upp með nokkrum réttarhöldum sem hafa farið fram þar sem flugvélaleigur hafa frá því í sumar höfðað mál gegn tugi tryggingarfélögum í von um að fá greiddar bætur fyrir allan þ

Hvetja 45 ára og eldri til að sækja um flugfreyjustarfið

25. nóvember 2022

|

Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

Icelandair mun hefja flug til Detroit næsta vor

25. nóvember 2022

|

Icelandair hefur kynnt til leiks nýjan áfangastað í leiðarkerfi félagsins í Norður-Ameríku en næsta vor mun hefjast beint flug til bandarísku borgarinnar Detroit í Michican.

SAS mun fljúga á JFK í New York

24. nóvember 2022

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

Qantas sér fram á meiri hagnað og bjartari tíma

23. nóvember 2022

|

Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

NTSB: Vængur losnaði af flugvél í flugprófunum

23. nóvember 2022

|

Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

 síðustu atvik

  2019-01-01 20:20:00