flugfréttir
Air India undirbýr risapöntun í allt að 300 þotur
- Í viðræðum bæði við Boeing og Airbus

Air India stefnir á að auka markaðshlutdeild sína úr 10 prósentum upp í 30 prósent á næstu fimm árum
Air India er sagt vera í viðræðum við bæði Boeing og Airbus varðandi risastóra pöntun í allt að 300 nýjar farþegaþotur en flugfélagið indverska vinnur nú að því að auka umsvif sína í kjölfar heimsfaraldursins.
Campbell Wilson, framkvæmdarstjóri Air India, segir að einnig standi viðræður yfir við hreyflaframleiðendur
og flugvélaleigufyrirtæki.
Wilson segir að áætlað er að stækka flota Air India og leiðarkerfið og er stefnt að því að auka
markaðshlutdeild flugfélagins upp í 30% á næstu fimm árum bæði í innanlandsflugi og í millilandaflugi
en í augnablikinu er markaðshlutdeild flugfélagsins aðeins 10 prósent.
Air India hafði tilkynnt í september að til stæði að taka á leigu um þrjátíu Boeing og Airbus farþegaþotur
en samkvæmt heimildum er flugfélagið að íhuga að panta um 70 breiðþotur og þar á meðal
þotur af gerðinni Airbus A350, Boeing 787 og Boeing 777 auk um 300 farþegaþotna af minni gerð
sem kemur með einum gangi.
Talið er að verðmæti pöntunarinnar sé um 50 milljarðar Bandaríkjadala sem samsvarar 7.137 milljörðum króna.


4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.