flugfréttir
FAA setur saman nefnd til að rannsaka öryggismál hjá Boeing

Höfuðstöðvar Boeing í Chicago
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sett saman sérstaka nefnd sem er ætlað að fara yfir ýmis öryggismál og öryggisstaðla innan Boeing.
Nefndin samanstendur af 24 sérfræðingum og hefur nefndin níu mánuði til þess að skila
af sér greinargerð varðandi öryggiskúltúrinn innan veggja Boeing og hvernig öryggismálum
er háttað og þeirri eftirfylgni og verkferlum sem notaðir hafa verið.
Að því loknu mun nefndin skila af sér greinargerð með meðmælum til flugvélaframleiðandans
en sl. ár hafa komið upp ýmis atvik innan veggja Boeing sem vakið hafa upp spurningar varðandi
öryggismál er kemur að framleiðslu á flugvélum og framkvæmdir á flugprófunum.
Í nefndinni eru meðal annars hópar af verkfræðingum og hreyflasérfræðingum frá Pratt & Whitney,
GE Aerospace og Gulfstream auk fulltrúa frá nokkrum flugfélögum, verkalýðsfélögum auk
sérfræðinga frá FAA og NASA.
Þá eru einnig í nefndinni yfirmenn hjá nokkrum bandarískum flugfélögum á borð við American Airlines,
United Airlines og Southwest Airlines.
Upphaflega stóð til að FAA myndi setja saman nefndina og láta hana hefja störf árið 2021 en ekki náðist
að láta það verða að veruleika fyrr en þann 5. janúar síðastliðinn.



30. janúar 2023
|
Bandarísk stjórnvöld setja nú þrýsting á Tyrki til þess að stöðva allt áætlunarflug til Rússlands með Boeing-þotum en einnig hvetja þau flugfélög í Hvíta-Rússlandi til að gera slíkt hið sama.

12. janúar 2023
|
SAS (Scandinavian Airlines) hefur sótt um leyfi til gjaldþrotadómsstóls í Bandaríkjunum um að fá að skila einni Airbus A330-300 breiðþotu til eiganda sinna auk einnar A320neo þotu.

10. janúar 2023
|
Alaska Airlines hefur tekið síðustu Airbus A320 þotuna úr flotanum en félagið stefnir á að verða aftur eingöngu með þotur frá Boeing fyrir lok þessa árs.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.