flugfréttir

Uppfærslu á ratjsárhæðarmælum skal lokið í febrúar 2024

- Um 100 atvik þar sem flugvélar urðu fyrir truflunum af 5G dreifikerfinu

9. janúar 2023

|

Frétt skrifuð kl. 20:25

FAA gerði í dag tillögu að allir ratsjárhæðarmælar verði uppfærðir til þess að koma í veg fyrir truflanir sem stafa af því að 5G dreifikerfið og hæðarmælar í flugvélum notast v

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gera ráð fyrir að búið verði að uppfæra ratsjárhæðarmála (radio altimeter) um borð í öllum farþegaflugvélum, sem fljúga um bandaríska lofthelgi, fyrir febrúar árið 2024 vegna þeirra truflana sem að nýja 5G dreifikerfið getur haft.

FAA gerði í dag tillögu að allir ratsjárhæðarmælar verði uppfærðir til þess að koma í veg fyrir truflanir sem stafa af því að 5G dreifikerfið og hæðarmælar í flugvélum notast við tíðnir sem eru mjög nálægt hvor annarri og er bent á að nú þegar hafi borist yfir 100 tilkynningar frá flugmönnum sem segjast hafa orðið fyrir truflunum sem ollu því að lesning úr ratsjárhæðarmælum var ekki áreiðanleg.

FAA segir að með fölsum viðvörunarhljóðum í stjórnklefa vegna truflana gæti það orðið til þess að flugmenn fari að verða ónæmir fyrir viðvörunum og yfirsjást þegar loksins kemur viðvörunarhljóð sem er að vara við hættu sem á sér stað og ef það hljóð sé hunsað geta það boðið hættunni heim.

„Bandarísk flugmálayfirvöld eru að koma með tilmæli sem er ætlað að tryggja að bæði flugið og 5G dreifikerfið geti starfað áfram á öruggan hátt“, segir í yfirlýsingu sem FAA gaf frá sér í dag.

Fjarskiptafyrirtækin AT&T og Verizon tóku í notkun fyrstu 5G sendana í janúar árið 2022 og notar kerfið tíðni frá 3.700 til 3.980 MHz á meðan ratsjárshæðarmælar nota 4.200 til 4.000 MHz. Bæði FAA og önnur samtök innan flugsins höfðu í nokkur ár varað við mögulegri röskun þar sem tíðnirnar eru það nálægt hvor annarri.

Samt sem áður eru til nokkrar gerðir af ratsjárhæðarmælum sem eru minna næmir fyrir truflun og segir FAA að sumar flugvélar þurfa ekki á uppfærslu á mælum að halda og ná tilmælin ekki til þeirra.

FAA segir að tekið verði á móti athugasemdum í 30 daga en flugfélagasamtökin Airlines for America (A4A) hafa varað við því að staða hjá birgjum gæti gert það að verkum að erfiðlega verði fyrir einhver flugfélög að uppfæra sína mæla fyrir febrúar á næsta ári.

  fréttir af handahófi

Virgin sektað fyrir að fljúga í gegnum lokaða lofthelgi yfir Írak

18. janúar 2023

|

Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sektað breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways um 1 milljón Bandaríkjadali fyrir að hafa flogið nokkrum sinnum í gegnum lofthelgina yfir Írak en flugin voru á samvinn

Þriðja flugbrautin formlega tekin í notkun í Hong Kong

29. nóvember 2022

|

Chek Lap Kok flugvöllurinn í Hong Kong tók í gær formlega í notkun nýja flugbraut sem er þriðja flugbraut vallarins en brautin er 3.800 metrar á lengd.

Hætta flugi um þrjá flugvelli vegna skorts á flugmönnum

9. janúar 2023

|

American Airlines ætlar sér að draga sig til hlés í þremur mismunandi borgum vestanhafs er kemur að stuttum flugleiðum vegna skorts á þeim flugmönnum sem fljúga minni flugvélum og tengja saman smærri

  Nýjustu flugfréttirnar

BA bannar áhöfnum að deila myndum á samfélagsmiðlum

3. febrúar 2023

|

British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

Airbus og Qatar Airways ná sáttum og fella niður dómsmál

3. febrúar 2023

|

Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

Annað kínverska flugfélagið til að fljúga 737 MAX á ný

3. febrúar 2023

|

Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

Flugfreyja hjá BA handtekin vegna gruns um ölvunar um borð

1. febrúar 2023

|

Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

Síðasta Dash 8 Q400 flugvélin farin úr flota airBaltic

1. febrúar 2023

|

Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

Þess vegna varð Flyr gjaldþrota

1. febrúar 2023

|

Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

Rekstur Flyr hangir á bláþræði - Aflýstu öllu flugi í dag

31. janúar 2023

|

Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

Bretar innleiða aftur hefðbundna reglu um nýtingu á plássum

31. janúar 2023

|

Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.

Þrýsta á Tyrki til að hætta flugi til Rússlands með Boeing-þotum

30. janúar 2023

|

Bandarísk stjórnvöld setja nú þrýsting á Tyrki til þess að stöðva allt áætlunarflug til Rússlands með Boeing-þotum en einnig hvetja þau flugfélög í Hvíta-Rússlandi til að gera slíkt hið sama.

Rannsaka atvik er Boeing 777 fór næstum út af braut í lendingu

30. janúar 2023

|

Flugmálayfirvöld á Nýja-Sjálandi rannsaka nú atvik þar sem farþegaþota af gerðinni Boeing 777-300ER fór næstum því út af braut í lendingu á flugvellinum í borginni Auckland en mikil rigning var er þ

';

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

 • 1 JAN

  United

    - Hjólabúnaður

 • 1 JÚL

  Tajik Air

    - Þrýstingsjöfnun

 • 1 JAN

  SWISS

    - Veðurratsjá