flugfréttir
Sekta farþega sem hætta við flugið á síðustu stundu
- Dæmi um farþega sem vilja fara frá borði þegar búið er að loka dyrunum

Airbus A320 þota frá rússneska flugfélaginu Rossyia Airlines á Pulkovo-flugvellinum í St. Petersburg
Rússneska flugfélagið Rossiya Airlines hefur ákveðið að sekta alla þá farþega sem vilja hætta við flugið sitt rétt fyrir brottför nema að „góð ástæða“ sé fyrir því.
Flugfélagið, sem er dótturfélag, Aeroflot Group, segir að undanförnu hafi reglulega komið upp atvik þar sem farþegar vilja hætta við flugið og krefjast að fara
frá borði þegar búið er að loka útgöngudyrum.
Rossiya Airlines segir í tilkynningu að svona atvik kosti flugfélagið mikla fjármuni auk
seinkanna þar sem flugvallarstarfsmenn þurfa að finna farangur viðkomandi farþega
og koma honum úr flugvélinni.
„Rossiya leggur mikið upp úr þægindum fyrir farþega en að hætta við að fara með
flugvélinni á síðustu stundu er bæði slæmt fyrir orðspor flugfélagsins og getur skapað
mikil óþægindi fyrir aðra og jafnvel hættu og er slíkt ekki viðunandi“, segir í yfirlýsingu
frá flugfélaginu.
Flugfélagið segir að farþegar hafi kost á því að hætta við að fljúga alveg að þeim
tímapunkti sem komið er um borð en þegar áhöfnin er búin að loka dyrunum er ekki
hægt að skipta um skoðun.
Rossyia Airlines segir að flugfélagið þurfi að greiða allan aukakostnað sem fer í
aukavinnu fyrir hlaðmenn, aukaafnot af landgöngubrú og þá þarf að tengja flugvélina aftur við varaaflsstöð (APU) og ýta henni aftur frá hlaði auk þess sem meira
eldsneyti fer í fyrirhöfnina.



9. janúar 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa sett saman sérstaka nefnd sem er ætlað að fara yfir ýmis öryggismál og öryggisstaðla innan Boeing.

9. janúar 2023
|
Lík tveggja ungra manna fundust í hjólarými á farþegaþotu frá kólumbíska flugfélaginu Avianca sl. föstudag er þotan var í viðhaldsskoðun.

12. janúar 2023
|
Farþegaþota af gerðinni Airbus A330-300 frá Delta Air Lines olli skemmdum á flugbrautarljósum og yfirlagi á flugbraut eftir að hún snerti með hjólin utan brautarenda á Schiphol-flugvellinum í Amsterd

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.