flugfréttir
Losa sig við síðustu A320 þotuna
- Stefna á að hafa eingöngu þotur frá Boeing í flotanum

Ein af þeim Airbus A320 þotum sem Alaska Airlines fékk í flotann eftir samrunann við Virgin America
Alaska Airlines hefur tekið síðustu Airbus A320 þotuna úr flotanum en félagið stefnir á að verða aftur eingöngu með þotur frá Boeing fyrir lok þessa árs.
Alaska Airlines hefur aldrei pantað neinar þotur frá Airbus í 78 ára sögu flugfélagsins
en félagið fékk Airbus-þoturnar í flotann er Alaska Airlines tók yfir rekstur Virgin America
árið 2017 og sameinuðust flugfélögin undir merkjum Alaska Airlines ári síðar.
Það var í október árið 2019 sem að Alaska Airlines
byrjaði að losa sig við fyrstu Airbus A320 þotuna en félagið fékk 52 þotur til sín
úr flota Virgin America af gerðinni Airbus A320, A320neo og A319 sem voru málaðar í litum Alaska Airlines.
Í mars í fyrra tilkynnti flugfélagið að til stæði að hraða því ferli að taka Airbus-þoturnar úr flotanum
auk þess sem til stæði að hætta með De Havilland Dash 8 Q400 flugvélarnar.
Alaska Airlines hefur samt sem áður ennþá ellefu þotur í flotanum af gerðinni Airbus A321neo en til stendur að þær verða allar farnar út flotanum fyrir lok þessa árs.
Í dag hefur Alaska Airlines 204 Boeing 737 þotur af mismunandi tegundum en 61 er af gerðinni
Boeing 737-800, tólf af gerðinni Boeing 737-900, 79 af gerðinni Boeing 737-900ER, ellefu
af gerðinni Boeing 737-700 og þá hefur félagið fengið 38 þotur af gerðinni Boeing 737 MAX 9.



24. janúar 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa loksins gefið út flughæfnisvottun fyrir Britten-Norman BN2T-4S Islander flugvélinni eða næstum 30 árum eftir að flugvélin fékk vottun í Bretlandi þar sem hún er

30. nóvember 2022
|
Maastricht Aachen flugvöllurinn í Hollandi ætlar að banna vissar júmbó-þotur á flugvellinum auk McDonnell Douglas MD-11 þotunnar.

7. desember 2022
|
Tímamót áttu sér stað í vikunni er síðustu júmbó-þotunni var ýtt út úr samsetningarsal Boeing í Everett eftir 54 ára framleiðslu.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.