flugfréttir
Sækja um leyfi til að skila einni A330 og einni A320neo þotu
- Taka hinsvegar á blautleigu þrjár Boeing 737 þotur frá JetTime

Airbus A330-300 breiðþota frá SAS á flugvellinum í Kaupmannahöfn
SAS (Scandinavian Airlines) hefur sótt um leyfi til gjaldþrotadómsstóls í Bandaríkjunum um að fá að skila einni Airbus A330-300 breiðþotu til eiganda sinna auk einnar A320neo þotu.
Fram kemur að ekki er þörf fyrir flugvélarnar tvær í flotanum eins og er og
segir SAS að ef þær yrðu áfram í flotanum myndi það hafa í för með sér
óþarfa kostnað.
SAS sótti um Chapter 11 gjaldþrotameðferð í júlí í fyrra en þá hafði félagið yfir 100
flugvélar í flotanum og þar af voru 63 teknar á rekstarleigu og þá átti SAS sjálft tuttugu af þeim
flugvélum á meðan aðrar voru á leigu með öðru fyrirkomulagi.
SAS hefur í dag 143 flugvélar og þar af þrettán breiðþotur en alengasta flugvélategundin
í flotanum er Airbus A320neo og hefur félagið fengið 56 slíkar afhentar og þá telur
breiðþotuflotinn átta Airbus A330 þotur og fimm Airbus A350-900 þotur.
Hinsvegar þá ætlar SAS að taka á blautleigu þrjár Boeing 737 þotur yfir sumartímann frá danska flugfélaginu
JetTime og ætlar félagið að nota þær frá mars fram til október.
SAS hefur verið að ná sér á strik eftir heimsfaraldurinn og stefnir félagið á að efla
leiðarkerfið sitt enn frekar og hefur félagið kynnt 20 nýjar flugleiðir í sumar og mun
SAS fljúga um 5.000 flugferðir á viku á komandi sumri.



26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

9. janúar 2023
|
Lík tveggja ungra manna fundust í hjólarými á farþegaþotu frá kólumbíska flugfélaginu Avianca sl. föstudag er þotan var í viðhaldsskoðun.

7. desember 2022
|
Tímamót áttu sér stað í vikunni er síðustu júmbó-þotunni var ýtt út úr samsetningarsal Boeing í Everett eftir 54 ára framleiðslu.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.