flugfréttir
Fyrsta áætlunarflugið með Boeing 737 MAX í Kína í 4 ár
- 138 Boeing 737 MAX þotur bíða þess að verða afhentar til Kína

Kína var fyrsta landið til þess að kyrrsetja þoturnar í mars árið 2019
Boeing 737 MAX þoturnar eru komnar aftur í loftið í Kína eftir tæpa fjögurra ára kyrrsentingu þar í landi en Kína var fyrsta landið til þess að kyrrsetja þoturnar í mars árið 2019 í kjölfar tveggja flugslysa, í Indónesíu og í Eþíópíu.
Fyrsta áætlunarflug í Kína með Boeing 737 MAX eftir kyrrsetningu hóf sig á loft
í dag og var um að ræða innanlandsflug hjá China Southern Airlines frá borginni
Guangzhou til Zhengzhou með þotu af gerðinni Boeing 737 MAX 8.
Kína var það land sem hafði fengið flestar 737 MAX þotur afhentar áður en kyrrsetningin
skall á og var þá búið að afhenda 96 þotur til landsins í mars 2019.
Upphaflega ætluðu flugmálayfirvöld í Kína að aflétta kyrrsetningunni í október í fyrra en því var hinsvegar frestað.
Boeing tilkynnti í október að framleiðandinn hefði 138 Boeing 737 MAX þotur tilbúnar til afhendingar til kínverskra flugfélaga en Boeing hafði þá byrjað að bjóða öðrum flugfélögum
einhverjar þotur vegna seinkanna á afléttingu bannsins í Kína.
Boeing vonast nú til þess að geta hafið endurkomu sína á markaðinn í Kína en flugiðnaðurinn þar í landi er annar stærsti markaðurinn í fluginu í heiminum.



9. janúar 2023
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) gera ráð fyrir að búið verði að uppfæra ratsjárhæðarmála (radio altimeter) um borð í öllum farþegaflugvélum, sem fljúga um bandaríska lofthelgi, fyrir febrúar árið 202

21. nóvember 2022
|
Airbus hefur sent frá sér tilmæli til þeirra flugfélag og flugrekstaraðila sem hafa Airbus A220 þotur í flota sínum.

16. nóvember 2022
|
Erlend flugfélög, sem fljúga til Bandaríkjanna, hafa lýst því yfir að þau eigi í vandræðum með að koma fyrir nýjum ratsjárhæðarmælum um borð í flugvélar sínar í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.