flugfréttir
Boeing 777 þveraði braut á meðan 737 var í flugtaki á sömu braut
- Alvarlegt flugatvik átti sér stað á JFK flugvelli í New York sl. föstudag

Skjáskot af Flightradar24.com sem sýnir þoturnar tvær á brautinni á JFK flugvelli í New York
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú atvik sem átti sér stað á John F. Kennedy flugvellinum í New York er tvær flugvélar voru mjög nálægt því að rekast saman á flugbraut.
Atvikið átti sér stað sl. föstudag (13. janúar) er Boeing 737 þota frá Delta Air Lines
fékk flugtaksheimild á braut 4L en á sama tíma var Boeing 777 þota frá American Airlines
að þvera brautina sem var á leið til London Heathrow.
Flugmenn þotunnar frá Delta Air Lines náðu með naumindum að hætta við flugtakið
og stöðva sig af og staðnæmdsist hún í tæka tíð, stutt frá hinni þotunni, eða í um 1.000 feta fjarlægð.
Þotan frá Delta var á leið til Santo Domingo í Dóminíska lýðveldinu með 145 farþega innanborðs og sex manna áhöfn. Fram kemur að atvikið hefði getað endað með stórslysi og er rannsókn hafin á því.

Boeing 737 þotan frá Delta Air Lines var að hefja flugtak á braut 4L er Boeing 777 þota frá American Airlines var að þvera brautina
Í hljóðupptöku á vefsíðunni LiveATC.net, sem sendir út beint streymi frá nokkrum
bandarískum flugvöllum, mátti heyra flugumferðarstjóra kalla: „Shit! Delta 1943
cancel take-off plans!“, og svarar flugstjórinn: „Rejecting“.
Fram kemur að talið sé að flugmenn þotunnar frá American Airlines hafi misskilið
fyrirmæli um akstursleiðbeiningar og óvart þverað braut 4L en hafi hann þess í stað
átt að þvera braut 31.



30. nóvember 2022
|
Croatia Airlines hefur lagt inn staðfesta pöntun til Airbus í sex farþegaþotur af gerðinni A220-300 en flugfélagið króatíska stefnir einnig á að taka á leigu níu þotur til viðbótar sömu gerðar.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.