flugfréttir
Virgin sektað fyrir að fljúga í gegnum lokaða lofthelgi yfir Írak
- FAA sektar flugfélagið breska um 150 milljónir króna

Virgin Atlantic hefur greint frá því að ástæða þessa atvika megi rekja til vegna misskilnings í rekstardeild og skorts á starfsfólki í heimsfaraldrinum
Yfirvöld í Bandaríkjunum hafa sektað breska flugfélagið Virgin Atlantic Airways um 1 milljón Bandaríkjadali fyrir að hafa flogið nokkrum sinnum í gegnum lofthelgina yfir Írak en flugin voru á samvinnu við Delta Air Lines á sameinuðum flugnúmerum („codeshared„).
Um var að ræða áætlunarflug milli London og Indlands og var nokkrum sinnum flogið
yfir Baghad sem er skilgreint af Bandaríkjunum sem bönnuð lofthelgi og er bandarískum flugfélögum
ekki heimilt að fljúga þar yfir að öryggisástæðum samkvæmt reglugerð frá bandarískum flugmálayfirvöldum
(FAA).
Fram kemur að nokkrum sinnum milli 16. september 2020 og 16. september 2021
hafi farþegaþotur frá Virgin flogið yfir Írak eða nánar tiltekið í gegnum flugumferðarsvæðið Baghdad FIR.
Virgin Atlantic hefur greint frá því að ástæða þessa atvika megi rekja til vegna misskilnings í
rekstardeild og skorts á starfsfólki í heimsfaraldrinum og harmar félagið það og tekur fram
að þetta hafi gerst óvart.
FAA segir að Virgin hafi bætt úr þessum málum með því að hefja innri rannsókn
á rekstarmálum og einnig fjárfest í sjálfvirku kerfi sem nefnist Sentinel frá fyrirtækinu
Osprey Flight Solutions til þess að fylgjast betur með öllum flugleiðum í leiðarkerfinu.
Þar sem að Virgin tók fulla ábyrgð á þessu þá fékk félagið á sig lægstu sekt frá bandarískum stjórnvöldum sem hljóðar upp á 1.05 milljón dollara sem samsvarar 150 milljónum króna.



9. nóvember 2022
|
Lufthansa Group mun á næstunni taka við nýrri tækni þar sem hægt verður að þjálfa áhafnir á farþegaþotur í flota dótturfélaganna með aðstoð sýndarveruleika.

16. nóvember 2022
|
Erlend flugfélög, sem fljúga til Bandaríkjanna, hafa lýst því yfir að þau eigi í vandræðum með að koma fyrir nýjum ratsjárhæðarmælum um borð í flugvélar sínar í tæka tíð til þess að koma í veg fyrir

27. desember 2022
|
Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna segir að það sé ekki viðunandi sá fjöldi flugferða sem að flugfélagið Southwest Airlines aflýsti vegna kuldakastsins sem reið yfir vestanhafs yfir jólin.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.