flugfréttir
Mexíkóskt sprotaflugfélag pantar 30 rafmagnsflugvélar

Tölvugerð mynd af rafmagnsflugvélinni Alice í litum mexíkóska flugfélagsins Aerus
Nýtt flugfélag í Mexíkó hefur lagt inn pöntun til bandaríska fyrirtækisins Eviation í þrjátíu rafmagnsflugvélar af gerðinni Alice en um er að ræða samkomulag sem gert var í gær.
Nýja flugfélagið heitir Aerus og hefur það höfuðstöðvar sínar í borginni Monterrey
og stefnir félagið á áætlunarflug á stuttum flugleiðum í norðurhluta Mexíkó.
Alice er lítil farþegaflugvél sem gengur eingöngu fyrir rafmagni og mun flugvélin geta borið tvo flugmenn og níu farþega auk þess sem hægt verður
að koma fyrir frakt upp að 1.2 tonnum.
Flugvélin er knúin áfram með tveimur Magni650 rafmagnsmótorum sem hver og einn skila af sér 700kW. Hámarksflugtaksþungi Alice verður 8.3 tonn (18.400 lbs) og mun flugvélin hafa flugdrægi upp á 463 kílómetra (250 nm) og ná flughraða upp á 260 hnúta (482 km/klst).
Gregory Davis, framkvæmdarstjóri Eviation, segir að líkt og Uber leiði leigubílamarkaðinn
í heiminum þá stefnir Eviation á að vera leiðandi í framleiðslu á litlum
rafmagnsflugvélum.
Eviation flaug Alice flugvélinni sitt fyrsta flug í september í fyrra og fór
tilraunaflugvélin í loftið frá Grant County flugvellinum í Moses Lake í Washington-ríki.
Aerus var stofnað í maí árið 2022 og vonast flugfélagið að geta hafið áætlunarflug í vor en fyrstu flugin verða flogin með tveimur flugvélum af gerðinni Cessna 408 SkyCaravan og fjórum af gerðinni Cessna Grand Caravan EX.


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.