flugfréttir
Netflix leitar að flugfreyju til starfa um borð í einkaþotu sína
- Launin allt að 4.5 milljónir á mánuði

Netflix segir að launabilið ræðst af ýmsum atriðum er kemur að færni og reynslu viðkomandi aðila auk álags hverju sinni.
Streymisveitan Netflix auglýsir eftir að ráða flugfreyju eða flugþjón til starfa um borð í einkaþotu fyrirtækisins.
Launin eru ekki svo alslæm en þau geta numið allt að 385.000 Bandaríkjadölum í árslaun
en í hið minnsta 60.000 dölum
sem samsvarar launabili frá 714.000 krónum í mánaðarlaun og allt að 4.580.000 krónum.
Stöðugildið er um borð í Gulfstream G550 einkaþotu Netflix sem hefur heimavöll í San José í Kaliforníu sem er rétt hjá höfuðstöðvum Netflix í Los Gatos.
Fram kemur að sá aðili sem hreppir starfið fái áhafnarþjálfun á vegum Netflix í
öryggisþjónustu um borð í einkaþotu fyrirtækisins í samræmi við reglugerðir bandarískra flugmálayfirvalda (FAA).
Starfið felur einnig í sér fyrirflugsskoðanir í farþegarými, sjá um birgðir um borð, aðstoð við að koma farangri um borð auka verkefna í flugskýli og sitja fundi á vegum Netflix í Burbank.
Netflix segir að launabilið ræðst af ýmsum atriðum er kemur að færni og reynslu viðkomandi aðila auk álags hverju sinni.
Netflix hefur 30 skrifstofur í heiminum en meðal annars eru þær að finna í Madríd, Seúl, Tókýó,
Mexíkóborg og í London.



18. janúar 2023
|
Nýtt flugfélag í Mexíkó hefur lagt inn pöntun til bandaríska fyrirtækisins Eviation í þrjátíu rafmagnsflugvélar af gerðinni Alice en um er að ræða samkomulag sem gert var í gær.

4. janúar 2023
|
Lion Air Group ætlar sér að bæta við allt að 80 nýjum farþegaþotum við flugflota dótturfélaga sinna á þessu ári.

23. nóvember 2022
|
Rannsóknaraðilar á vegum samgönguöryggisnefndar Bandaríkjanna (NTSB) hefur lýst því yfir að orsök flugslyss, sem átti sér stað í síðustu viku í Washington-ríki er flugvél af gerðinni Cessna 208B Car

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.