flugfréttir
Lufthansa gerir tilboð í ítalska flugfélagið ITA Airways

Ef tilboð Lufthansa verður samþykkt þykir líklegt að rekstur ITA Airways verði innleiddur inn í rekstur Lufthansa Group
Lufthansa Group hefur fallist á að kaupa hlut í ítalska flugfélaginu ITA Airways og hefur flugfélagasamsteypan gert tilboð með það markmið að eignast síðar fullan hlut í flugfélaginu ítalska.
Tilraunir ítölsku ríkisstjórnarinnar til þess að selja ITA Airways eða hlut í félaginu hafa staðið
yfir allt frá því að flugfélagið var stofnað í október árið 2021 en á sama tíma heyrði
ríkisflugfélagið Alitalia sögunni til.
Viðræður við nokkra aðila hafa staðið yfir í töluverðan tíma en viðræum við Air France-KLM og Delta
Air Lines var slitið sl. haust og var Lufthansa eftir það eini aðilinn sem kom sterklegast til greina.
„Stefnan er að standa við tilboðið um kaup á litlum hluta í flugfélaginu með þann möguleika
að kaupa upp allan hlutinn síðar“, segir í yfirlýsingu frá Lufthansa.
Ef tilboð Lufthansa verður samþykkt verður næsta skref að hefja viðræður um möguleikann
á að innleiða rekstur ITA Airways inn í Lufthansa Group en fyrst þarf að fá grænt ljós
frá stjórnvöldum ef tilboðið verður samþykkt.
Lufthansa Group á nú þegar flugfélög á borð við Austrian Airlines, Brussel Airlines, Swiss
International Air Lines og ítalska flugfélagið Air Dolomiti.



24. janúar 2023
|
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.

23. nóvember 2022
|
Ástralska flugfélagið Qantas sér fram á bjartari tíma og hefur flugfélagið uppfært afkomuspá sína fyrir fyrri helming ársins 2023.

9. janúar 2023
|
American Airlines ætlar sér að draga sig til hlés í þremur mismunandi borgum vestanhafs er kemur að stuttum flugleiðum vegna skorts á þeim flugmönnum sem fljúga minni flugvélum og tengja saman smærri

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.