flugfréttir
Ryanair vonast til að fá allt að 45 MAX þotur fyrir júnílok
- Hraðari framleiðsluferli hjá Boeing gerir Michael O´Leary vongóðan

Boeing 737 MAX þota í litum Ryanair
Ryanair vonast til þess að fá fleiri Boeing 737 MAX þotur afhentar í kjölfar þess að framför hefur átt sér stað hjá Boeing er varðar framleiðslu og afhendar á þotunum í kjölfar seinkanna á síðasta ári.
Micheal O´Leary, framkvæmdarstjóri Ryanair, gerir ráð fyrir að Boeing eigi eftir að uppfæra afhendingaráætlun fyrir lágfargjaldafélagið írska á næstunni en Ryanair fékk aðeins tólf Boeing 737 MAX þotur afhentar frá september
fram til desember árið 2022 en til stóð að félagið myndi fá 21 þotu afhenta á þessu
tímabili.
„Þessar seinkanir sem við urðum var við síðasta sumar og fram á haust hafa minnkað
töluvert og ég sé ekki betur en að framleiðslan séu að ná meiri hraða“, segir O´Leary.
Eins og hjá öðrum flugvélaframleiðendum þá má rekja þessar seinkanir
vegna skorts á íhlutum hjá byrgjum og skorts á starfsfólki í kjölfar heimsfaraldursins
en O´Leary segist trúa því að verulega sé búið að bæta úr þeim málum.
O´Leary telur að vandamálið hafi stafað af vegna fjölda veikinda meðal
starfsfólks í verksmiðjum Boeing og bendir hann á að á tímabili þá
hafi Boeing „varla náð að koma nýjum flugvélum út úr verksmiðjunni á viðunandi
hraða“ þegar verst lét.
Vegna þessa áætlar Ryanair að fá allt að 35 til 40 nýjar Boeing 737 MAX þotur
afhentar fram til enda júnímánaðar af þeim 51 sem til stóð
að flugfélagið myndi fá frá september í fyrra fram í júní á þessu ári.
O´Leary segir að mögulega gæti flugfélagið fengið frá 40 til 45 en að öðru
leyti þá gæti Ryanair ekki tekið við fleirum þotum en það fyrir sumarið
þar sem þeir eiga eftir að hafa nóg að gera með að sinna eftirspurninni
í sumar.
Þrátt fyrir seinkanir á afhendingum þá náði Boeing samt sem áður takmarki sínu sem var að afhenda 375 Boeing 737 MAX þotur yfir 12 mánaða tímabil að þar að auki þær MAX þotur sem búið var að framleiða og höfðu safnast upp vegna heimsfaraldursins.



27. desember 2022
|
Samgönguráðuneyti Bandaríkjanna segir að það sé ekki viðunandi sá fjöldi flugferða sem að flugfélagið Southwest Airlines aflýsti vegna kuldakastsins sem reið yfir vestanhafs yfir jólin.

10. nóvember 2022
|
Ítalska flugfélagið ITA Airways hefur fengið fjárhagsaðstoð frá ríkisstjórn Ítalíu upp á 400 milljónir evra sem samsvarar 58 milljörðum króna.

24. nóvember 2022
|
SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja flug á JFK flugvöllinn í New York eftir áramót og verður flogið þangað frá Kaupmannahöfn.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.