flugfréttir
Missti athyglina í aðflugi og hafnaði í snjóskafli í lendingu

Mynd af flugvélinni eftir atvikið í skýrslu NTSB
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) hefur gefið út skýrslu varðandi atvik sem átti sér stað í Illinois í Bandaríkjunum er lítil flugvél af gerðinni Beech Bonanza P35 hafnaði í snjóskafli yfir framan brautina í lendingu.
Atvikið átti sér stað í janúar árið 2021 á flugvellinum í bænum
Poplar Grove og var 78 ára flugmaður sá eini sem var um borð.
Flugvélin lenti of snemma eða fyrir framan brautarenda og er haft
eftir flugmanninum að á lokastefnu hafi hann sé að flugvél, sem lenti á undan
honum, hafi verið kyrrstæð á brautinni.
Flugmaðurinn segir að hann hafi verið annars huga þar sem hann var
of mikið að einblína á hvort að hin flugvélin væri
að fara yfirgefa brautina í stað þess að fljúga vélinni.
Niðurstaða NTSB var sú að einbeiting flugmannsins hafi orðið fyrir truflun
og láðist honum að viðhalda viðunandi aðflugsferli á lokastefnu sem
varð til þess að hann lenti of snemma og endaði í snjóskafli.
Flugmanninn sakaði ekki en fram kemur að hann hafi verið
með einkaflugmannsskírteini og 6.196 heildarflugtíma að baki og
þar af 1.107 flugtíma á þessa flugvélategund og hafði hann flogið 4.3
flugtíma sl. 90 daga fyrir atvikið.



14. nóvember 2022
|
Rannsókn er hafin á flugslysi sem átti sér stað um helgina er tvær sögufrægar stríðsflugvélar rákust saman á flugi á flugsýningu í Dallas í Texas.

27. desember 2022
|
Boeing hefur hægt á framleiðslunni á þeim Dreamliner-þotum sem smíðaðar eru í verksmiðjunni í North Charleston í Suður-Karólínu.

18. janúar 2023
|
Streymisveitan Netflix auglýsir eftir að ráða flugfreyju eða flugþjón til starfa um borð í einkaþotu fyrirtækisins.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.