flugfréttir
ESB krefst svara frá Írlandi vegna sölu á þotum til Aeroflot
- Aeroflot segist hafa keypt tíu þotur af flugvélaleigu á Írlandi

Boeing 777-300ER þota frá Aeroflot
Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisins en þoturnar hafa verið á leigu í flotanum frá árinu 2014.
Evrópusambandið setti á alsherjarviðskiptabann við Rússland í febrúar í fyrra í kjölfar
innrásarinnar í Úkraínu en í desember sl. greindi Aeroflot frá því að
flugfélagið hafi keypt tíu Boeing 777-300ER þotur sem flugfélagið hafi
verið með á leigu hjá írskri flugvélaleigu sl. 9 ár.
Í ljós kom að flugvélaleigan sem á í hlut er VEB-Leasing sem er í eigu
rússneska fjárfestingabankans VEB en VEB-Leasing á 24 dótturfélög
á Írlandi.
Evrópusambandið hefur farið fram á að fá upplýsingar frá Írum varðandi þessi
viðskipti og hefur viðskipta- og atvinnuráðuneyti Írlands hafið
rannsókn á meintum viðskiptum með aðstoð utanríkisráðuneytisins og
Central Bank of Ireland bankans.
Fulltrúi viðskipta- og atvinnuráðuneytisins segir að tæknilega séð er hægt að fá undanþágu frá viðskiptabanninu ef flugvél hefur verið haldið
í Rússlandi í óþökk eigenda ef eigandinn er frá öðru landi líkt og
dæmi eru um er varðar hundruði annarra flugvéla sem eru „fastar“ í Rússlandi.
Fram kemur að þá undanþágu verður að fá frá ráðuneyti og er bent á að ekki hafi verið sótt um undanþágu í þessu tilviki.
Aeroflot hafði lýst því yfir í desember að stefnan sé að kaupa fleiri flugvélar út úr leigusamningum
í stað þess að skila flugvélunum aftur til vestrænna flugvélaleigufyrirtækja.



26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

29. janúar 2023
|
Air France-KLM hefur lagt inn staðfesta pöntun í fjórar fraktflugvélar af gerðinni Airbus A350F en þoturnar munu fara í flota dótturfélagsins Martinair Holland og verða þær staðsett á Schiphol-flug

9. nóvember 2022
|
Lufthansa Group mun á næstunni taka við nýrri tækni þar sem hægt verður að þjálfa áhafnir á farþegaþotur í flota dótturfélaganna með aðstoð sýndarveruleika.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.