flugfréttir
Britten-Norman BN2T-4S fær loksins vottun í Bandaríkjunum
- Fær vottun hjá FAA 28 árum eftir að hún fékk vottun í Bretland

Britten-Norman BN2T-4S Islander kom á markað árið 1995
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa loksins gefið út flughæfnisvottun fyrir Britten-Norman BN2T-4S Islander flugvélinni eða næstum 30 árum eftir að flugvélin fékk vottun í Bretlandi þar sem hún er framleidd.
Flugvélaframleiðandinn Britten-Norman lýsti því yfir í gær að flugvélin hafi fengið vottun vestanhafs
þann 15. desember síðastliðinn og segir í yfirlýsingu að þetta opni mörg tækifæri er kemur að markaðsetningu
flugvélarinnar í Bandaríkjunum og einnig á alþjóðamarkaði.
BN2T-4S tegundin fékk flughæfnisvottun í Bretlandi árið 1995 en framleiðandinn hefur ekki gefið upp hver
ástæðan er fyrir að flugvélin er núna fyrst að fá vottun í Bandaríkjunum en til stendur að sækja um
vottun fyrir flugvélinni hjá flugmálayfirvöldum á Indlandi og í Kanada.
BN2T-4S Islander flugvélin er knúin áfram af tveimur Rolls-Royce M250 hreyflum og hefur hún flugdrægi
upp á 1.006 nm mílur (1.863 kílómetra) með hámarksfarflugshraða upp á 176 kn (hnúta).
Samkvæmt upplýsingum eru 49 flugvélar í umferð í heiminum í dag af gerðinni BN2T-4S.



9. janúar 2023
|
Lík tveggja ungra manna fundust í hjólarými á farþegaþotu frá kólumbíska flugfélaginu Avianca sl. föstudag er þotan var í viðhaldsskoðun.

25. nóvember 2022
|
Breska lágfargjaldafélagið easyJet reynir nú að ráða eins margar flugfreyjur og flugþjóna til sín og hægt er fyrir næsta sumar en flugfélagið hvatti nýlega fólks, sem er komið á miðjan fimmtugsaldur,

8. desember 2022
|
Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) hafa farið fram á að komið verði fyrir sérstakri eldvörn nálægt viðbótareldsneytistanknum á nýju Airbus A321XLR þotunum.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.