flugfréttir
Spá því að skortur á flugmönnum í heiminum muni vara í 10 ár
- Fjöldi nýútskrifaðra atvinnuflugmanna nær ekki að anna þörf flugfélaganna

Fyrirtækið Jefferies í New York telur að skortur á flugmönnum eigi eftir að fara allt til ársins 2032
Spáð er því að skortur á flugmönnum í heiminum eigi eftir að vara í að minnsta kosti áratug eða allt til ársins 2032.
Þetta kemur fram í skýrslu sem fjármálafyrirtækið Jefferies í New York gaf út nýlega og kemur einnig fram að
það land sem á eftir að verða verst fyrir barðinu á skorti á flugmönnum sé Bandaríkin.
Í skýrslunni segir að fjöldi þeirra flugmanna sem láta af störfum í Bandaríkjunum vegna aldurs hefur þó farið fækkandi úr 13.000
flugmönnum árið 2020 niður í 6.000 flugmenn árið 2022 og á sama tíma fer fjöldi nýrra flugmanna hækkandi vestanhafs.
Þrátt fyrir að nýjum flugmönnum fari fjölgandi á heimsvísu þá er talið að á næsta ári vanti 11.000 flugmenn
til þess að anna eftirspurn flugfélaganna en ef ekki verður gripið til róttækra aðgerða þá stefnir allt í það að skortur verður á 60 þúsund flugmönnum árið 2032.
Alvarlegastur verður skorturinn í Norður-Ameríku og í Afríku en einnig verður skortur á flugmönnum
í vesturhluta Evrópu, Miðausturlöndum og í Suður-Ameríku en þó ekki eins alvarlegur.
„Flugmannaskorturinn hefur byrjað að láta á sér kræla nú þegar í Bandaríkjunum og þar stefnir í að
það vanti 17.000 flugmenn eftir tvö ár“, segir í skýrslunni frá Jefferies. - „Hátt hlutfall í snemmbúnum
starfslokum spilar þar helst inn í sem er tilkomið vegna heimsfaraldursins“.
Þá segir að þótt að fjöldi nýútgefinna atvinnuflugmannsskírteina sé sífellt að hækka, og verið sé að útskrifa
fleiri atvinnuflugmenn milli ára, þá nær það ekki til að anna eftirspurninni.



27. nóvember 2022
|
Air India hefur kynnt nýjar kröfur sem flugfreyjur og flugþjónar flugfélagsins indverska þurfa að uppfylla ef þau ætla að starfa áfram hjá félaginu.

16. janúar 2023
|
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) og bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) rannsaka nú atvik sem átti sér stað á John F. Kennedy flugvellinum í New York er tvær flugvélar voru mjög nálægt því að re

18. janúar 2023
|
Lufthansa Group hefur fallist á að kaupa hlut í ítalska flugfélaginu ITA Airways og hefur flugfélagasamsteypan gert tilboð með það markmið að eignast síðar fullan hlut í flugfélaginu ítalska.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.