flugfréttir
Ætla að banna allt fraktflug um flugvöllinn í Mexíkóborg
- IATA bregst harðlega við tillögu stjórnvalda í Mexíkó

Fraktflugvél frá LATAM Cargo
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa fordæmt harðlega ákvörðun stjórnvalda í Mexíkó sem vilja banna allt fraktflug um Benito Juárez alþjóðaflugvöllinn í Mexíkóborg.
Samkvæmt mexókóskum fjölmiðlum, sem hafa birt tillögu frá mexíkóska þinginu sem lekið var, þá kemur
fram að til stendur að banna allt fraktflug um stærsta flugvöllinn í Mexíkó með stuttum fyrirvara og aðeins yrði þá leyft að
fljúga með þá frakt sem er í fraktrými í farþegaflugi.
Þá segir að þess í stað er lagt til að allar fraktflugvélar muni fljúga um nýja Felipe Angeles flugvöllinn sem opnaði
í mars í fyrra.
IATA segir að það að færa allt fraktflug á nýjan flugvöll með innleiðingu banns með svo stuttum
fyrirvara sé langt frá því að vera fýsilegur kostur í ljósi þess umfangs sem fer í að gera ráðstafanir er
kemur að útfærslu á aðstöðu, tæknilegum atriðum, reglugerðum og innviðum.
„Stærsta miðstöð í fraktflutningum á markaðnum í Mexíkó fer í dag fram á alþjóðaflugvellinum í Mexókóborg.
Hvorki flugfélög eða flutningsaðilar eru tilbúnir í að pakka saman og færa sig yfir á annan flugvöll“, segir
í yfirlýsingu frá IATA.
„Flutningsferlið er gríðarlega krefjandi og þarf að skipuleggja það vel og gaumgæfileag til að koma
í veg fyrir raskanir á flugstarfsemi og annarri starfsemi í kringum það. Það þurfa allir sem eiga hlut að máli
að vinna saman til að tryggja öryggi og stöðugar fraktflutningar inn og út úr landinu“, segir ennfremur.
Eftir að þessum upplýsingum var lekið, brást forseti landsins, Andres Manuel Lopez Obrador, við og sagði að þessi ákvörðun
hefði verið tekin vegna skorts á plássi á alþjóðaflugvellinum í Mexíkóborg.
IATA bætir við að nýi flugvöllurinn í borginni sé langt frá því að vera reiðubúinn til þess að taka við öllu
fraktfluginu svo að það gangi snuðrulaust fyrir sig þar sem á flugvellinum eru ekki húsnæði og vöruskemmur
til staðar til þess að geyma fraktina auk þess sem fullnægjandi tollafgreiðslukerfi sé ekki til staðar.



8. nóvember 2022
|
Flugfélagið Emirates hefur lagt inn pötnun í fimm Boeing 777F fraktþotur að andvirði 1.7 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar 249 milljörðum króna samkvæmt listaverði.

20. janúar 2023
|
Evrópusambandið hefur krafist svara frá írsku ríkisstjórninni í kjölfar frétta um að Aeroflot hafi keypt tíu Boeing 777 breiðþotur frá írskri flugvélaleigu í stað þess að skila þeim til fyrirtækisin

26. janúar 2023
|
Áætlunarflug er að hefjast að nýju um London Southend flugvöllinn á Englandi en easyJet hefur tilkynnt að félagið ætli að hefja beint flug frá Southend til Amsterdam þann 24. maí í vor.

3. febrúar 2023
|
British Airways hefur sent út ströng fyrirmæli til flugmanna og annarra áhafnarmeðlima er kemur að því að deila myndum á samfélagsmiðlum og sjálfum („selfie“) á miðla á borð við Facebook, Instagram

3. febrúar 2023
|
Svo virðist sem að Airbus og Qatar Airways hafa grafið stríðsaxirnar og náð sáttum í næstum tveggja ára deilu er varðar galla á málningu og yfirlagi á Airbus A350 þotunum í flota Qatar Airways en dei

3. febrúar 2023
|
Kínverska flugfélagið Hainan Airlines hefur hafið á ný áætlunarflug með Boeing 737 MAX þotunum og er félagið því annað flugfélagið í Kína til þess að byrja að fljúga þeim á ný eftir kyrrsetningu þeir

1. febrúar 2023
|
Flugfreyja hjá British Airways var handtekin á dögunum á Gatwick-flugvellinum í London eftir að grunur lék á að hún væri undir áhrifum áfengis og mögulega annarra fíkniefna er hún var við störf um bo

1. febrúar 2023
|
Flugfélagið airBaltic hefur formlega hætt með Bombardier Dash 8 Q400 flugvélarnar eftir 12 ára notkun en þeirri síðustu hefur verið skilað til þeirrar flugvélaleigu sem átti vélarnar.

1. febrúar 2023
|
Dagar norska lágfargjaldafélagins Flyr eru taldir en flugfélagið fór í gær fram á gjaldþrotaskipti eftir innan við 600 daga starfsemi.

31. janúar 2023
|
Norska flugfélagið Flyr er sagt vera á barmi gjaldþrots og hefur flugfélagið lýst því yfir að reksturinn sé í mjög alvarlegri stöðu þar sem ekki tókst að verða út um það fé sem vonast var til.

31. janúar 2023
|
Samgönguráðuneytið í Bretlandi hefur afnumið allar undanþágur sem gerðar voru á nýtingu og notkun á lendingar- og afgreiðsluplássum á breskum flugvöllum vegna heimsfaraldursins.