flugfréttir

9 ár í dag frá því að malasíska farþegaþotan hvarf

- Fjölskyldur og aðstandendur vonast til þess að ný leit hefjist á þessu ári

8. mars 2023

|

Frétt skrifuð kl. 15:58

Malasíska farþegaþotan, flug MH370, hvarf þann 8. mars 2014 á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking

Níu ár eru í dag liðin frá því að malasíska farþegaþotan, flug MH370, hvarf sporlaust á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars árið 2014.

Fjölskyldur og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í flugvélinni, sem var af gerðinni Boeing 777-200, fara fram á að ný leit verði gerð að flugvélinni.

Hópurinn Voice370, sem fer fyrir aðstandendum og ástvinum fórnarlambanna, benda á að í dag sé komin fram ný tækni sem gæti hjálpað við leitina og með því mætti mögulega finna flak flugvélarinnar. Hópurinn telur að fyrirtækið Ocean Infinity, sem sérhæfir sig í leit og kortlagninu á hafsbotni, hafi á sl. 12 mánuðum þróað betri tækni og aðferðir við neðansjávarleit en leitarskip fyrirtækisins framkvæmdi seinast leit að malasísku flugvélinni árið 2018 en án árangurs.

Ríkisstjórnir Malasíu, Kína og Ástralíu eyddu einnig tveimur árum við leitina að flugvélinni sem lauk árið 2017 en þær leitaraðgerðir kostuðu um 19 milljarða króna.

Ocean Infinity kynnti á dögunum nýtt 78 metra langt fjarstýrt skip sem býr yfir nýjustu tækni við leit sem völ er á

Ocean Infinity svipti hulunni af nýrri byltingarkenndri tækni í mars í fyrra þar sem nýtt og háþróað róbótaleitarskip, var kynnt til sögunnar sem Voice370 hópurinn segir að gæti komið sér mjög vel núna ef ný leit hefst.

Fram kemur að um mannlaust leitarskip sé að ræða sem hægt er að fjarstýra að öllu leiti og sagði Oliver Plunkett, framkvæmdarstjóri Ocean Infinity, að sennilega sé um að ræða eina háþróuðustu leitartækni sem völ er á í heiminum í dag.

„Ef við höldum áfram að vera í myrkrinu varðandi hvað gerðist með flug MH370, þá verður aldrei hægt að fyrirbyggja að svipaður harmleikur eigi sér stað aftur“, segir í yfirlýsingu frá Voice370, og tekur hópurinn fram að vonast sé til þess að árið 2023 verði upphafið að endinum að leitinni að flugvélinni.

Í febrúar sagði Peter Foley, sem fór fyrir upphaflegu leitinni að flugi MH370, að hann kallaði á aðgerðir með nýja leit þar sem ný og betri tækni væri komin til sögunnar á borð við leitarskipavélmenni.

Aðstandendur vonast til þess að ný leit geti hafist á þessu ári

Anthony Loke, samgönguráðherra Malasíu, sagði í skilaboðum til hópsins Voice370 að hann vonaðist til þess að málinu yrði ekki lokað og stungið niður í skúffu og heitir hann því að ný leit verður sett af stað ef nýjar og áreiðanlegar vísbendingar koma fram um staðsetningu flugvélarinnar.

Smávægilegt brak frá flugvélinni fannst á sínum tíma við strendur Afríku og á eyju í Indlandshafi og var reynt að notast við reiknilíkan til þess að finna hvaðan það brak kom en án árangurs.

Þess má geta að ný þriggja þátta heimildarþáttaröð um flug MH370 kom í gær á streymisveituna Netflix sem nefnist „MH370 - The Plane That Disappeared“.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga