flugfréttir

50 ár í dag síðan að Hrímfaxi fórst í Noregi

- 12 létust er vél Flugfélags Íslands fórst við Osló árið 1963

14. apríl 2013

|

Frétt skrifuð kl. 22:16

Vickers Viscount vél Flugfélags Íslands

50 ár eru í dag síðan að Hrímfaxi (TF-ISU), vél Flugfélags Íslands, fórst í aðflugi að Fornebu-flugvellinum í Osló í Noregi eftir flug sitt frá Kaupmannahöfn en fyrirhugað var einnig að lenda í Bergan á leið til Íslands.

Vélin fórst á páskadag þann 14. apríl árið 1963 og létust allir um borð, sjö farþegar og fimm manna áhöfn. Vélin, sem var af gerðinni Vickers Viscount, var í um 700 feta hæð í aðfluginu að Fornebu-velli er hún skall næstum lóðrétt til jarðar í um 4 kílómetra fjarlægð frá flugbrautinni.

"Næstum lóðrétt skaust hin íslenska flugvél út úr skýjaþykkninu eins og flugsprengja, aðeins nokkur hundruð metra frá mér", sagði Harald Mack, hæstaréttarlögmaður í Osló sem var á göngu í Oslóarfirði og varð vitni að slysinu. Aðrir sjónarvottar sögðu að svo virtist sem að flugmennirnir hafi reynt að rétta vélina af áður en hún skall í jörðina.

Vélin var komin í beina fluglínu að braut vallarins í um 700 feta hæð en seinast heyrðist til vélarinnar við stefnuvit við bæinn Asker þegar vélin var í 1,500 feta hæð en þá sagði flugstjórinn að allt væri í lagi enn sem komið er en flugskilyrði voru slæm.

Eftir að vélin skilaði sér ekki inn á brautina kölluðu flugumferðarstjórar þrisvar til vélarinnar áður en sent var út neyðarkall.

Þann 16. júní árið 1964 gaf rannsóknarnefnd frá sér skýrslu varðandi Hrímfaxaslysið þar sem talið var að flugmenn vélarinnar hafi misst stjórn á vélinni þegar hún var komin í það litla hæð að ekki var möguleiki á að bjarga vélinni frá því að farast.

Enn hefur ekki verið hægt að sanna hvað fór úrskeiðis en möguleiki er að ísing hafi átt sinn hlut að máli og einnig eru tilgátur um að spaðarnir hafi farið í flata stellingu ("Ground Fine Pitch")

Flugfélag Íslands tók Hrímfaxa í notkun árið 1957 ásamt Gullfaxa (TF-ISN) og varð mikil bylting í farþegaflugi á Íslandi með tilkomu þeirra á sínum tíma. Þetta voru fyrstu íslensku flugvélarnar með jafnþrýstibúnaði og gátu þær því flogið í hærri hæðum en áður þekktust hjá íslenskum flugfarþegum auk þess sem þær voru mun hraðfleygari en þær Skymaster flugvélarnar sem þá voru í notkun á millilandaleiðum.

Þeir sem létust var flugstjóri vélarinnar, Jón Jónsson sem var 45 ára en hann hafði starfað hjá Flugfélagi Íslands í 15 ár, Ólafur Þór Zoega, 27 ára flugmaður sem hafði starfað hjá flugfélaginu í sex ár. Einnig var um borð Ingi G. Lárusson loftsiglingafræðingur, María Jónsdóttir, flugfreyja, Helga Henckell flugfreyja, Anna Borg Reumeri leikkona, Þorbjörn Áskelsson útgerðarmaður og Margrét Bárðardóttir.

Einnig voru í vélinni Ilsa Hochaphel, þýsk hjúkrunarkona, hjónin María og Karl West sem ætluðu að heimsækja ættingja sína á Íslandi og Mr. Baume, breskur maður er var á leið til Íslands.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga