flugfréttir
Alsír kaupir 42 Night Hunter herþyrlur af Rússum
Mi-28N
Alsírski flugherinn hefur pantað 42 rússneskar herþyrlur frá Mil (Moscow Helicopter Plant) af gerðinni Mi-28N Night Hunter og sex Mi-26T2 flutningaþyrlur.
Mi-28 orrustuþyrlan var fyrst smíðuð árið 1982 og var hún sérstaklega hönnuð til flugs í hvaða veðráttu, aðstæðum og landssvæðum
sem er en Mi-28N útgáfan kom á markaðinn árið 1996 og fékk hún viðurnefnið "Night Hunter" sem er sérþróuð til
að finna og staðsetja farartæki andstæðings og hefja árás og er hún útbúin sextán Shturm og Ataka gagnflaugum
og öflugu radarkerfi.
Samkvæmt rússnesku fjölmiðlum eru kaupin metin á 337 milljarða króna en flugherinn í Alsír hefur nokkrum sinnum
pantað þyrlur frá Rússlandi og hefur hann til samtals yfir 160 herþyrlur í sínum flota.
Þess má geta að indverski flugherinn hætti við pöntun í Night Hunter og tók í stað þess Apache-herþyrlur frá Bandaríkjunum. Þótt Mil Mi-28 séu hraðfleygari þá reyndust þær ekki skora hátt í flugdrægi og flughæð.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.