flugfréttir
NTSB skoðar flugrita sem sendir upplýsingar frá sér jafnóðum
- Tæknilið fundar reglulega um þróun á slíkum búnaði

Erin Gormley, flugvélaverkfræðingur hjá NTSB sýnir tölvuflögu úr flugrita á fréttamannafundi sl. föstudag í Washington
Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að verið sé að skoða möguleika með flugrita sem streymir upplýsingum frá sér beint úr flugvél til jarðar gegnum gervihnött.
Eftir að malasíska farþegaþotan hvarf af radar hefur mikið verið rætt um hversvegna ekki sé til staðar tækni sem sendir upplýsingar jafnóðum beint úr flugrita svo hægt sé að finna týnda flugvél eða flak á auðveldari hátt í stað þess að leita í mörg ár að svarta kassanum.
Joe Kolly, hjá NTSB, segir að þessar spurningar vöknuðu fyrst eftir að það tók 2 ár að finna
svarta kassann úr Air France vélinni sem fórst yfir Atlantshafinu árið 2009.
Kolly segir að yfirmenn NTSB ásamt öðrum rannsóknarnefndum, Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO), framleiðendur á flugritum og flugfélög væru nú
þegar að skoða þær leiðir sem standa til boða til að koma upp með tækniaðferð sem gæti streymt
takmörkuðum flugupplýsingum jafnóðum úr flugvél.
"Það er starfsfólk og tæknilið á okkar vegum sem hittist reglulega á fundum þar sem
tækniatriði eru rædd og fundað um hvaða upplýsingar það eru sem við viljum að hægt
sé að streyma úr svarta kassanum", segir Kolly sem bendir á að flugiðnaðurinn sé stanslaust að ræða
hvað hægt sé að gera til að auka öryggið enn frekar.
Tæknin sjálf þegar til staðar
Á meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í þróuninni er kanadíska fyrirtækið FLYHT Aerospace Solutions
sem þróar upplýsingatækni sem tengir internet við gervihnetti sem 40 flugfélög í dag hafa nýtt
sér til að geta haft eftirlit með flugvélum sínum og fá lifandi upplýsingar um fluglag og stöðu véla sinna.
Ein leiðin sem kæmi til greina er þjónusta sem FLYHY hefur þróað sem kallast "Automated Flight Information Reporting System" þar sem
flugritar senda upplýsingar frá sér í neyðartilfellum.
Notkunin kostar 560 krónur á klukkustund á hverja vél
Um 11 milljónir króna kostar að koma kerfinu fyrir um borð í hverja flugvél og 560 krónur kostar
að nota kerfið fyrir hverja klukkustund sem flogin er.
Alls eru 350 flugvélar í dag með búnaðinn frá FLYHY og þ.á.m. vélar sem fljúga yfir mjög afskekt landsvæði
í heiminum á borð við Alaska, Kanada, Afríku, Afghanistan og Rússland.
Búnaðurinn leysir ekki af hólmi hefðbundna flugrita heldur er um viðbót að ræða þar sem búnaðurinn
er ekki hannaður til að standast flugslys.


9. febrúar 2018
|
Nítján farþegaþotur hjá Aeroflot af gerðinni Airbus A320 urðu fyrir skemmdum síðustu helgi í kjölfar mikillar snjókomu sem gekk yfir í Moskvu.

5. febrúar 2018
|
Enn og aftur er Qatar Airways óánægt með atriði er varðar nýja farþegaþotur sem félagið er að fá frá Airbus en félagið ákvað fyrir áramót að fresta afhendingum á Airbus A350-1000 þotunum.

6. mars 2018
|
Hópur þjófa í Brasilíu rændu fraktþotu Lufthansa Cargo skömmu fyrir brottför til Evrópu sl. sunnudag og höfðu með sér á brott tæpan hálfan milljarð króna í reiðufé.

20. apríl 2018
|
Svo gæti farið að Loftleiðir-Icelandic, dótturfélag Icelandair Group, muni eignast helmingshlut í flugfélaginu Azores Airlines á Asóreyjum.

20. apríl 2018
|
IAG, móðurfélag British Airways, hefur falið bandaríska bankanum JPMorgan til þess að undirbúa tilboð í norska flugfélagið Norwegian.

20. apríl 2018
|
United Airlines hefur undirritað samning um kaup á tuttugu notuðum farþegaþotum af gerðinni Airbus A319.

20. apríl 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi telja að flugmenn Antonov An-148 farþegaþotunnar frá Saratov Airlines, sem fórst skömmu eftir flugtak frá Domodedovo-flugvellinum í Moskvu þann 11. febrúar á þessu ári, h

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.