flugfréttir

NTSB skoðar flugrita sem sendir upplýsingar frá sér jafnóðum

- Tæknilið fundar reglulega um þróun á slíkum búnaði

31. mars 2014

|

Frétt skrifuð kl. 10:33

Erin Gormley, flugvélaverkfræðingur hjá NTSB sýnir tölvuflögu úr flugrita á fréttamannafundi sl. föstudag í Washington

Samgönguöryggisnefnd Bandaríkjanna (NTSB) segir að verið sé að skoða möguleika með flugrita sem streymir upplýsingum frá sér beint úr flugvél til jarðar gegnum gervihnött.

Eftir að malasíska farþegaþotan hvarf af radar hefur mikið verið rætt um hversvegna ekki sé til staðar tækni sem sendir upplýsingar jafnóðum beint úr flugrita svo hægt sé að finna týnda flugvél eða flak á auðveldari hátt í stað þess að leita í mörg ár að svarta kassanum.

Joe Kolly, hjá NTSB, segir að þessar spurningar vöknuðu fyrst eftir að það tók 2 ár að finna svarta kassann úr Air France vélinni sem fórst yfir Atlantshafinu árið 2009.

Kolly segir að yfirmenn NTSB ásamt öðrum rannsóknarnefndum, Alþjóðaflugmálastofnunin (ICAO), framleiðendur á flugritum og flugfélög væru nú þegar að skoða þær leiðir sem standa til boða til að koma upp með tækniaðferð sem gæti streymt takmörkuðum flugupplýsingum jafnóðum úr flugvél.

"Það er starfsfólk og tæknilið á okkar vegum sem hittist reglulega á fundum þar sem tækniatriði eru rædd og fundað um hvaða upplýsingar það eru sem við viljum að hægt sé að streyma úr svarta kassanum", segir Kolly sem bendir á að flugiðnaðurinn sé stanslaust að ræða hvað hægt sé að gera til að auka öryggið enn frekar.

Tæknin sjálf þegar til staðar

Á meðal þeirra fyrirtækja sem taka þátt í þróuninni er kanadíska fyrirtækið FLYHT Aerospace Solutions sem þróar upplýsingatækni sem tengir internet við gervihnetti sem 40 flugfélög í dag hafa nýtt sér til að geta haft eftirlit með flugvélum sínum og fá lifandi upplýsingar um fluglag og stöðu véla sinna.

Ein leiðin sem kæmi til greina er þjónusta sem FLYHY hefur þróað sem kallast "Automated Flight Information Reporting System" þar sem flugritar senda upplýsingar frá sér í neyðartilfellum.

Notkunin kostar 560 krónur á klukkustund á hverja vél

Um 11 milljónir króna kostar að koma kerfinu fyrir um borð í hverja flugvél og 560 krónur kostar að nota kerfið fyrir hverja klukkustund sem flogin er.

Alls eru 350 flugvélar í dag með búnaðinn frá FLYHY og þ.á.m. vélar sem fljúga yfir mjög afskekt landsvæði í heiminum á borð við Alaska, Kanada, Afríku, Afghanistan og Rússland.

Búnaðurinn leysir ekki af hólmi hefðbundna flugrita heldur er um viðbót að ræða þar sem búnaðurinn er ekki hannaður til að standast flugslys.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga