flugfréttir
Minna rætt um malasísku vélina á samfélagsmiðlum
- 92 prósent færri umræður á Twitter og fréttum fækkar til muna
Umræður um hvarf malasísku farþegaþotunnar eru í lágmarki þessa daganna á Twitter
Umtalið um leitina að malasísku farþegaþotunni hefur dregist saman til muna ef marka má þær stöðuuppfærslur sem hafa átt sér stað á samskipamiðlinum Twitter og það sama má segja um fréttaumfjöllun.
Samkvæmt grein á vefmiðlinum Mashable segir að á þeim 24 dögum síðan að malasíka
farþegaþota hvarf af radar hefur umræðan náð lágmarki. Síðastliðinn sunnudag voru
170 þúsund notendur sem minntust á flug MH370 á Twitter samkvæmt tölfræðilegum útreikningum frá fyrirtækinu Sysomos.
Um er að ræða 92% færri umræður frá því 24. mars þegar 2.3 milljónir Twitter-notenda deildu
skoðunum sínum um hvarfið þann dag sem forsetisráðherra Malaysíu tilkynnti að stærðfræðilegir útreikningar
frá breska gervihnattarfyrirtækinu Inmarsat bentu til þess að vélin hefði farist í Suður-Indlandshafi og að enginn
hefði lifað slysið af.
Þá hefur fréttaumfjöllun varðandi hvarf vélarinnar dregist saman um 64%. Þann 24. mars, er nýjar upplýsingar
frá gervitungli sýndu að vélin hefði farið í sjóinn í Indlandshafi, birtust um 35,715 fréttir um allan heim
um malasísku vélina en sl. sunnudag voru einungis 12.832 fréttir um vélina og rétt um 5.000 fréttir í gær, 31. mars.
Mjög lítið hefur komið fram af áreiðanlegum vísbendingum og virðist sem áhugi fólks á að fylgjast
með fréttum af leitinni hafi minnkað til muna frá því á fyrstu tveimur vikunum.
Kenningum um hvað varð af vélinni skiptir tugum, vísbendingar hafa verið margar, áreiðanlegar vísbendingar um afdrif vélarinnar
eru tvær sem hafa komið fram og sannanir eru engar enn sem komið er.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.