flugfréttir

Aprílgöbbinn í fluginu í gær

- Nýi Berlínarflugvöllurinn rifinn, flugferðir til Mars og "hot yoga" um borð

2. apríl 2014

|

Frétt skrifuð kl. 14:08

Flugfélagið Scoot sagðist ætla bjóða upp á "hot yoga" um borð á flugleiðinni frá Singapore til Hong Kong

Það fór ekki framhjá mörgum að í gær var 1. apríl og voru aprílgöbbin mörg þar sem m.a. flugfélög freistuðu þess að plata fólk upp úr skónum.

Best er að leiðrétta aprílgabb Alltumflug.is sem sagði í gær frá því að íslenska ferðafyrirtækið TREK Iceland væri að kynna flugferðir með loftbelg í sumar sem væri nýjung í ferðaþjónustu.

Sagt var frá því að verið væri að prófa loftbelginn út á Álftanesi þar sem fólki bauðst að mæta og fara í smá flugferð. Gabbið skal því hér með leiðrétt en vert er að taka fram að TREK Iceland er ferðafyrirtæki sem býður upp á ævintýraferðir um Ísland allan ársins hring.

Nýi Brandenburg-flugvöllurinn verður rifinn

Nokkrar útvarpsstöðvar í Berlín tóku sig saman í gær og sögðu að búið væri að ákveða að rífa niður nýja Brandenburg-flugvöllinn á kostnað skattgreiðenda þar sem of dýrt væri að halda áfram framkvæmdum við hann.

Sagt var að stjórn Brandenburg-flugvallarins hefði komið fram með tvo möguleika sem væri annað hvort rífa hann að hluta til eða að jafna hann alveg við jörðu og byrja framkvæmdir upp á nýtt.



Southwest kynnir flugferðir til Mars

Southwest Airlines sagði í gær að félagið hefði sett í sölu fyrstu farmiðina til reikistjörnunar Mars fyrir litlar 1,1 milljón króna. Félagið sagðist vera mjög stollt að geta boðið upp á flug til Mars þar sem mikill áhugi hefði verið fyrir því frá viðskiptavinum.



Liggjandi flugsæti í farangursgeymslum

Spirit Airlines kynnti í gær ný liggjandi lúxusflugsæti í farangursgeymslunum þar sem nóg pláss er til að teygja úr sér. Auglýst var að gegn vægu aukagjaldi mætti fá hlýtt teppi þar sem hitastig í farangursgeymslum er lægra en í farþegarými og einnig var möguleiki á að panta súrefnisgrímu fyrir 5.000 krónur og svefntöflur fyrir 17.000 króna aukagjald.

Persónulegur hitastillir fyrir hvern farþega

Virgin America kynnti í gær nýtt hitastillikerfi, "Total Temperature Control", þar sem hver farþegi átti að geta stjórnað sínu hitastigi til að auka þægindin enn frekar í háloftunum. Ef farþegi vildi fá svipað loftslag og hann væri í hitabeltislandi þá gat hann einfaldlega stillt á "Cancun Afternoon" stillingu



Flugvél með "Hot Yoga" um borð

Flugfélagið Scoot í Singapore kynnti í gær að félagið yrði fyrsta flugfélag heimsins til að bjóða upp á jóga-svæði um borð í vélum sínum á leiðinni frá Singapore til Hong Kong með því að stilla hitastigið í farþegarýminu upp í 40 gráður.



Farþegar beðnir um að taka "selfie" myndir af sér

Scandinavian Airlines (SAS) sagði í gær að félagið vildi auka virkni samfélagsmiðla meðal félagsins og bað alla farþega um að taka "selfie" myndir af sér við brottfararhliðið og deila myndunum á Netinu.



Brussels Airlines kynnti flug til Suðurskautslandsins

Brussels Airlines sagði að félagið hefði hafið vikulegt flug frá Brussel til Suðurskautslandsins með millilendingu í Luanda í Angóla sem væri nauðsynlegt til að fylla á eldsneyti og skipta um áhöfn.

Einnig kynnti félagið þá búninga sem flugliðar félagsins myndu klæðast vegna kuldans á Suðurskautslandinu







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga