flugfréttir
Ocean Shield nær aftur að greina hljóðmerkin í sjónum
- Angus Houston bjartsýnn á að vélin finnist núna
Ocean Shield náði aftur að greina hljóðmerki í nótt sem talin eru vera frá svörtu kössum malasísku farþegaþotunnar
Ástralska skipinu Ocean Shield tókst í gær að greina aftur þau hljóðmerki sem skipið nam sl. sunnudag sem gæti verið frá svarta kassa malasísku farþegaþotunnar.
Angus Houston, sá sem stjórnar leitaraðgerðunum frá samhæfingarstöðinni í Perth, sagði í morgun á blaðamannafundi
að þetta væru góðar fréttir sem bentu til þess að neyðarsendir svörtu kassanna væri sennilega enn að senda
frá sér merki þrátt fyrir að rafhlöðurnar ættu að vera orðnar tómar.
Houston sagði að sérfræðingar væru búnir að komast að því að þessi hljóðmerki væru ekki að koma frá lífverum og
sjávarspendýrum í sjónum sem gæfi góða von.
"Ég er bjartsýnn á það að núna finnum við flugvélina eða það sem eftir er af henni", sagði Houston.
Ocean Shield náði tvisvar sinnum í gær að greina hljóðmerkin, í annað skiptið í sjö mínútur og í 5 mínútur í seinna skiptið
en bæði greindust þau á tíðninni 33.331 kHz.
Verið er að þrengja svæðið enn frekar áður en hægt verður að hefja neðansjávarleit með kafbátavélmenninu Bluefin-21.
"Því betur sem Ocean Shield tekst að staðsetja hljóðmerkin þeim mun auðveldara verður fyrir kafbátavélmennið
að leita að flaki vélarinnar", sagði Houston.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.