flugfréttir
Nýju hljóðmerkin í gær höfðu dofnað frá því um helgina
- Uppljóstrarinn Jim Stone segir að leitin af svörtu kössunum sé "sýning"
Ástralska skipið Ocean Shield á leitarsvæðinu
Talið er næsta víst að hljóðmerkin sem ástralska skipið Ocean Shield náði að greina sl. sunnudag og aftur í gær séu að koma frá manngerðum búnaði.
"Ég get ekki ímyndað mér hvað annað ætti að vera þarna í sjónum sem væri að gefa frá sér þessi merki", sagði
Mark Matthews, yfirmaður yfir herdeild bandarískja sjóhersins sem stjórnar leitaraðgerðunum með Towed Pinger Locator búnaðinum en hann
nefndi einnig að sennilega séu hljóðmerkin að koma frá staðsetningu sem er innan 18 kílómetra radíus.
Nauðsynlegt er fyrir skipið Ocean Shield að safna eins miklum upplýsingum til viðbótar eins og hægt er til að
þrengja leitarsvæðið niður áður en neðansjávarleit hefst.
Nýjustu hljóðmerkin sem greindust í gær voru mun veikari en þau sem skipið náði að nema sl. sunnudag sem þýðir annaðhvort
að skipið hafi verið lengra í burtu í seinna skiptið eða að rafhlöðurnar séu að tæmast hægt og rólega.
"Eftir að búið er að njörva niður leitarsvæðið þá gæti það verið spurning um nokkra daga hvenær við finnum eitthvað", sagði
Angus Houston, sem stjórnar leitaraðgerðunum.
Allt bendir til þess að kafbátavélmennið Bluefin-21 verði sett ofan í sjóinn þegar nægilegar upplýsingar eru komnar
um áreiðanlega og nákvæma staðsetningu en Bluefin-21 er sex sinnum lengur að leita en Towed Pinger Locator og
nær að skanna aðeins um 100 metra í einu. Þá nær myndavélabúnaðurinn aðeins að sjá nokkra metra fram fyrir sig.
Samsæriskenningar blása á sögusagnir um hljóðmerki úr sjónum
Nýjustu samsæriskenningar blása á þær fréttir að verið sé að finna svarta kassann af vélinni. Uppljóstrarinn Jim Stone hvetur á vefsíðu sinni fólk til að trúa ekki fréttum um hversu erfiðlega gengur
að finna hvaðan hljóðmerkin koma.
Jim Stone starfaði áður fyrir bandarísku þjóðaröryggisstofnuna (NSA) í Maryland en hefur upp á síðkastið ljóstrað upp um stofnunina á ýmsum vefsíðum.
Stone segir að F-16 orrustuþota væri í 4 klukkustundir t.a.m. að fljúga á staðinn frá Diego Garcia-flugvellinum
á hraðanum Mach 2 og gæti hún, með aðstoð gervitungls, fundið staðsetninguna á mjög stuttum tíma.
Stone nefndir að þetta sé allt ein allsherjar "sýning" og voru þessar tvær vikur akkurat sá tími sem "þeir" þurftu til að kaupa sér til að leita áður en þeir gætu sagt að rafhlöðurnar væri því miður orðnar tómar.
"Bandaríska þjóðaröryggisstofnunin hefur svo öfluga gervihnetti að þeir gætu fundið þig ef þú værir týndur í óbyggðum - Ef vekjarinn á úrinu þínu færi í gang eða eitthvað bíp-merki þá væri það nóg til að koma upp um þig", segir Stone.
"Ég hef unnið fyrir NSA í háttsettari stöðu en Edward Snowden. Þeir hafa svö öfluga útvarpssjónauka í geimnum sem
eru svo næmir að ef þú ert að ganga út á landi, fjærri byggðum langt frá rafsegulsbylgjum og öðrum hávaða frá stórborgum, þá myndi aðeins
tikk í úrinu þínu koma upp um þig og það sama má segja um ef þú værir með útvarp og myndir kveikja á því og fara stilla milli stöðva".
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.