flugfréttir
Malaysía neitar fréttum um að hringt hafi verið úr vélinni
Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malaysíu
Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malaysíu, þvertekur fyrir þær sögusagnir um að aðstoðarflugmaður malasísku farþegaþotunnar, Fariq Abdul Hamid, eigi að hafa reynt að hringja úr farsíma sínum úr flugvélinni eins og fram hefur komið í mörgum fjölmiðlum í gær.
Hussein sagði að samt sem áður þá væru slíkar sögusagnir teknar með í reikninginn og sé það hlutverk
lögreglu og rannsóknaraðila að athuga hvort að grundvöllur sé fyrir frekari rannsókn og verði það tekið
fyrir þegar réttur tími gefst til þess.
Hussein sagði að enn væri verið að rannsaka fjóra þætti varðandi hvarf vélarinnar sem eru möguleg sjálfsmorðstilræði, flugrán, gerðræn vandamál meðal farþega og persónuleg vandamál meðal
einhvers um borð.
Í dag hafa tvær leitarflugvélar og fjórtán skip leitað að vélinni og þ.á.m. breska herskipið HMS Echo sem hefur verið að störfum
allan sólarhringinn en það skip hefur vistir og birgðir til að vera við sólarhringsleit í 2 mánuði samfleytt.
HMS Echo hefur unnið að því nótt og dag að hlusta eftir frekari hljóðmerkjum frá svörtu kössunum sem hafa ekki heyrst
síðan sl. þriðjudag en talið er mjög sennilegt að rafhlöðurnar séu tómar sem sé ástæða þess að engin frekari hljóðmerki
hafi komið fram.
Vonast eftir einu eða tveimur hljóðmerkjum til viðbótar
Fjórum sinnum náðist að greina sterk hljóðmerki úr sjónum á leitarsvæðinu í seinustu viku en núna hafa engin frekari
merki komið fram í fimm daga en leit heldur samt áfram og er m.a. leitað að mögulegu braki úr vélinni sem
væri þá búið að reka hundruði kílómetra vegalengd á sjónum.
Þegar ljóst er orðið að von um frekari hljóðmerki er úti þá verður gripið til þess ráðs að senda kafbátarvélmenni ofan í sjóinn.
Flugsérfræðingurinn, Geoffrey Thomas, segir að verið sé að vonast til þess að það komi eitt hljóðmerki til viðbótar
svo hægt sé að nota þríhyrningaðferð til að þrengja svæðið enn frekar.
"Það eru 37 dagar síðan að vélin hvarf. Rafhlöðurnar eiga að endast í 30 daga en geta endst í allt að 40 daga. Þeir
eru að vonast eftir einu hljóðmerki til viðbótar", segir Thomas.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.