flugfréttir
Ætla að gefa út dánarvottorð þeirra farþega sem voru um borð
- Mikil reiði meðal aðstandenda sem trúa margir að ættingjar þeirra séu á lífi

Fjölskyldur og aðstandendur þeirra farþega sem voru um borð í vélinni
Mikil reiði hefur brotist út eftir að malasísk stjórnvöld lýstu því yfir að til stendur að gefa út dánarvottorð þeirra farþega sem voru um borð í malasísku farþegaþotunni svo hægt sé að hefja fjárhagsaðstoð til aðstandenda.
Aðstandendur farþeganna hafa neitað að samþykkja og taka þátt í viðræðum varðandi það ferli þar sem fjölskyldurnar
hafa enn von um að kraftaverk gæti átt sér stað og telja ýmsir að ættingjar þeirra séu enn á lífi. Einnig hafa margir
sakað ríkisstjórn landsins um að leyna upplýsingum fyrir almenningi um afdrif vélarinnar og trúa því að vélinni
hafi verið rænt.
Malasísk stjórnvöld segja að dánarvottorð opni dyrnar af því að hægt sé að veita fjölskyldum og aðstandendum
aðstoð og einnig til að hefja málaferli á hendur flugfélagsins eða flugvélaframleiðandans.
Sex vikur eru síðan að farþegaþotan hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking og hafa engar sannanir komið
fram hvort vélin hafi farist og hefur leitin að vélinni einungis miðast við útreikninga og kenningar enn sem komið er.
Ekki hefur verið hægt að framkvæma kortlagningu á hafsbotninum í dag með sjálfvirka kafbátavélmenninu Bluefin-21
vegna slæms veðurs þar sem hitabeltisstormurinn Jack gengur nú yfir leitarsvæðið.


4. desember 2018
|
Flugmálayfirvöld í Rússlandi rannsaka nú annað atvik sem átti sér stað á Sheremetyevo-flugvellinum í Moskvu þann 29. nóvember sl. er manneskja fannst látinn á flugbraut eftir að hafa orðið fyrir farþ

3. desember 2018
|
Yuji Akasaka, forstjóri Japan Airlines, hefur ákveðið að lækka laun sín um 20 prósent næstu þrjá mánuðina í þeim tilgangi til að afsaka fyrir atvik er flugstjóri einn hjá félaginu var stöðvaður rétt

8. janúar 2019
|
Í desember náði Boeing þeim áfanga að tvöþúsundasta Boeing 777 þotan var pöntuð og er um heimsmet að ræða þar sem engin breiðþota hefur náð að seljast í eins mörgum eintökum.

16. febrúar 2019
|
Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.