flugfréttir
Leit með kafbátnum Bluefin-21 fer að ljúka

Sjálfvirka kafbátavélmennið Bluefin-21 hefur nú farið í 12 neðansjávarleiðangri til að kortleggja hafsbotninn
Sjálfvirka kafbátavélmennið Bluefin-21 er nú búið að kortleggja 90% af hafsbotninum á því hringlaga svæði sem kemur helst til greina sem sá staður þar sem talið er að malasíska faregaþotan hafi brotlent.
Bluefin-21 hefur nú farið í 12 leiðangra niður á hafsbotninn og hefur enn ekkert undarlegt komið fram á hafsbotninum
sem gæti verið flak vélarinnar pg er því mikill möguleiki á að aðgerðinni muni ljúka án árangurs.
Bluefin-21 gefur frá sér bylgjur sem endurkastast frá hafsbotninum sem framkallar myndrænar upplýsingar
af því hvernig botninn lítur út en ef flak vélarinnar væri þar að finna myndi það strax koma fram á skjám hjá þeim
sem taka við og greina upplýsingarnar í þessari aðgerð sem staðið hefur í tvær vikur.
Þá hefur samgönguöryggisnefnd Ástralíu (ATSB) sagt að ekki séu líkur á að málmhluturinn, sem skolaði
á land við vesturströnd Ástralíu, tilheyri vélinni.
Alþjóðlegur rannsóknarhópur í Malaysíu mun breyta vinnuaðferðum og verður tilkynnt í næstu viku hver næstu
skrefin eru en rannsóknin mun taka á sig aðra mynd þar sem hópurinn ætlar sér að útiloka þær kenningar sem koma ekki til greina og huga að öllum
þeim atriðum sem gætu mögulega hafa orsakað hvarf vélarinnar.


5. febrúar 2019
|
Bandaríska flugfélagið Southwest Airlines flaug í dag sitt fyrsta flug til Hawaii-eyja en ekki er um áætlunarflug að ræða heldur sérstakt tilraunaflug og eru engir farþegar um borði í vélinni.

4. desember 2018
|
Stjórn Icelandair Group hefur gengið frá ráðningu Boga Nils Bogasonar í starf forstjóra fyrirtækisins. Bogi Nils hefur verið starfandi forstjóri Icelandair Group frá því í lok ágúst síðastliðinn.

31. janúar 2019
|
Boeing segir að sú dagsetning nálgist nú óðum sem að tilkynnt verður formlega um nýja tegund farþegaþotu sem er ætlað að uppfylla kröfur markaðarins um meðalstóra þotu, betur þekkt sem Boeing 797.

16. febrúar 2019
|
Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.