flugfréttir

Ellefu hryðjuverkamenn yfirheyrðir í tengslum við hvarf vélarinnar

- Malasísk yfirvöld segja handtökurnar ekki tengjast hvarfinu á nokkurn hátt

5. maí 2014

|

Frétt skrifuð kl. 05:56

Malasíska farþegaþotan sem leitar hefur verið af síðan 8. mars

Yfirvöld í Malaysíu neita því yfirheyrslur hafi farið fram yfir ellefu aðilum sem tengjast sem tengjast hryðjuverkasamtökunum Al Qaeda vegna hvarfs malasísku farþegaþotunnar.

Fram hefur komið í fréttum að 11 aðilar, sem eru með tengls við hryðjuverkasamtökin, voru handteknir í síðustu viku í Kuala Lumpur og yfirheyrðir í kjölfarið í gær en aðilarnir, sem eru á aldrinum frá 22 ára til 55 ára, eru meðlimir í "nýjum hryðjuverkasamtökum".

Hryðjuverkahópurinn er sagður hafa verið yfirheyrðyr eftir að beiðni kom frá alþjóða rannsóknarhópnum, sem rannsakar hvarfið, og þ.á.m. fór bandaríska alríkislögreglan FBI og breska leyniþjónustan M16, fram á yfirheyrslurnar.

Ónafngreindur meðlimur, sem starfar fyrir hryðjuverkaöryggisstofnun malasísku ríkisstjórnarinnar, sagði: "Möguleikinn á því að vélinni hafi verið rænt er enn mjög ofarlega á listanum hjá okkur".

Hópurinn, sem hefur verið yfirheyrðyr, hefur lýst því yfir að hann hafi ekki komið nálægt hvarfi flugs MH370. Þrátt fyrir þessar upplýsingar þá segir Khalid Abu Bakar, lögreglustjórinn í Kuala Lumpur: "Handtökurnar á þessum aðilum hafa ekkert að gera með týndu flugvélina".

Uppljóstrari Al Qaeda greindi frá því í mars að tilræði hefði verið í undirbúningi í Malaysíu

Uppljóstrari kom fram í fjölmiðlum, nokkrum dögum eftir að malasíska farþegaþotan hvarf, með frásögn um að hópur Íslamista í Malaysíu hafi ætlað sér að skipuleggja rán á farþegaþotu með hryðjuverkin í Bandaríkjunum árið 2001 sem fyrirmynd.

Uppljóstrarinn, Saajid Badat, sem er múslimi, fæddur í Bretlandi, hlaut 13 ára dóm árið 2005 fyrir sinn hlut í skósprengjutilræði, ásamt Richard Colvin Reid, en þeir gerði tilraun til að sprengja upp vél American Airlines á leið frá Miami til Parísar í desember árið 2001.


Saajid Badat hlaut 13 ára fangelsisdóm fyrir aðild sína að skósprengjutilræðinu árið 2005 en hann sagði í mars að hann hefði verið látinn afhenda sambærilega skósprengju til hryðjuverkamanna sem ætluðu að ræna flugvél í Malaysíu

Badat, sem hefur haft tengsl við hryðjuverkasamtökin al-Qaeda og er í felum í Bretlandi, greindi frá því skömmu eftir að vélin hvarf, í myndbandsupptöku, að fjórir til fimm malasískir karlmenn hefðu verið að skipuleggja að taka yfir stjórn á farþegaþotu með því að sprengja upp dyr flugstjórnarklefann með sprengjuefni sem þeir sögðust ætla að fela í skóm sínum - einn þeirra var eitt sitt flugmaður.

Babad segir að honum hafi verið skipað að afhenda skósprengju til malasísku Íslamistanna þegar hann var í Afghanistan. "Ég held að það hafi verið til að opna stjórnklefann", sagði Badat sem bendir á að sá sem stjórni þessu sé Khalid Sheikh Mohammed, einn af arkitektunum bakvið árásina á Tvíburaturnana.

Samkvæmt frásögn Babad hafi Mohammed haldið utan um lista yfir hæstu byggingar í heimi og telur hann möguleika á að Petronas-turnarnir í Kuala Lumpur hafi átt að vera eitt skotmarkið en þær byggingar eru eitt af einkennismerkjum borgarinnar og væru þær hæstu byggingar heims frá árinu 1998 til ársins 2004.

Prófessor Anthony Glees, yfirmaður á þjóðaröryggis- og upplýsingarannsóknasviði hjá Buckingham-háskóla, sagði skömmu eftir að greint var frá þessu að þessi frásögn útskýri ástæðuna hversvegna malasísk stjórnvöld höfðu verið svona rög við að segja sannleikann frá því að vélin hvarf.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga