flugfréttir

Bresk kona telur sig hafa séð MH370 í ljósum logum er hún var á siglingu yfir Indlandshaf

3. júní 2014

|

Frétt skrifuð kl. 13:06

Katherine Tee um borð í skútunni á leið frá Indlandi til Taílands

Bresk kona telur sig hafa séð malasísku farþegaþotuna á flugi í ljósum logum skammt vestur af Malaysíu-skaganum, nóttuna sem vélin hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking.

Katherine Tee, sem er 41 árs, hefur verið á siglingu frá Cochina á Indlandi til Phuket í Taílandi á skútu ásamt eiginmanni sínum en þau lögðu af stað frá Indlandi þann 10. febrúar og komu þann 10. mars í höfn í Phuket.

Katherine var ein upp á dekki að horfa á stjörnurnar á meðan eiginmaður hennar var sofandi inn í bát þegar hún sá það sem hún telur hafa verið flugvél í ljósum logum.

"Ég var ein úti og maðurinn minn var sofandi inn í bát þegar ég sá eitthvað sem leit út eins og flugvél sem var alelda - eða það er það sem mér sýndist ég sjá - Þetta vakti athygli mína því ég hef aldrei séð svona áður. Þetta var eins og appelsínugult og skært eins og eldur og það var reykur sem fylgdi með", segir Katherine sem sagði að hún hefði einnig séð tvær aðrar flugvélar á næturhimninum en þessi hafi flogið töluvert lægra.

"Það voru tvær aðrar vélar á sama tíma að fljúga í öfuga átt. Þær vélar höfðu venjuleg ljós og ég hugsaði að ef þetta væri í alvöru eldur þá myndu hinar vélarnar sennilega tilkynna það".

"Hún kom aftan að okkur úr norðri en þegar ég leit aftur þá hafði vélin breytt um stefnu og haldið til suðurs frá okkur".

Frétti af malasísku farþegaþotunni tveimur dögum eftir hvarfið

Katherine sagði að hún hefði ekki sagt eiginmanni sínum frá þessu þar sem siglingin hefði tekið sinn toll af hjónabandi þeirra og þau varla talast við í viku en er þau komu í land í Phuket þann 10. mars þá fyrst frétti hún af malasísku farþegaþotunni. "Ég hélt að þetta myndi ekki breyta neinu að segja frá því sem ég sá því það voru þegar margir sem sögðust hafa séð flugvélina eða komið auga á hana á gervitunglamyndum og svo gerði ég ráð fyrir að þeir myndu ná að rekja vélina með GPS eða einhverju slíku".

"Mér datt ekki í hug einu sinni að senda út neyðarkall því þá liti ég út eins og auli ef það sem ég sá hefði verið ekkert merkilegt".

Sagði frá atvikinu fyrst á spjallsíðu um siglingar

Það var ekki fyrr en sl. laugardag að Katherine frétti af skipi sem var við leit af MH370 á Andaman-hafi að hún fór að skoða upplýsingar úr GPS-inum í bátnum en hún og eiginmaður hennar báru saman leiðin sem þau höfðu siglt við þá flugleið sem malasíska farþegaþotan átti að hafa tekið til vesturs út á Malacca-sundið.

Á meðfylgjandi mynd má sjá siglingarleiðina sem hún og eiginmaður hennar sigldu (græna línan) samanborið við flugleið malasísku vélarinnar (fjólubláa línan) en Katherine setti inn skjáskot af siglingarleiðinni úr GPS-tækinu á spjallsíðuna Cruise Forum sem er fyrir siglingarfólk.

Marc Horn, eiginmaður Katherine, birti siglingarleiðina þeirra sem hefur verið borin saman við slóð malasísku farþegaþotunnar

Kortið sýnir að hjónin voru á sama stað er malasíska vélin átti að hafa flogið yfir en ekki er enn fullvitað hvort þetta hafi verið nákvæmlega á sama tíma.

Yfirvöld komust að því að vélin hefði flogið þessa leið er upplýsingar voru skoðaðar úr frumratsjá malasíska flughersins og því næst var reiknað úr frá upplýsingum úr gervihnetti að vélinni hefði verið flogið því næst lengst suður í Indlandshaf.

Hjónin hafa sent skýrslu um málið til samhæfingardeild leitarinnar í Ástralíu en Katherine segir að hún vildi óska þess að hún hefði brugðist fyrr við.

Annað kort sem sýnir að leið bátsins og malasísku flugvélarinnar skárust um 150 kílómetra norður af Súmötru



Margir hafa sett sig í samband við Katherine eftir að hún birti frásögn sína en samkvæmt vefsíðunni Cruisers Forum eru margir sem hafa aðstoðað hana varðandi hvernig og við hvern væri best að setja sig í samband við.

"Ég hef allavega haft samband við viðeigandi yfirvöld - Ég trúi því ekki hverju ég sá svo afhverju ættu þeir að trúa því", segir Katherine sem vonast til að þetta gæti útskýrt eitthvað hvað gerðist.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga