flugfréttir
Telja að lágtíðnihljóð frá hafsbotni gæti hafa komið frá MH370
- Vísindamenn munu á morgun birta upptöku af neðansjávarhljóði
Lágtíðnihljóðin greindust með neðansjávarhljóðnemum
Vísindamönnum við Curtin-háskólann í Perth í Ástralíu hefur tekist að greina undarlegt hljóð neðansjávar í Indlandshafi sem gæti mögulega hafa komið frá malasísku farþegaþotunni en hljóðupptakan verður birt á morgun.
Um er að ræða lágtíðnihljóð sem greindust með neðansjávarhljóðnemum á hafsbotni sem eru m.a. notaðir til
að greina hljóðbylgjur ef gerðar eru tilraunir með kjarnorkusprengju neðansjávar.
Nokkrir hljóðnemar hafa náð að greina lágtíðni hljóð sem gæti hafa komð fram er malasíska farþegaþotan skall í sjóinn
eða er vélin lenti niður á hafsbotni eftir að hafa sokkið en vísindamenn hafa rannsakað
þessi hljóð í nokkrar vikur.
Alec Duncan, hjá hafrannsóknarstofnun Ástralíu, sagði að lágtíðnihljóð berist langar leiðir í vatni og er hægt að greina
hljóðbylgjur frá þeim í fleiri þúsund kílómetra fjarlægð en slík hljóð berast allt að 1,5 kílómetra á sekúndu.
Martin Dolan, yfirmaður rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu, efast samt um að þessi hljóð hafi komið frá malasísku farþegaþotunni og er ekki talið að þessi uppgötvun muni breyta leitarsvæðinu.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.