flugfréttir
100 dagar frá því MH370 hvarf - Ný bók á leiðinni sem mun koma fólki á óvart
- Atvinnuflugmaður og rithöfundur segir að MH37 tengist ekki flugslysi

100 dagar eru í dag frá því að malasíska farþegaþotan hvarf
Í dag eru 100 dagar frá því að malasíska farþegaþotan hvar aðfaranótt 8. mars í vor yfir Taílands-flóa á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking sem flug MH370.
Najib Razak, forsetisráðherra Malaysíu, sagði í ávarpi í dag að Malaysía væri enn staðráðin í að halda leitinni
að vélinni áfram en þrátt fyrir mikla leit sem stóð yfir úr lofti, á sjó og neðansjávar, hefur ekki eitt einasta brak fundist af vélinni.
Fjölmargar vísbendingar komu fram við byrjun leitarinnar sem féllu allar um sjálft sig og hafa á þessum 100 dögum ekki komið fram neinar haldbærar
vísbendingar, brak né sönnunargögn sem benda til þess að vélin hafi farist
Einu vísbendingarnar sem taldar eru vera þær sterkustu eru upplýsingar frá gervitungli en útreikningar á þeim gögnum
eru talin benda sterklega til kynna að vélin hafi flogið lengst suður í Indlandshaf, orðið uppiskroppa með eldsneyti
og farist í sjóinn lengst vestur af ströndum Ástralíu.
Leitin er orðin sú dýrasta sem um getur en í augnablikinu er hlé hefur verið gert á leitinni og verið að undirbúa næstu lotu sem mun
hefjast í ágúst en þá verða einkafyrirtæki, sem búa yfir háþróuðum og öflugri búnaði, fengin til að leita
að vélinni í Suður-Indlandshafi.
Rithöfundur og atvinnuflugmaður segir að MH370 var ekkert slys
Út mun kom bók á næstunni sem kallast "Good Night Malaysian 370: The truth behind the loss of Flight 370" en bókin
er skrifuð af nýsjálenska rithöfundinum Ewan Wilson sem einnig er atvinnuflugmaður og blaðamanninum Geoff Taylor, en þeir segja að bókin muni koma fólki verulega á óvart þar sem þeir notuðu útilokunaraðferðina við að komast að líklegustu orsökinni um hvarf vélarinnar en báðir rithöfundarnir telja að ekki hafi verið um slys að ræða heldur þaulskipulagt tilræði.

Ewan Wilson og Geoff Taylor segja að nýja bókin, sem þeir eru að fara
gefa út, muni koma fólki verulega á óvart
"Í fyrsta sinn þá birtum við skipulagða greiningu á hvert vélin flaug og hver var sennilegast við stjórnvölin er vélin flaug þessa ótrúlegu leið og förum ofan í saumanna á því hver er líklegasta orsökin um afdrif hennar en bókin byrjar á því að segja frá aðstæðum þann 7. mars á flugvellinum í Kuala Lumpur", segir Ewan Wilson, sem er þekktur í Nýja-Sjálandi
fyrir að hafa átt og stofnað lágfargjaldafélagið Kiwi Travel International Airlines.
Rithöfundarnir tveir, Wilson og Taylor, ferðuðust m.a. til Malaysíu vegna gerð bókarinnar þar sem þeir dvöldu
í yfir mánuð og tóku viðtöl
við yfirvöld, fjölskyldumeðlimi og einnig ræddu þeir við fjölskyldu flugstjórans, Zaharie Ahmad Shah.
Taylor segir að yfirvöld hafi ekki verið fús til þess að segja sannleikann. "Í virðingarskyni við ættingja þá er nauðsynlegt að
sannleikurinn komi í ljós - Það sem gerðist við flug MH370 er ekkert slys. Þetta var viljandi gert og allt reiknað út og þetta hefði
aldrei átt að geta gerst og sé það á ábyrgð stjórnvalda að koma hreint fram í virðingarskyni við ættingja og
segja sannleikann".
Malasíski samgönguráðherrann, Hishammuddin Hussein, sagði í dag að hvarf vélarinnar hefði skilið eftir sig sársaukafullt skarð
í hjörtum íbúa Malaysíu og fólks annars staðar í heiminum og yrði ekkert gefið eftir í leitinni


6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.