flugfréttir
MH370: Telja að malasíska vélin hafi verið á sjálfstýringu er hún fórst
- Yfirvöld í Ástralíu kynna formlega nýja leitarsvæðið

Warren Truss, varaforsetisráðherra Ástralíu, kynnir nýja leitarsvæðið á blaðamannafundi í nótt
Yfirvöld í Ástralíu hafa formlega kynnt nýtt leitarsvæði sem búið er að skipuleggja fyrir næstu lotu í leitinni að malasísku farþegaþotunni sem hvarf á leið frá Kuala Lumpur til Peking þann 8. mars í vor.
Áströlsk stjórnvöld birtu í dag 64 blaðsíðna skýrslu þar sem fram kemur m.a. að mælt er með því að leitin skulu fara
fram á svæði í Suður-Indlandshafi sem er 60 þúsund ferkílómetrar að stærð en svæðið er í um 1.800 kílómetra fjarlægð vestur
af Ástralíu og liggur með fram hinum sjöunda hringboga svokallaða og er mun sunnar en þar sem leitað var fyrst.
Appelsínugula á kortinu sýnir hvar nýja leitarsvæðið er
Þá segir einnig í skýrslunni að allt bendi til þess að malasíska farþegaþotan hafi verið á sjálfstýringu er hún fórst í hafið
þar sem ekki er talið að hún hefði geta flogið svona beint alla þessa leið ef miðað er við þá útreikninga sem gerðir
voru á því hvar vélin var í hvert skipti er hún sendi frá sér merki til gervitunglsins Inmarsat-3.
"Það er mjög mjög sennilegt að vélin hafi verið á autopilot því annars hefði hún ekki geta flogið þessa leið
sem hefur verið reiknuð út út frá gögnum frá gervitunglinu", segir Warren Truss, varaforsetisráðherra Ástralíu.
Leitin að vélinni mun því færast sunnar en leitað hafði verið áður en búið var að tilkynna fyrir um viku síðan
áætlanir um að færa leitarsvæðið sunnar en beðið hefur verið eftir að sérfræðingar myndu ljúka við að gera nákvæma
útreikninga fyrir skýrsluna á nýja leitarsvæðinu sem birt var í dag.
Telja að síðasta merkið hafi komið rétt áður en vélin fór að lækka til brotlendingar á hafi
Nýja leitarsvæðið mun einblína á sjöunda hringbogann í samræmi við þá flugstefnu sem talið er að vélin
hafi flogið þegar hún gaf frá sér síðasta merkið til gervitungls.
Útreikningar sérfræðinga gera ráð fyrir að vélin hafi flogið eftir sjöunda hringbogann og þverað hann þegar vélin
gaf frá sér seinustu merkin til gervitunglsins er kallast "handshake" þar sem vélin lét vita af sér á klukkutíma fresti að
hún væri á flugi.
Síðasta merkið sem vélin gaf frá sér var hinsvegar aukamerki sem var ekki eitt af þeim reglulegum merkjum sem vélin
gaf frá sér og er talið að vélin hafi þá verið búin með allt eldsneytið um borð. Þar af leiðandi hafi aukaaflstöð
farið í gang í kjölfar þess hafi vélin reynt inn skrá sig aftur inn á gervitunglið.
Undir venjulegum kringumstæðum hefði átt að eiga sér stað frekari gagnasamskipti milli vélarinnar og gervitungslins en
þar sem svo var ekki telja sérfræðingar að ballið hafi verið búið og vélin á leiðinni niður.
Hópur sérfræðinga hafa komist af þessari niðurstöðu og kemur fram að þetta sé ekki niðurstaða eins fyrirtækis
eða Inmarsat eingöngu.


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.