flugfréttir
MH370: Telja súrefnisskort um borð sennilegustu orsök hvarfsins
Eftir viðamikla og flókna útreikninga hafa sérfræðingar reiknað út leitarsvæði sem kemur sterklega til greina
Rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu hefur komið fram með tilgátur sem talin er vera sennilegasta orskin fyrir hvarfi malasísku farþegaþotunnar þar sem sagt er að allt bendi til þess að flugmennirnir hafi orðið fyrir súrefnisskorti sem hafi látið vélina fljúga stjórnlausa suðureftir Indlandshafi á sjálfstýringu.
Súrefniskenningin kom fram nokkrum dögum eftir að farþegaþotan hvarf en hún hefur samt aðeins verið ein af þeim fjölmörgu
kenningum sem komið hafa fram.
Í skýrslu sem áströlsk yfirvöld birtu í dag eru taldar fram mögulegar aðstæður sem gætu hafa komið upp og bornar
saman við sambærilega atvik sem áður hafa átt sér stað í farþegaflugi.
Sambærileg atvik sem talin eru fram
Í skýrslunni eru talin fram a.m.k. sjö flugslys þar sem flugvélar fórust þar sem flugmenn höfu misst stjórn á vélinni
og þ.á.m. vegna súrefnisskorts. Tekið er fram flugslys er Learjet-einkaþota fórst í South Dakota í Bandaríkjunum
árið 1999 sem er talið hafa orsakast þar sem flugmennirnir misstu meðvitund vegna súrefnisskorts en vélin var þá komin
í 49.000 fet en áætluð flughæð vélarinnar átti að vera 39.000 fet.
Einnig átti sér stað flugslys í Grikklandi árið 2005 þar sem loftþrýstingur féll niður um borð í farþegaþotu
frá Helios Airways með þeim afleiðingum að flugmenn vélarinnar misstu meðvitund og flaug vélin viðstöðulaust áfram í
grískri lofthelgi uns hún varð eldsneytislaus, rétt áður en hún flaug á hlíð fjalls skammt norður af Aþenu.
Sendu aldrei út neyðarkall
Í skýrslunni, sem telur alls 64 blaðsíður, telur rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu að út frá þeim upplýsingum sem vitað er um flug vélarinnar, og sé tekið
með í reikninginn að áhöfn sendi aldrei út neyðarkall eða gripu ekki inn í til að koma í veg fyrir að vélin flaug stjórnlaus
suður í Indlandshafi, bendi allt til þess að flugmennirnir hafi misst meðvitund vegna súrefnisskorts.
Warren Truss, varaforsetisráðherra Ástralíu, kynnir nýja leitarsvæðið
á blaðamannafundi í nótt
Einnig segir að þrátt fyrir að súrefnisskortur sé talin líklegasta orsökin þá er þeirri kenningu fleygt fram einungis
til að átta sig á aðstæðum til að reikna út nákvæmara leitarsvæði og sé ekki víst að rannsónarnefnd flugslysa eigi
eftir að komast að sömu niðurstöðu síðar.
Rannsóknarnefndin segir að séfræðingar telji sennilegast að vélin hafi verið á sjálfstýringu allan tímann og að ómögulegt
hefði verið annars fyrir vélina að fljúga eins þráðbeint niður eftir Indlandshafi og talið er að hún hafi gert sé miðað við þá útreikninga sem gerir hafa verið út frá upplýsingum frá gervihnettinum Inmarsat-3.
Spurningin hversvegna vélin breytti um stefnu samt enn ósvarað
Samt sem áður er stóru spurningunni enn ósvarað sem er hversvegna farþegaþota á leið til norveðsturs til Peking flaug af leið, fyrst til vesturs og svo beint til suðurs, í þveröfuga átt við upphaflega flugleið. Talið er að það sé það næsta sem reynt veður að varpa ljósi á.
Formlega leit að vélinni mun hefjast að nýju í ágúst en yfirvöld í Ástralíu kynntu í dag
nýtt leitarsvæði sem búið er að skipuleggja fyrir næstu lotu í leitinni að malasísku farþegaþotunni þar sem
mælt er með því að leitin skulu fara fram á svæði í Suður-Indlandshafi sem er 60 þúsund ferkílómetrar að stærð.
Um er að svæði sem búið er að leita á en einungis úr lofti en að þessu sinni mun neðansjávarleit fara fram með því að kortleggja hafsbotninn sem er að öllu leiti órannsakaður.
Svæðið er í um 1.800 kílómetra fjarlægð vestur af Ástralíu og liggur með fram hinum sjöunda hringboga svokallaða
og er mun sunnar en þar sem leitað var fyrst.
6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.
5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha
4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.
4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.
28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.
28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.
28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka
26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.