flugfréttir
Fjórir mánuðir frá því að malasíska vélin hvarf

Fjórir mánuðir eru síðan að malasíska farþegaþotan hvarf
Fjórir mánuðir eru í dag síðan að malasíska farþegaþotan, flug MH370, hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking og er hvarfið orðið það dularfyllsta sem vitað er um í farþegaflugi og er leitin að vélinni orðin sú dýrasta sem um getur.
Þrátt fyrir viðamikla leit sem farið hefur fram á gríðarlegu stóru svæði úr lofti, á sjó og neðansjávar með
háþróuðum búnaði hefur ekkert flak fundist og aldrei hefur eitt einasta brak sést.

Malasískavélin var hálfnuð yfir Tælands-flóann þegar hún hvarf
aðfaranótt 8. mars
Heimsbyggðin, aðilar, fyrirtæki, flugfélög og samtök í fluginu, hafa spurt sig þeirra spurningar hvernig nútímafarþegaþota með 239 manns
innanborðs geti horfið sportlaust og hvernig það geti staðist að ekki sé hægt að rekja og finna staðsetningu á slíkri
vél þegar hægt er að staðsetja farsíma utan úr geimnum.
Leitin af vélinni og rannsóknin á hvarfinu hefur verið harðlega gagnrýnd þar sem mörgum finnst ýmislegt benda til
þess að stjórnvöld hafi óhreint mjöl í pokahorninu sé tekið mið af þeim undarlegu atvikum sem skutu upp kollinum
nánast daglega á fyrstu dögunum eftir að vélin hvarf.
Sérstaklega hafa stjórnvöld í Malaysíu verið gagnrýnd og hafa margir spurt sig hversvegna liðu 5 tímar frá því vélin
hvarf og þar til formleg leit hófst að vélinni. Þá hefur það vakið furðu margra hversvegna leitin hefur eingöngu beinst
að Suður-Indlandshafi þegar fleiri en einn sjónarvottur hefur komið fram sem telur sig hafa séð brennandi flak
á himni sem hefur ekki vakið áhuga rannsóknaraðila.
Margar kenningar en fáar vísbendingar
Þá hafa fjölmargar samsæriskenningar skotið upp kollinum og getgátur um hvað gæti hafa gerst og hafa margir trú á því að vélinni hafi verið rænt af flugræningjum eða af stjórnvöldum og beindust augu margra að herstöðinni á eyjunni Diego Garcia og þá sérstaklega eftir að íbúar á Maldíví-eyjum töldu sig hafa séð stóra þotu fljúga í lágflugi yfir eyjarnar morguninn eftir að vélin hvarf.

Margir hafa talið að vélinni hafi verið rænt og flogið á herstöðina á eyjunni Diego Garcia
Einnig hafa verið kenningar á lofti um að vélin hafi verið skotin niður fyrir slysni af malasíska flughernum er hún flaug af leið til vesturs yfir malasíska lofthelgi og einnig er talið að hún hafi verið skotin óvart niður á heræfingu sem fram fór á svipuðum slóðum og vélin hvarf.
Marg dularfullt hefur komið fram á sjónarsviðið og hafa augun m.a. beinst að 20 sérfræðingum sem voru um borð í vélinni sem störfuðu fyrir fyrirtækið Freescale og er talið að í frakt vélarinnar hafi verið háþróaðar tölvuflögur sem "máttu" alls ekki fara til Kína.
Þótt að malasísk stjórnvöld birtu gögn með lista yfir farþega og yfir þann varning sem var um borð í vélinni þá hafa yfirvöld í landinu ekki viljað gefa upp dularfulla frakt sem vó 2 tonn sem var um borð en vitað er að fyrrverandi starfsmenn bandaríska sjóhersins höfðu sent vörur með vélinni en þeir fundust látnir skömmu áður í herskipi.
Áströlsk stjórnvöld birtu á dögunum 64 blaðsíðna skýrslu um hvarfið þar sem rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu telur að loftþrýstingur hafi sennilega fallið niður um borð sem hafi orðið til þess að flugmenn vélarinnar, áhöfn og farþegarnir urðu fyrir súrefnisskorti og vélin flogið stjórnlaus lengst suður í Indlandshaf uns eldsneytið varð á þrotum.
Einu áreiðanlegu vísbendingarnar sem unnið hefur verið eftir eru þau merki sem gervihnöttur breska fyrirtækisins Inmarsat tók á móti frá vélinni en eftir flókna útreikninga er talið að vélin hafi sent sex merki á klukkutíma fresti á leið sinni suður í Suður-Indlandshaf.
Fleiri skip verða send til leitar

Ástralska skipið Fugro Equator er núna á leitarsvæðinu þrátt fyrir að leit
hefst ekki aftur fyrr en í ágúst
Áströlsk stjórnvöld hafa sagt að leitin muni hefjast að nýju af fullum krafti í ágúst en ástralska skipið Fugro Equator er
nú þegar á svæðinu og er skipið sérstaklega hannað til að standast þær erfiðu aðstæður sem eru á sjónum í Suður-Indlandshafinu, langt vestur
af ströndum Ástralíu þar sem iðulega gengur á með háum öldum, stormum og rigningu.
Þá hefur Kína einnig sent skipið Zhu Kezhen en Angus Houston, yfirmaður samhæfingarmiðstöð leitarinnar, segir
að það skip sé ekki eins vel búið fyrir þetta hafsvæði.
Áströlsk stjórnvöld hafa hætt að taka við tilboðum frá einkayfirtækjum sem sóttu um til að taka að sér
6,3 milljarða króna neðansjávarleit sem felur í sér kortlagningu á hafsbotninum með allt að þremur sjálfvirkum kafbátum
en ekki hefur verið tilkynnt um hvaða fyrirtæki verður fyrir valinu til að taka það verkefni að sér sem gæti staðið yfir í meira
en ár.
Hishammuddin Hussein, samgönguráðherra Malaysíu, sagði sl. sunnudag að þrátt fyrir að yfir 120 dagar væru liðnir síðan
að vélin hvarf að þá hafi malasísk stjórnvöld aldrei verið eins ákveðin í að finna vélina og einmitt nú og ætla yfirvöld
að senda fleiri skip til leitar þegar aðgerðir hefjast að nýju í ágúst sem kölluð hefur verið "önnur lotan".
Malaysía ætlar bæði að senda herskip og einnig munu einkafyrirtæki senda skip á svæðið með sónarbúnað
til að staðsetja flakið ef það liggur á hafsbotni.


10. desember 2018
|
Enginn komst lífs af úr flugslysi í Frakklandi er lítil flugvél af gerðinni Cirrus SR22 fórst í skóglendi nálægt bænum Beaubery í austurhluta Frakklands í gær.

30. desember 2018
|
Pakistan International Airlines (PIA), ríkisflugfélag Pakistans, hefur sagt upp 50 starfsmönnum eftir að í ljós hefur komið að starfsfólkið falsaði gögn í starfsumsókn sinni og þar á meðal hefur nok

19. desember 2018
|
Ásdís Ýr Pétursdóttir hefur verið ráðin upplýsingafulltrúi Icelandair Group. Ásdís hefur yfir 15 ára reynslu á sviði samskipta- og kynningarmála, á Íslandi og á alþjóðavettvangi.

16. febrúar 2019
|
Breska flugfélagið flybmi hefur hætt öllu flugi og óskaði í dag eftir því að verða tekið til gjaldþrotaskipta.

16. febrúar 2019
|
Flugmálayfirvöld í Evrópu (EASA) hafa sent frá sér tilmæli og viðvörun vegna hættu á að dyr á flugvélum með þrýstingsjöfnun í farþegarými geti sprungið úr falsinu vegna þrýstingsmunar við vissar aðst

16. febrúar 2019
|
Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-800 frá indónesíska flugfélaginu Lion Air fór út af flugbraut í lendingu á Supadio-flugvellinum í borginni Pontianak á eyjunni Borneó í morgun.

14. febrúar 2019
|
Alþjóðasamtök flugfélaganna (IATA) hafa hvatt bandarísk stjórnvöld, og alla þá sem koma að máli, að sjá til þess að lokun stofana í Bandaríkjunum muni ekki hafa áhrif á flugsamgöngur eins og gerðist

13. febrúar 2019
|
Norwegian hefur ákveðið að hætta að fljúga til Karíbahafsins en félagið byrjaði að fljúga til Karíbahafsins árið 2015.

12. febrúar 2019
|
Lufthansa hefur tekið á leigu tvær Airbus A220 (Bombardier CSeries) þotur frá flugfélaginu airBaltic.

12. febrúar 2019
|
Loka þurfti fyrir flugumferð á flugvellinum í bænum Florence í Suður-Karólínu í Bandaríkjunum sl. sunnudag eftir að tilkynnt var um konu sem hljóp nakin um flugvallarsvæðið.

12. febrúar 2019
|
Að minnsta kosti fimm slösuðust er stigabíll féll saman þegar farþegar voru að ganga um borð í Airbus-þotu hjá flugfélaginu Ural Airlines á flugvelli í Síberíu í dag.