flugfréttir
5 mánuðir síðan að malasíska farþegaþotan hvarf
- Ástralía velur hollenska rannsóknarfyrirtækið Fugro til að stjórna leitinni

Í dag eru 5 mánuðir síðan að flug MH370 hvarf á dularfullan hátt á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking
Í dag eru 5 mánuðir síðan að malasíska farþegaþotan, flug MH370, hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking þann 7. mars í vor en þrátt fyrir stærstu leit sögunnar þá hefur vélin ekki enn fundist.
Flóknasta og viðamesta leit í sögu flugsins er samt við það að hefjast á ný en stjórnvöld í Ástralíu tilkynntu í gær að hollenska hafrannsóknarfyrirtækið Fugro Survey hafi orðið fyrir valinu til þess að
stjórna næstu lotu í leitinni sem hefst að nýju í september en ástralska ríkisstjórnin undirritaði
í gær 5,7 milljarða króna samning við Fugro og mun leitin standa yfir í 12 mánuði.
Fugro mun leggja til tvö skip, Fugro Equator og Fugro Discovery en þau munu kortleggja sjávarbotninn á mjög
afskekktu svæði í Suður-Indlandshafi í um 1.800 kílómetra fjarlægð vestur af ströndum Ástralíu

Nokkrir rannsóknarhópar eru sammála um að vélina væri helst
að finna á appelsínugula svæðnu á kortinu
Notast við nýjar leitaraðferðir
Notast verður við nýja leitaraðferðir en í stað þess að nota sjálfvirk
kafbátavélmenni til leitarinnar eins og seinast þá verður sónarbúnað með myndavélum dreginn eftir skipinu í 10 kílómetra langri taug en búnaðurinn mun senda upplýsingar
í rauntíma upp í skipið og þarf því ekki að láta búnaðinn koma upp á yfirborð sjávar á 16 klukkutíma fresti.
Warren Truss, forsetisráðherra Ástralíu, segist vera ágætla bjartsýnn um að vélin muni finnast með nýju tækninni en mögulegt er að leita þurfi niður á 6.000 metra dýpi þar sem svarta myrkur er og ekkert sjávarlíf er að finna.
Fimm mismunandi rannsóknarhópur hafa í sumar reiknað út nákvæmt leitarsvæði sem er 650 kílómetrar á lengd
og 93 kílómetrar á breidd og er talið að sennilegast hafi vélin hrapað í sjóinn á því svæði sem er á stærð við hálft Ísland.
Fugro Equator hefur frá því í apríl unnið við að kortleggja hafsbotninn áður en leitin hefst og til marks um það hversu
lítið er vitað um hafsbotnin á þessu svæði þá er þegar búið að uppgötva tvö neðansjávareldfjöll á svæðinu sem
er eitt afskektasta hafsvæði heims.
Draganlegur sónarbúnaður er mjög nákvæmur en gallinn hinsvegar er að leit með slíkum búnaði tekur sinn tíma - "Fyrr aðferðir voru mjög erfiðar
þar sem upplausnin á upplýsingamyndunum var ekki mjög góð og ekki hægt að greina smá hluti sem gæti verið brak
úr flakinu - Það munum við hinsvegar ná að gera með draganlega sónarbúnaðinum", segir Rob Luijnenburg hjá Fugro.
"Ef við sjáum misræmi á milli bergsins í hafsbotninum og braks þá ættum við að finna flakið fljótt - Ef brakið er
á mjög grýttu svæði eða í fjallshlíð neðansjávar þá verður það erfitt".
250 sinnum nákvæmari kort eru til af Mars og Venus
Þess má geta að seinast var þetta hafsvæði kortlagt árið 1960 og segir á vefsíðunni Time.com að nýjustu kort
af yfirborði Mars og Venus séu 250 sinnum nákvæmari en nýjustu kort af hafsbotninum í Suður-Indlandshafi.
Talið er að lítið sem ekkert líf sé í sjónum á þessu svæði og það lítið um bakteríur að ef hvalur myndi drepast í þessum sjó
myndi það taka nokkra áratugi fyrir hræið að rotna.
Hafsbotninn hefur aðeins verið lauslega myndaður með bylgjum frá gervihnöttum sem gefur ekki nákvæma mynd
á sjávarbotninn en vitað er til að gríðarlega hrjóstrug neðansjávarfjöll eru í Suður-Indlandshafi sem eru á hæð við
svissnesku alpanna.


3. mars 2018
|
Ungverska lágfargjaldafélagið Wizz Air mun á næsta ári bæta við nýjum áfangastað við Íslandsflugið sitt en þá mun félagið hefja flug til Keflavíkurflugvallar frá Vín í Austurríki.

6. apríl 2018
|
Rússar krefjast þess að fá útskýringu frá Bretum á því hvers vegna leit var framkvæmd um borð í farþegaþotu Aeroflot á dögunum við komuna til Lundúna.

21. mars 2018
|
Boeing hefur afhent fyrsta eintakið af Boeing 737 MAX 9 þotunni en það er flugfélagið Thai Lion Air sem fær fyrstu þotuna.

19. apríl 2018
|
20 börn og fjölskyldum þeirra, samtals um eitt hundrað manns, var afhentur ferðastyrkur úr sjóðnum Vildarbörn Icelandair í dag. Alls hafa 625 fjölskyldur notið stuðnings frá sjóðnum frá stofnun hans f

18. apríl 2018
|
Talið er að málmþreyta í hreyflablaði hafi orsakað sprengingu í CFM56 hreyfli á Boeing 737-700 þotu Southwest Airlines í gær er þotan var í 32.500 fetum yfir Pennsylvaníu á leið frá New York til Dal

18. apríl 2018
|
Norska flugfélagið Widerøe segir að verið sé að skoða möguleika á að panta minni útgáfur af E2-þotunni frá Embraer.

17. apríl 2018
|
Flugrekstaraðilar í miðhluta Noregs hafa áhyggjur af sparnaðaraðgerðum norska flugumferðarþjónustufyrirtækisins Avinor sem ætlar sér ekki að endurnýja alla flugbrautina á flugvellinum í bænum Røros.

17. apríl 2018
|
Takmarkanir hafa verið settar á notkun Trent 1000 hreyfilsins frá Rolls-Royce og hafa flugmálayfirvöld farið fram á tíðari skoðanir á hreyflinum.

17. apríl 2018
|
Að minnsta kosti einn farþegi er slasaður eftir að sprenging kom upp í hreyfli á farþegaþotu frá Southwest Airlines af gerðinni Boeing 737-700 sem var í innanlandsflugi í dag í Bandaríkjunum.

17. apríl 2018
|
Flugakademía Keilis mun aftur í sumar bjóða upp á sérstakar flugbúðir fyrir ungt fólk og aðra áhugasama sem fá einstakt tækifæri á því að kynnast öllum krókum og kimum flugsins og þeim flugtengdum fög

17. apríl 2018
|
Primera Air hefur fengið sína fyrstu A321neo þotu afhenta frá Airbus við hátíðlega athöfn sem fram fór við verksmiðjurnar í Hamborg.