flugfréttir

5 mánuðir síðan að malasíska farþegaþotan hvarf

- Ástralía velur hollenska rannsóknarfyrirtækið Fugro til að stjórna leitinni

7. ágúst 2014

|

Frétt skrifuð kl. 15:33

Í dag eru 5 mánuðir síðan að flug MH370 hvarf á dularfullan hátt á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking

Í dag eru 5 mánuðir síðan að malasíska farþegaþotan, flug MH370, hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking þann 7. mars í vor en þrátt fyrir stærstu leit sögunnar þá hefur vélin ekki enn fundist.

Flóknasta og viðamesta leit í sögu flugsins er samt við það að hefjast á ný en stjórnvöld í Ástralíu tilkynntu í gær að hollenska hafrannsóknarfyrirtækið Fugro Survey hafi orðið fyrir valinu til þess að stjórna næstu lotu í leitinni sem hefst að nýju í september en ástralska ríkisstjórnin undirritaði í gær 5,7 milljarða króna samning við Fugro og mun leitin standa yfir í 12 mánuði.

Fugro mun leggja til tvö skip, Fugro Equator og Fugro Discovery en þau munu kortleggja sjávarbotninn á mjög afskekktu svæði í Suður-Indlandshafi í um 1.800 kílómetra fjarlægð vestur af ströndum Ástralíu

Nokkrir rannsóknarhópar eru sammála um að vélina væri helst
að finna á appelsínugula svæðnu á kortinu

Notast við nýjar leitaraðferðir

Notast verður við nýja leitaraðferðir en í stað þess að nota sjálfvirk kafbátavélmenni til leitarinnar eins og seinast þá verður sónarbúnað með myndavélum dreginn eftir skipinu í 10 kílómetra langri taug en búnaðurinn mun senda upplýsingar í rauntíma upp í skipið og þarf því ekki að láta búnaðinn koma upp á yfirborð sjávar á 16 klukkutíma fresti.

Warren Truss, forsetisráðherra Ástralíu, segist vera ágætla bjartsýnn um að vélin muni finnast með nýju tækninni en mögulegt er að leita þurfi niður á 6.000 metra dýpi þar sem svarta myrkur er og ekkert sjávarlíf er að finna.

Fimm mismunandi rannsóknarhópur hafa í sumar reiknað út nákvæmt leitarsvæði sem er 650 kílómetrar á lengd og 93 kílómetrar á breidd og er talið að sennilegast hafi vélin hrapað í sjóinn á því svæði sem er á stærð við hálft Ísland.

Fugro Equator hefur frá því í apríl unnið við að kortleggja hafsbotninn áður en leitin hefst og til marks um það hversu lítið er vitað um hafsbotnin á þessu svæði þá er þegar búið að uppgötva tvö neðansjávareldfjöll á svæðinu sem er eitt afskektasta hafsvæði heims.

Draganlegur sónarbúnaður er mjög nákvæmur en gallinn hinsvegar er að leit með slíkum búnaði tekur sinn tíma - "Fyrr aðferðir voru mjög erfiðar þar sem upplausnin á upplýsingamyndunum var ekki mjög góð og ekki hægt að greina smá hluti sem gæti verið brak úr flakinu - Það munum við hinsvegar ná að gera með draganlega sónarbúnaðinum", segir Rob Luijnenburg hjá Fugro.

"Ef við sjáum misræmi á milli bergsins í hafsbotninum og braks þá ættum við að finna flakið fljótt - Ef brakið er á mjög grýttu svæði eða í fjallshlíð neðansjávar þá verður það erfitt".

250 sinnum nákvæmari kort eru til af Mars og Venus

Þess má geta að seinast var þetta hafsvæði kortlagt árið 1960 og segir á vefsíðunni Time.com að nýjustu kort af yfirborði Mars og Venus séu 250 sinnum nákvæmari en nýjustu kort af hafsbotninum í Suður-Indlandshafi.

Talið er að lítið sem ekkert líf sé í sjónum á þessu svæði og það lítið um bakteríur að ef hvalur myndi drepast í þessum sjó myndi það taka nokkra áratugi fyrir hræið að rotna.

Hafsbotninn hefur aðeins verið lauslega myndaður með bylgjum frá gervihnöttum sem gefur ekki nákvæma mynd á sjávarbotninn en vitað er til að gríðarlega hrjóstrug neðansjávarfjöll eru í Suður-Indlandshafi sem eru á hæð við svissnesku alpanna.







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga