flugfréttir
MH370: Dularfull úttekt af bankareikningum hjá þremur farþegum eftir að vélin hvarf
- Hluti af fjárhæðinni var lögð inn á reikning hjá fjórða farþeganum

Ekki er vitað hversvegna búið er að taka út pening af bankareikning sem voru í eigu þriggja farþega sem voru í malasísku farþegaþotunni sem týndist
Lögregla í Malaysíu rannsakar nú dularfullar millifærslur sem hafa átt sér stað á bankareikningum hjá þremur farþegum sem voru um borð í flugi MH370, fimm mánuðum eftir að vélin hvarf á leið sinni frá Kuala Lumpur til Peking.
Grunur leikur á að um þjófnað sé að ræða en búið er að millifæra 34 þúsund bandaríkjadali af bankareikningum
hjá þremur farþegum og leggja upphæðina inn á reikning hjá fjórða farþeganum sem var um borð en upphæðin
samsvarar 3,9 milljónum króna.
Það var banki í Kuala Lumpur sem varð var við millifærslurnar sem áttu sér stað í júlí og var efnahagsbrotadeild lögreglunnar í Malaysíu
gert viðvart.
"Við erum að rannsaka mál er varðar úttekt án heimildar af bankareikningum og er um hugsanlegt afbrot að ræða", segir
Izany Abdul Ghany hjá rannsóknarlögreglunni í Malaysíu en verið er að skoða upptökur úr öryggismyndavélum í bankanum en talið
er að tekið var út af reikningunum með kreditkorti í hraðbanka í Kuala Lumpur um 180 þúsund krónur á dag þar
til bankareikningarnir voru tómir.
Bæði var lagt inn á bankareikning hjá fjórða farþeganum og einnig inn á nýjan bankareikning sem var stofnaður
þann 14. júlí í nafni "‘Ali Faran"
Þessa daganna er verið að kortleggja hafsbotninn á nýju leitarsvæði í Suður-Indlandshafi sem er undanfari neðansjávarleitar
sem mun hefjast í september.


5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

6. júlí 2023
|
Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

5. júlí 2023
|
Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

4. júlí 2023
|
Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

4. júlí 2023
|
Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

28. júní 2023
|
Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

28. júní 2023
|
Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

28. júní 2023
|
Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

26. júní 2023
|
Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.