flugfréttir

Hekla gæti gosið með engum fyrirvara og valdið flugslysi

- 19 flugvélar flugu beint yfir Heklu í gær - Mun hættulegri en Bárðarbunga

22. ágúst 2014

|

Frétt skrifuð kl. 07:18

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að stórhættulegt sé að flugvélar séu að fljúga yfir Heklu

Mikið hefur verið fjallað um hugsanlegt eldgos í Bárðarbungu og hafa erlendir fjölmiðar fjallað um þá röskun á flugi sem eldfjallaaskan gæti ollið líkt og gerðist er eldgos varð í Eyjafjallajökli árið 2010.

Mörg flugfélög fljúga í gegnum íslenska flugumferðarsvæðið á dag og margar vélar fljúga yfir landið og þar á meðal yfir virk eldfjöll.

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Alltumflug.is að Bárðarbunga sé búin að gefa mönnum mikinn undirbúningstíma ef eldgos hefst og sé í raun ekki mikil hætta á því þótt farþegaþotur séu að fljúga yfir Vatnajökul þótt ekki sé æskilegt að flugleiðin liggi beint yfir Bárðarbungu.

Á fimmta tímanum í gær flugu þrjár vélar á 4 mínútna fresti
yfir topp Heklu

"Það mun taka gosið einhverjar klukkustundir að fara í gegnum jökulinn sem fer þó allt eftir hversu þykkur hann er þar sem eldgosið myndi eiga sér stað".

Páll hefur þó mun meiri áhyggjur af Heklu - Þrátt fyrir að mikil jarðskálftavirkni og umbrot séu núna undir Bárðarbungu þá sé Hekla stórhættuleg en fjöldi flugvéla fljúga þar beint yfir á hverjum degi.

"Það er í sjálfu sér ekkert hættulegt að fljúga yfir eldfjöll en það er ekki hægt að segja það sama um Heklu".


Hefur sent Samgöngustofu bréf vegna hættunnar

Páll hefur sent sent Samgöngustofu bréf varðandi þá hættu sem hann segir að fylgi því að fljúga yfir Heklu þar sem hann hvetur íslensk flugmálayfirvöld til að færa flugleiðina þannig að hún liggi ekki beint yfir topp eldfjallsins sem myndi minnka líkurnar umtalsvert.

Heklugosið árið 1980

Alltumflug.is hafði samband við Samgöngustofu en starfsmenn, sem sjá um rýmingu á lofthelgi, segja að engar takmarkanir séu gefnar út fyrir flugumferð nema séð er fram á að gos sé að hefjast eða ef gos er hafið.

Hekla gæti skotið niður flugvél með engum fyrirvara

"Hekla getur hæglega skotið niður farþegaþotu ef hún byrjar að gjósa - Hekla er tilbúin að gjósa og það gerist með litlum fyrrivara", segir Páll sem hefur fylgst með flugumferðinni yfir Íslandi þar sem halarófa af farþegaþotum flýgur daglega beint yfir toppinn á Heklu en litlu munaði að farþegaflugvél hefði flogið inn í gosstrókinn er Hekla gaus þann 17. ágúst árið 1980.

Hekla hefur verið að undirbúa gos síðan að síðasta gosi lauk árið 2000 og er þrýstingurinn undir fjallinu orðin mun meiri en hann var fyrir síðustu tvö Heklugos árið 1991 og 2000. Mælanlegur fyrirvari gosa er óvenju stuttur í Heklu eða frá 23 til 79 mínútur samkvæmt reynslu frá gosunum 1970, 1980, 1991 og 2000 en flest önnur eldfjöll hafa sýnt lengri fyrirvara.

"Ég hef ekki miklar áhyggjur af þeirri flugvél sem væri akkurat að fljúga yfir heldur vélunum sem koma á eftir - Gosmökkurinn er mjög snöggur upp í þessa hæð - Það getur tekið hann frá 5 til 20 mínútum að fara upp í þá hæð sem vélarnar eru að fljúga í - Það fer þó allt eftir þeim krafti sem fylgir gosinu - Mesti krafturinn er í upphafi goss", segir Páll sem nefnir að aðeins þyrfti að færa flugleiðina um 10 kílómetra norðar eða sunnar til að vera öruggur og minnka áhættuna.

Aðeins náðist að gefa út aðvörun fyrir Heklugosið árið 2000 en ekki er víst að það verði hægt í næsta gosi. Byrjunarfasi Heklugosa er óvenju öflugur og gosstrókurinn rís hratt og segir Páll að almennar reglur og vinnulag varðandi flug og eldgos duga ekki þegar kemur að Heklu.

Páll segir að þegar allt þetta sé skoðað í samhengi verður að teljast marktækar líkur á því að næsta gosbyrjun í Heklu geti valdið flugslysi og hvetur hann flugmálayfirvöld til að huga að þessu máli hið fyrsta.

Þá tekur Páll einnig fram að þótt mikil skjálftavirkni sé í Bárðarbungu að þá breyti það því ekki að það er komin tími á Heklu sem gæti gosið þessvegna á sama tíma og Bárðarbunga eða á næstu mánuðum eða árum.

19 flugvélar flugu beint yfir topp Heklu í gær á einum sólarhring

Alltumflug.is gerði úttekt á þeim fjölda flugvéla sem flugu beint yfir topp Heklu í gær, 21. ágúst, og kom í ljós að þær voru 19 talsins. Ein einkaþota, ein fraktflugvél og 17 farþegaþotur.

Listi og kort yfir flugvélarnar 19 sem flugu beint yfir Heklu frá miðnætti 21. ágúst til kl. 00:00 í gærkvöldi3:18 - MMM9601 - Gulfstream (einkaþota) - Keflavik (KEF) - Unknown - Gulfstream VI
7:33 - Etihad Airways - EY103 - Abu Dhabi (AUH) - New York (JFK) - Boeing 777-300ER
9:55 - United Airlines - UA69 - Stockholm (ARN) - Newark (EWR) - Boeing 757-200
10:45 - SAS - SK902 - Stockholm (ARN) - Newark (EWR) - Airbus A330-300
11:05 - Air Berlin - AB7420 - Berlin (TXL) - Chicago (ORD) - Airbus A330-200
12:05 - Austrian Airlines - OS65 - Vienna (VIE) - Chicago (ORD) - Boeing 767-300ER
12:10 - Ukraine International - PS231 - Kiev (KBP) - New York (JFK) - Boeng 767-300ER
12:24 - Austrian Airlines - OS71 - Vienna (VIE) - Toronto (YYZ) - Boeing 767-300ER
13:34 - United Airlines - UA953 - Munich (MUC) - Chicago (ORD) - Boeing 777-200ER
13:59 - Aeroflot - SU150 - Moscow (SVO) - Havana (HAV) - Airbus A330-200
14:49 - Delta Air Lines - DL203 - Stockholm (ARN) - New York (JFK) - Boeing 757-200
15:04 - Air Canada - AC811 - Istanbul (IST) - Toronto (YYZ) - Boeing 767-300ER
15:54 - Lufthansa Cargo - LH8220 - Frankfurt (FRA) - Chicago (ORD) - McDonnell Douglas MD-11
15:59 - Norwegian Long Haul - DY7091 - Copenhagen (CPH) - Los Angeles (LAX) - Dreamliner 787-8
16:09 - SAS (Business Class) - SK951 - Stavanger (SVG) - Houston (IAH) - Boeing 737-700BBJ
16:29 - SAS - SK943 - Copenhagen (CPH) - Chicago (ORD) - Airbus A340-300
17:14 - Air Canada - AC85 - Tel Aviv (TLV) - Toronto (YYZ) - Dreamliner 787-8
17:24 - Lufthansa - LH434 - Munich (MUC) - Chicago (ORD) - Airbus A340-600
19:19 - SAS - SK901 - Copenhagen (CPH) - Newark (EWR) - Airbus A340-300

Bréf sem Páll Einarsson sendi Samgöngustofu  fréttir af handahófi

Rússnesk herþota rakst næstum því á flugvél sem fór í loftið frá Kastrup

13. desember 2014

|

Litlu munaði að herþota hefði flogið niður farþegaþotu í lofthelginni yfir Svíðþjóð sem hafði farið í loftið frá Kastrup-flugvellinum í Kaupmannahöfn og hafa sænsk stjórnvöld lýst yfir áhyggjum sínum

King Air vél brotlenti á byggingu á Wichita-flugvelli í Kansas

30. október 2014

|

Að minnsta kosti fjórir eru látnir eftir að lítil flugvél fórst skömmu eftir flugtak í Kansas og hrapaði ofan á byggingu þar sem flugskóli með flughermum var til húsa.

Ryanair mun hefja flug um Kastrup í Kaupmannahöfn

29. október 2014

|

Ryanair mun hefja flug um Kaupamannahöfn og mun félagið fljúga þaðan til hvorki meira né minna en 13 áfangastaða í Evrópu.

  Nýjustu flugfréttirnar

Greenland Express á leið til til Norður-Ameríku - Eiga von á Airbus A319 vélum

19. desember 2014

|

Greenland Express er á lokasprettinum með að ganga frá leigusamningi á tveimur Airbus A319 vélum og ætlar félagið að hefja flug yfir Atlantshafið með því að tengja Grænland saman við Norður-Ameríku o

Flugstjóri í 3 ára fangelsi í Kína í kjölfar flugslyss árið 2010

19. desember 2014

|

Dómstóll í Kína hefur dæmt flugstjóra í 3 ára fangelsi í kjölfar flugslyss sem átti sér stað árið 2010 og kostaði 44 manns lífið.

Ókeypis að fljúga með SAS árið 2018

18. desember 2014

|

Það skildi þó ekki enda með því að samkeppnin í fluginu verði það mikil að það verði ókeypis að fljúga? - Þótt það hljómi undarlega þá hefur skandinavíska flugfélagið SAS gefið það til kynna.

Norræni fjárfestingarbankinn lánar til framkvæmda Isavia á Keflavíkurflugvelli

18. desember 2014

|

Isavia ohf. og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) undirrituðu í gærkvöld lánasamning að upphæð 32 milljónir evra (um 5 milljarða króna) vegna framkvæmda og endurbóta á Keflavíkurflugvelli sem miða að

Keilir býður upp á að hefja nám í flugvirkjun á vorönn

18. desember 2014

|

Vegna mikils áhuga mun Flugakademía Keilis bjóða nemendum upp á að hefja flugvirkjanám á vorönn, en hingað til hefur upphaf námsins verið á haustönn. Enn eru nokkur pláss laus í námið sem hefst í janú

Opnaði neyðarútgang rétt fyrir flugtak til að fá sér „frískt loft“

18. desember 2014

|

Farþegi einn í Kína gerði sér lítið fyrir og opnaði neyðarútganginn um borð í Airbus A320 rétt þegar vélin var að fara í flugtaksbrun í þeim tilgangi að fá sér „frískt loft“.

SAS mun hefja beint flug til Hong Kong frá Stokkhólmi

18. desember 2014

|

SAS (Scandinavian Airlines) ætlar að hefja aftur Asíuflug frá Stokkhólmi og hefur kynnt fyrirhugaða flugleið frá Arlanda-flugvellinum til Hong Kong.

Danish Air Transport kaupir þriðju notuðu A320 vélina

17. desember 2014

|

Danska flugfélagið DAT (Danish Air Transport) hefur keypt þriðju Airbus A320 vélina en um er að ræða notaða vél og leitar félagið af tveimur A320 vélum til viðbótar.

Farþegi náði þessu myndbandi af risaókyrrð um borð í vél American

17. desember 2014

|

Að minnsta kosti 15 manns slösuðust um borð í Boeing 777 vél frá American Airlines sem þurfti frá að hverfa á leið sinni frá Seoul í Suður-Kóreu til Dallas í Texas vegna ókyrrðar.

Þess vegna vill Qatar Airways ekki taka strax við fyrstu A350 vélinni

17. desember 2014

|

Qatar Airways mun ekki halda upp á fyrstu Airbus A350 vélina fyrr en 7. janúar eftir áramót en til stendur að afhenda vélina næstkomandi mánudag, þann 22. desember í Toulouse en upphaflega átti að af

 síðustu atvik

  2014-12-15 11:25:00