flugfréttir

Hekla gæti gosið með engum fyrirvara og valdið flugslysi

- 19 flugvélar flugu beint yfir Heklu í gær - Mun hættulegri en Bárðarbunga

22. ágúst 2014

|

Frétt skrifuð kl. 07:18

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að stórhættulegt sé að flugvélar séu að fljúga yfir Heklu

Mikið hefur verið fjallað um hugsanlegt eldgos í Bárðarbungu og hafa erlendir fjölmiðar fjallað um þá röskun á flugi sem eldfjallaaskan gæti ollið líkt og gerðist er eldgos varð í Eyjafjallajökli árið 2010.

Mörg flugfélög fljúga í gegnum íslenska flugumferðarsvæðið á dag og margar vélar fljúga yfir landið og þar á meðal yfir virk eldfjöll.

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Alltumflug.is að Bárðarbunga sé búin að gefa mönnum mikinn undirbúningstíma ef eldgos hefst og sé í raun ekki mikil hætta á því þótt farþegaþotur séu að fljúga yfir Vatnajökul þótt ekki sé æskilegt að flugleiðin liggi beint yfir Bárðarbungu.

Á fimmta tímanum í gær flugu þrjár vélar á 4 mínútna fresti
yfir topp Heklu

"Það mun taka gosið einhverjar klukkustundir að fara í gegnum jökulinn sem fer þó allt eftir hversu þykkur hann er þar sem eldgosið myndi eiga sér stað".

Páll hefur þó mun meiri áhyggjur af Heklu - Þrátt fyrir að mikil jarðskálftavirkni og umbrot séu núna undir Bárðarbungu þá sé Hekla stórhættuleg en fjöldi flugvéla fljúga þar beint yfir á hverjum degi.

"Það er í sjálfu sér ekkert hættulegt að fljúga yfir eldfjöll en það er ekki hægt að segja það sama um Heklu".


Hefur sent Samgöngustofu bréf vegna hættunnar

Páll hefur sent sent Samgöngustofu bréf varðandi þá hættu sem hann segir að fylgi því að fljúga yfir Heklu þar sem hann hvetur íslensk flugmálayfirvöld til að færa flugleiðina þannig að hún liggi ekki beint yfir topp eldfjallsins sem myndi minnka líkurnar umtalsvert.

Heklugosið árið 1980

Alltumflug.is hafði samband við Samgöngustofu en starfsmenn, sem sjá um rýmingu á lofthelgi, segja að engar takmarkanir séu gefnar út fyrir flugumferð nema séð er fram á að gos sé að hefjast eða ef gos er hafið.

Hekla gæti skotið niður flugvél með engum fyrirvara

"Hekla getur hæglega skotið niður farþegaþotu ef hún byrjar að gjósa - Hekla er tilbúin að gjósa og það gerist með litlum fyrrivara", segir Páll sem hefur fylgst með flugumferðinni yfir Íslandi þar sem halarófa af farþegaþotum flýgur daglega beint yfir toppinn á Heklu en litlu munaði að farþegaflugvél hefði flogið inn í gosstrókinn er Hekla gaus þann 17. ágúst árið 1980.

Hekla hefur verið að undirbúa gos síðan að síðasta gosi lauk árið 2000 og er þrýstingurinn undir fjallinu orðin mun meiri en hann var fyrir síðustu tvö Heklugos árið 1991 og 2000. Mælanlegur fyrirvari gosa er óvenju stuttur í Heklu eða frá 23 til 79 mínútur samkvæmt reynslu frá gosunum 1970, 1980, 1991 og 2000 en flest önnur eldfjöll hafa sýnt lengri fyrirvara.

"Ég hef ekki miklar áhyggjur af þeirri flugvél sem væri akkurat að fljúga yfir heldur vélunum sem koma á eftir - Gosmökkurinn er mjög snöggur upp í þessa hæð - Það getur tekið hann frá 5 til 20 mínútum að fara upp í þá hæð sem vélarnar eru að fljúga í - Það fer þó allt eftir þeim krafti sem fylgir gosinu - Mesti krafturinn er í upphafi goss", segir Páll sem nefnir að aðeins þyrfti að færa flugleiðina um 10 kílómetra norðar eða sunnar til að vera öruggur og minnka áhættuna.

Aðeins náðist að gefa út aðvörun fyrir Heklugosið árið 2000 en ekki er víst að það verði hægt í næsta gosi. Byrjunarfasi Heklugosa er óvenju öflugur og gosstrókurinn rís hratt og segir Páll að almennar reglur og vinnulag varðandi flug og eldgos duga ekki þegar kemur að Heklu.

Páll segir að þegar allt þetta sé skoðað í samhengi verður að teljast marktækar líkur á því að næsta gosbyrjun í Heklu geti valdið flugslysi og hvetur hann flugmálayfirvöld til að huga að þessu máli hið fyrsta.

Þá tekur Páll einnig fram að þótt mikil skjálftavirkni sé í Bárðarbungu að þá breyti það því ekki að það er komin tími á Heklu sem gæti gosið þessvegna á sama tíma og Bárðarbunga eða á næstu mánuðum eða árum.

19 flugvélar flugu beint yfir topp Heklu í gær á einum sólarhring

Alltumflug.is gerði úttekt á þeim fjölda flugvéla sem flugu beint yfir topp Heklu í gær, 21. ágúst, og kom í ljós að þær voru 19 talsins. Ein einkaþota, ein fraktflugvél og 17 farþegaþotur.

Listi og kort yfir flugvélarnar 19 sem flugu beint yfir Heklu frá miðnætti 21. ágúst til kl. 00:00 í gærkvöldi3:18 - MMM9601 - Gulfstream (einkaþota) - Keflavik (KEF) - Unknown - Gulfstream VI
7:33 - Etihad Airways - EY103 - Abu Dhabi (AUH) - New York (JFK) - Boeing 777-300ER
9:55 - United Airlines - UA69 - Stockholm (ARN) - Newark (EWR) - Boeing 757-200
10:45 - SAS - SK902 - Stockholm (ARN) - Newark (EWR) - Airbus A330-300
11:05 - Air Berlin - AB7420 - Berlin (TXL) - Chicago (ORD) - Airbus A330-200
12:05 - Austrian Airlines - OS65 - Vienna (VIE) - Chicago (ORD) - Boeing 767-300ER
12:10 - Ukraine International - PS231 - Kiev (KBP) - New York (JFK) - Boeng 767-300ER
12:24 - Austrian Airlines - OS71 - Vienna (VIE) - Toronto (YYZ) - Boeing 767-300ER
13:34 - United Airlines - UA953 - Munich (MUC) - Chicago (ORD) - Boeing 777-200ER
13:59 - Aeroflot - SU150 - Moscow (SVO) - Havana (HAV) - Airbus A330-200
14:49 - Delta Air Lines - DL203 - Stockholm (ARN) - New York (JFK) - Boeing 757-200
15:04 - Air Canada - AC811 - Istanbul (IST) - Toronto (YYZ) - Boeing 767-300ER
15:54 - Lufthansa Cargo - LH8220 - Frankfurt (FRA) - Chicago (ORD) - McDonnell Douglas MD-11
15:59 - Norwegian Long Haul - DY7091 - Copenhagen (CPH) - Los Angeles (LAX) - Dreamliner 787-8
16:09 - SAS (Business Class) - SK951 - Stavanger (SVG) - Houston (IAH) - Boeing 737-700BBJ
16:29 - SAS - SK943 - Copenhagen (CPH) - Chicago (ORD) - Airbus A340-300
17:14 - Air Canada - AC85 - Tel Aviv (TLV) - Toronto (YYZ) - Dreamliner 787-8
17:24 - Lufthansa - LH434 - Munich (MUC) - Chicago (ORD) - Airbus A340-600
19:19 - SAS - SK901 - Copenhagen (CPH) - Newark (EWR) - Airbus A340-300

Bréf sem Páll Einarsson sendi Samgöngustofu  fréttir af handahófi

British Airways mun taka Boeing 767 fyrr úr umferð en áætlað var

10. nóvember 2014

|

British Airways ætlar að flýta fyrir því að taka Boeing 767 vélarnar úr umferð sem eftir eru í flotanum.

Bombardier leitar að nýju flugfélagi til að taka við fyrstu CS300 vélinni

25. september 2014

|

Kanadíski flugvélaframleiðandinn Bombardier er nú að leita að nýju flugfélagi til að verða það fyrsta til að taka á móti fyrstu CSeries-vélinni.

„99,9 prósent líkur á að við finnum flug MH370“

23. október 2014

|

Leitin að flugi MH370 stendur nú í fullum gangi og sagði Hishammuddin Hussein, varnarmálaráðherra Malaysíu að ekkert verði gefið eftir og sagðist hann vera 99,9 prósent viss um að malasíska farþegþo

  Nýjustu flugfréttirnar

China Southern mun losa sig við allar 777-200ER vélarnar

29. nóvember 2014

|

China Southern Airlines ætlar að vera búið að losa sig við allar Boeing 777-200ER breiðþoturnar úr flota félagsins fyrir lok ársins.

Olíuflugleið SAS frá Stavanger til Houston strax komin út í plús

28. nóvember 2014

|

Nýja olíuflugleið Scandinavian Airlines (SAS), frá Stavanger í Noregi til Houston í Texas, virðist ganga vel en tveir og hálfur mánuður er síðan að félagið hóf flug á milli þessara áfangastaða með la

Stjórn Cyprus Airways í uppnámi eftir að neyðaráætlun félagsins var lekið

28. nóvember 2014

|

Sagt er að stjórn kýpverska flugfélagsins Cyprus Airways sé á barmi þess að tvístrast í sundur eftir að nýrri neyðaráætlun félagsins var lekið.

Fjármagnssöfnun á Kickstarter fyrir hybrid rafmagns-þríþekju

28. nóvember 2014

|

Söfnun er hafin á hópfjármögnunarsíðunni Kickstarter.com fyrir þróun á umhverfisvænni rafmagnsflugvél sem mun koma til með að ganga að hluta til fyrir lífrænu eldsneyti.

Verð á þotueldsneyti heldur áfram að lækka - Fargjöld standa enn í stað

28. nóvember 2014

|

Síðastliðna mánuði hefur heimsmarkaðsverð á eldsneyti og þ.á.m. á þotueldsneyti lækkað umtalsvert en hvers vegna hefur lækkunin ekki skilað sér til flugfarþega í lægri fargjöldum?

Lion Air pantar 40 skrúfuvélar frá ATR fyrir 123 milljarða króna

28. nóvember 2014

|

Indónesíska flugfélagið Lion Air hefur gert samning um kaup á fjörutíu skrúfuvélum frá ATR en með pöntuninni er Lion Air orðin stærsti viðskiptavinur ATR flugvélaframleiðandans evrópska.

Emirates til þriggja nýrra A380 áfangastaða á einum degi

27. nóvember 2014

|

Það eru ekki mörg flugfélög í heiminum sem geta boðið upp á þrjár nýjar risaþotuflugleiðir með A380 á sama deginu en ef það er eitthvað flugfélag sem getur það þá er það Emirates.

Myndband: Farþegar ýta Tupolev Tu-134 farþegaþotu í 52 stiga frosti

27. nóvember 2014

|

Íslendingar eru vanir því á veturna að fara út og ýta þegar bíllinn festist í snjónum en að ýta heilli farþegaþotu, sem vegur 27 tonn, er aðeins meira mál og væri það alveg nýtt fyrir okkur.

Farþegaflug með Boeing 747SP formlega á enda

27. nóvember 2014

|

Ekkert flugfélag flýgur lengur stuttu júmbó-þotunni í áætlunarflugi sem er betur þekkt sem Boeing 747SP en sl. sunnudag flaug Iran Air síðasta flugið með þessari farþegaþotu sem kynnt var til sögunna

Einkaþota fór út af braut í flugtaki í London

27. nóvember 2014

|

Gulfstream-einkaþota fór út af braut er hún var í flugtaki á Biggin Hill flugvellinum í Bromley, skammt suður af London sl. þriðjudag.

 síðustu atvik

  2014-11-19 16:30:00

 • 8 NÓV

  United

    - Hætt við flugtak

 • 1 NÓV

  Delta

    - Hætt við flugtak

 • 22 OKT

  Austrian

    - Bilun i tölvukerfi