flugfréttir

Hekla gæti gosið með engum fyrirvara og valdið flugslysi

- 19 flugvélar flugu beint yfir Heklu í gær - Mun hættulegri en Bárðarbunga

22. ágúst 2014

|

Frétt skrifuð kl. 07:18

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að stórhættulegt sé að flugvélar séu að fljúga yfir Heklu

Mikið hefur verið fjallað um hugsanlegt eldgos í Bárðarbungu og hafa erlendir fjölmiðar fjallað um þá röskun á flugi sem eldfjallaaskan gæti ollið líkt og gerðist er eldgos varð í Eyjafjallajökli árið 2010.

Mörg flugfélög fljúga í gegnum íslenska flugumferðarsvæðið á dag og margar vélar fljúga yfir landið og þar á meðal yfir virk eldfjöll.

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Alltumflug.is að Bárðarbunga sé búin að gefa mönnum mikinn undirbúningstíma ef eldgos hefst og sé í raun ekki mikil hætta á því þótt farþegaþotur séu að fljúga yfir Vatnajökul þótt ekki sé æskilegt að flugleiðin liggi beint yfir Bárðarbungu.

Á fimmta tímanum í gær flugu þrjár vélar á 4 mínútna fresti
yfir topp Heklu

"Það mun taka gosið einhverjar klukkustundir að fara í gegnum jökulinn sem fer þó allt eftir hversu þykkur hann er þar sem eldgosið myndi eiga sér stað".

Páll hefur þó mun meiri áhyggjur af Heklu - Þrátt fyrir að mikil jarðskálftavirkni og umbrot séu núna undir Bárðarbungu þá sé Hekla stórhættuleg en fjöldi flugvéla fljúga þar beint yfir á hverjum degi.

"Það er í sjálfu sér ekkert hættulegt að fljúga yfir eldfjöll en það er ekki hægt að segja það sama um Heklu".


Hefur sent Samgöngustofu bréf vegna hættunnar

Páll hefur sent sent Samgöngustofu bréf varðandi þá hættu sem hann segir að fylgi því að fljúga yfir Heklu þar sem hann hvetur íslensk flugmálayfirvöld til að færa flugleiðina þannig að hún liggi ekki beint yfir topp eldfjallsins sem myndi minnka líkurnar umtalsvert.

Heklugosið árið 1980

Alltumflug.is hafði samband við Samgöngustofu en starfsmenn, sem sjá um rýmingu á lofthelgi, segja að engar takmarkanir séu gefnar út fyrir flugumferð nema séð er fram á að gos sé að hefjast eða ef gos er hafið.

Hekla gæti skotið niður flugvél með engum fyrirvara

"Hekla getur hæglega skotið niður farþegaþotu ef hún byrjar að gjósa - Hekla er tilbúin að gjósa og það gerist með litlum fyrrivara", segir Páll sem hefur fylgst með flugumferðinni yfir Íslandi þar sem halarófa af farþegaþotum flýgur daglega beint yfir toppinn á Heklu en litlu munaði að farþegaflugvél hefði flogið inn í gosstrókinn er Hekla gaus þann 17. ágúst árið 1980.

Hekla hefur verið að undirbúa gos síðan að síðasta gosi lauk árið 2000 og er þrýstingurinn undir fjallinu orðin mun meiri en hann var fyrir síðustu tvö Heklugos árið 1991 og 2000. Mælanlegur fyrirvari gosa er óvenju stuttur í Heklu eða frá 23 til 79 mínútur samkvæmt reynslu frá gosunum 1970, 1980, 1991 og 2000 en flest önnur eldfjöll hafa sýnt lengri fyrirvara.

"Ég hef ekki miklar áhyggjur af þeirri flugvél sem væri akkurat að fljúga yfir heldur vélunum sem koma á eftir - Gosmökkurinn er mjög snöggur upp í þessa hæð - Það getur tekið hann frá 5 til 20 mínútum að fara upp í þá hæð sem vélarnar eru að fljúga í - Það fer þó allt eftir þeim krafti sem fylgir gosinu - Mesti krafturinn er í upphafi goss", segir Páll sem nefnir að aðeins þyrfti að færa flugleiðina um 10 kílómetra norðar eða sunnar til að vera öruggur og minnka áhættuna.

Aðeins náðist að gefa út aðvörun fyrir Heklugosið árið 2000 en ekki er víst að það verði hægt í næsta gosi. Byrjunarfasi Heklugosa er óvenju öflugur og gosstrókurinn rís hratt og segir Páll að almennar reglur og vinnulag varðandi flug og eldgos duga ekki þegar kemur að Heklu.

Páll segir að þegar allt þetta sé skoðað í samhengi verður að teljast marktækar líkur á því að næsta gosbyrjun í Heklu geti valdið flugslysi og hvetur hann flugmálayfirvöld til að huga að þessu máli hið fyrsta.

Þá tekur Páll einnig fram að þótt mikil skjálftavirkni sé í Bárðarbungu að þá breyti það því ekki að það er komin tími á Heklu sem gæti gosið þessvegna á sama tíma og Bárðarbunga eða á næstu mánuðum eða árum.

19 flugvélar flugu beint yfir topp Heklu í gær á einum sólarhring

Alltumflug.is gerði úttekt á þeim fjölda flugvéla sem flugu beint yfir topp Heklu í gær, 21. ágúst, og kom í ljós að þær voru 19 talsins. Ein einkaþota, ein fraktflugvél og 17 farþegaþotur.

Listi og kort yfir flugvélarnar 19 sem flugu beint yfir Heklu frá miðnætti 21. ágúst til kl. 00:00 í gærkvöldi3:18 - MMM9601 - Gulfstream (einkaþota) - Keflavik (KEF) - Unknown - Gulfstream VI
7:33 - Etihad Airways - EY103 - Abu Dhabi (AUH) - New York (JFK) - Boeing 777-300ER
9:55 - United Airlines - UA69 - Stockholm (ARN) - Newark (EWR) - Boeing 757-200
10:45 - SAS - SK902 - Stockholm (ARN) - Newark (EWR) - Airbus A330-300
11:05 - Air Berlin - AB7420 - Berlin (TXL) - Chicago (ORD) - Airbus A330-200
12:05 - Austrian Airlines - OS65 - Vienna (VIE) - Chicago (ORD) - Boeing 767-300ER
12:10 - Ukraine International - PS231 - Kiev (KBP) - New York (JFK) - Boeng 767-300ER
12:24 - Austrian Airlines - OS71 - Vienna (VIE) - Toronto (YYZ) - Boeing 767-300ER
13:34 - United Airlines - UA953 - Munich (MUC) - Chicago (ORD) - Boeing 777-200ER
13:59 - Aeroflot - SU150 - Moscow (SVO) - Havana (HAV) - Airbus A330-200
14:49 - Delta Air Lines - DL203 - Stockholm (ARN) - New York (JFK) - Boeing 757-200
15:04 - Air Canada - AC811 - Istanbul (IST) - Toronto (YYZ) - Boeing 767-300ER
15:54 - Lufthansa Cargo - LH8220 - Frankfurt (FRA) - Chicago (ORD) - McDonnell Douglas MD-11
15:59 - Norwegian Long Haul - DY7091 - Copenhagen (CPH) - Los Angeles (LAX) - Dreamliner 787-8
16:09 - SAS (Business Class) - SK951 - Stavanger (SVG) - Houston (IAH) - Boeing 737-700BBJ
16:29 - SAS - SK943 - Copenhagen (CPH) - Chicago (ORD) - Airbus A340-300
17:14 - Air Canada - AC85 - Tel Aviv (TLV) - Toronto (YYZ) - Dreamliner 787-8
17:24 - Lufthansa - LH434 - Munich (MUC) - Chicago (ORD) - Airbus A340-600
19:19 - SAS - SK901 - Copenhagen (CPH) - Newark (EWR) - Airbus A340-300

Bréf sem Páll Einarsson sendi Samgöngustofu

  fréttir af handahófi

TF-MOM nýmáluð í litum WOW air

5. mars 2015

|

Fyrsta Airbus A321 vél WOW air, TF-MOM, hefur verið máluð í litum félagsins en vélin er önnur tveggja þeirra Airbus A321 véla sem félagið hefur fest kaup á og koma þær nýjar frá Airbus.

Icelandair mun hefja flug til Chicago

12. maí 2015

|

Icelandair hefur ákveðið að hefja áætlunarflug til O´Hare flugvallarins í Chicago í Bandaríkjunum í mars 2016 og verður flogið til og frá borginni allt árið um kring.

Baldur Sveinsson gefur út bókina Fokker í 50 ár á Íslandi

13. maí 2015

|

Tímamót eru á morgun í flugsögu Íslands er 50 ár verða liðin frá því að fyrsti Fokkerinn kom til landsins.

  Nýjustu flugfréttirnar

Flugskóli Íslands gerir samning um kaup á fjórum nýjum kennsluvélum

22. maí 2015

|

Flugskóli Íslands hefur gert samning við Tecnam á Ítalíu um kaup á fjórum nýjum Tecnam P2002 JF Glass cockpit kennsluvélum.

Flugmenn settu óvart inn kóða sem tilkynnti flugrán

22. maí 2015

|

Flugmenn á Boeing 737-800 vél frá Jet2.com slóu óvart inn rangan kóða sem gaf til kynna að vélinni hefði verið rænt.

Flugfélög í S-Kóreu fallast á að nota ekki flugvélar sem hafa náð 20 ára aldri

22. maí 2015

|

Átta flugfélög í Suður-Kóreu hafa skrifað undir samkomulag við flugmálayfirvöld í landinu um að gangast við aldurstakmarki á flugflota með því markmiði að stuðla að bættara öryggi í fluginu.

Norðurljósavél Icelandair vakti lukku meðal margra ljósmyndara í Portland

22. maí 2015

|

Það voru margir ljósmyndarar sem náðu norðurljósavélinni „Hekla Aurora“ er hún kom inn til lendingar til flugvallarins í Portlands eftir fyrsta flug Icelandair til borgarinnar sem er fjórtándi áfanga

Ætla að stöðva umsvif meðal flugfélaga frá Miðausturlöndum til Amsterdam

21. maí 2015

|

Ríkisstjórn Hollands hefur ákveðið hindra frekari umsvif á farþegaflugi til Amsterdam á meðal flugfélaganna fyrir botni Persaflóa á þeim forsendum að þau séu farin að skaða samkeppnina fyrir KLM Royal

Saudia sektað um 200 milljónir króna fyrir brot á reglum um kolefnaútblástur

21. maí 2015

|

Ríkisstjórn Belgíu hefur sektað Saudi Arabian Airlines um rúmar 200 milljónir króna fyrir brot á reglugerð Evrópusambandsins er varðar mengun og útblástur frá flugvélum.

Nýtt flugfélag í Kína pantar sextíu 737 MAX vélar frá Boeing

21. maí 2015

|

Kínverska flugfélagið Ruili Airlines hefur lagt inn pöntun í sextíu Boeing 737 MAX vélar sem verða afhentar til félagsins fyrir árið 2025.

Breiðari gluggi kynntur fyrir Boeing Business Jet einkaþotur

21. maí 2015

|

Mun stærri gluggi en farþegar eiga að venjast er nú til sýnis á EBACE einkaþotusýningunni sem lýkur í dag í Genf í Sviss.

JetBlue gat ekki séð fram á veikindi Osbon sem lögsækir nú félagið

21. maí 2015

|

Bandaríska flugfélagið jetBlue segir að það hafi ekki verið nokkur leið fyrir félagið að geta séð fram á að fyrrverandi flugmaður félagsins, Clayton Osbon, hafi verið tæpur á geði er hann missti stjór

Flugvél fór í sjóinn í Hornarfirði

21. maí 2015

|

Fjarstýrð drónaflugvél fór í sjóinn við Höfn í Hornarfirði fyrr í kvöld en bilun hafði komið upp í vélinni sem varð til þess að hún magalenti í sjónum.

 síðustu atvik

  2015-05-11 13:20:00