flugfréttir

Hekla gæti gosið með engum fyrirvara og valdið flugslysi

- 19 flugvélar flugu beint yfir Heklu í gær - Mun hættulegri en Bárðarbunga

22. ágúst 2014

|

Frétt skrifuð kl. 07:18

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur, segir að stórhættulegt sé að flugvélar séu að fljúga yfir Heklu

Mikið hefur verið fjallað um hugsanlegt eldgos í Bárðarbungu og hafa erlendir fjölmiðar fjallað um þá röskun á flugi sem eldfjallaaskan gæti ollið líkt og gerðist er eldgos varð í Eyjafjallajökli árið 2010.

Mörg flugfélög fljúga í gegnum íslenska flugumferðarsvæðið á dag og margar vélar fljúga yfir landið og þar á meðal yfir virk eldfjöll.

Páll Einarsson, jarðeðlisfræðingur við Raunvísindadeild Háskóla Íslands, sagði í samtali við Alltumflug.is að Bárðarbunga sé búin að gefa mönnum mikinn undirbúningstíma ef eldgos hefst og sé í raun ekki mikil hætta á því þótt farþegaþotur séu að fljúga yfir Vatnajökul þótt ekki sé æskilegt að flugleiðin liggi beint yfir Bárðarbungu.

Á fimmta tímanum í gær flugu þrjár vélar á 4 mínútna fresti
yfir topp Heklu

"Það mun taka gosið einhverjar klukkustundir að fara í gegnum jökulinn sem fer þó allt eftir hversu þykkur hann er þar sem eldgosið myndi eiga sér stað".

Páll hefur þó mun meiri áhyggjur af Heklu - Þrátt fyrir að mikil jarðskálftavirkni og umbrot séu núna undir Bárðarbungu þá sé Hekla stórhættuleg en fjöldi flugvéla fljúga þar beint yfir á hverjum degi.

"Það er í sjálfu sér ekkert hættulegt að fljúga yfir eldfjöll en það er ekki hægt að segja það sama um Heklu".


Hefur sent Samgöngustofu bréf vegna hættunnar

Páll hefur sent sent Samgöngustofu bréf varðandi þá hættu sem hann segir að fylgi því að fljúga yfir Heklu þar sem hann hvetur íslensk flugmálayfirvöld til að færa flugleiðina þannig að hún liggi ekki beint yfir topp eldfjallsins sem myndi minnka líkurnar umtalsvert.

Heklugosið árið 1980

Alltumflug.is hafði samband við Samgöngustofu en starfsmenn, sem sjá um rýmingu á lofthelgi, segja að engar takmarkanir séu gefnar út fyrir flugumferð nema séð er fram á að gos sé að hefjast eða ef gos er hafið.

Hekla gæti skotið niður flugvél með engum fyrirvara

"Hekla getur hæglega skotið niður farþegaþotu ef hún byrjar að gjósa - Hekla er tilbúin að gjósa og það gerist með litlum fyrrivara", segir Páll sem hefur fylgst með flugumferðinni yfir Íslandi þar sem halarófa af farþegaþotum flýgur daglega beint yfir toppinn á Heklu en litlu munaði að farþegaflugvél hefði flogið inn í gosstrókinn er Hekla gaus þann 17. ágúst árið 1980.

Hekla hefur verið að undirbúa gos síðan að síðasta gosi lauk árið 2000 og er þrýstingurinn undir fjallinu orðin mun meiri en hann var fyrir síðustu tvö Heklugos árið 1991 og 2000. Mælanlegur fyrirvari gosa er óvenju stuttur í Heklu eða frá 23 til 79 mínútur samkvæmt reynslu frá gosunum 1970, 1980, 1991 og 2000 en flest önnur eldfjöll hafa sýnt lengri fyrirvara.

"Ég hef ekki miklar áhyggjur af þeirri flugvél sem væri akkurat að fljúga yfir heldur vélunum sem koma á eftir - Gosmökkurinn er mjög snöggur upp í þessa hæð - Það getur tekið hann frá 5 til 20 mínútum að fara upp í þá hæð sem vélarnar eru að fljúga í - Það fer þó allt eftir þeim krafti sem fylgir gosinu - Mesti krafturinn er í upphafi goss", segir Páll sem nefnir að aðeins þyrfti að færa flugleiðina um 10 kílómetra norðar eða sunnar til að vera öruggur og minnka áhættuna.

Aðeins náðist að gefa út aðvörun fyrir Heklugosið árið 2000 en ekki er víst að það verði hægt í næsta gosi. Byrjunarfasi Heklugosa er óvenju öflugur og gosstrókurinn rís hratt og segir Páll að almennar reglur og vinnulag varðandi flug og eldgos duga ekki þegar kemur að Heklu.

Páll segir að þegar allt þetta sé skoðað í samhengi verður að teljast marktækar líkur á því að næsta gosbyrjun í Heklu geti valdið flugslysi og hvetur hann flugmálayfirvöld til að huga að þessu máli hið fyrsta.

Þá tekur Páll einnig fram að þótt mikil skjálftavirkni sé í Bárðarbungu að þá breyti það því ekki að það er komin tími á Heklu sem gæti gosið þessvegna á sama tíma og Bárðarbunga eða á næstu mánuðum eða árum.

19 flugvélar flugu beint yfir topp Heklu í gær á einum sólarhring

Alltumflug.is gerði úttekt á þeim fjölda flugvéla sem flugu beint yfir topp Heklu í gær, 21. ágúst, og kom í ljós að þær voru 19 talsins. Ein einkaþota, ein fraktflugvél og 17 farþegaþotur.

Listi og kort yfir flugvélarnar 19 sem flugu beint yfir Heklu frá miðnætti 21. ágúst til kl. 00:00 í gærkvöldi3:18 - MMM9601 - Gulfstream (einkaþota) - Keflavik (KEF) - Unknown - Gulfstream VI
7:33 - Etihad Airways - EY103 - Abu Dhabi (AUH) - New York (JFK) - Boeing 777-300ER
9:55 - United Airlines - UA69 - Stockholm (ARN) - Newark (EWR) - Boeing 757-200
10:45 - SAS - SK902 - Stockholm (ARN) - Newark (EWR) - Airbus A330-300
11:05 - Air Berlin - AB7420 - Berlin (TXL) - Chicago (ORD) - Airbus A330-200
12:05 - Austrian Airlines - OS65 - Vienna (VIE) - Chicago (ORD) - Boeing 767-300ER
12:10 - Ukraine International - PS231 - Kiev (KBP) - New York (JFK) - Boeng 767-300ER
12:24 - Austrian Airlines - OS71 - Vienna (VIE) - Toronto (YYZ) - Boeing 767-300ER
13:34 - United Airlines - UA953 - Munich (MUC) - Chicago (ORD) - Boeing 777-200ER
13:59 - Aeroflot - SU150 - Moscow (SVO) - Havana (HAV) - Airbus A330-200
14:49 - Delta Air Lines - DL203 - Stockholm (ARN) - New York (JFK) - Boeing 757-200
15:04 - Air Canada - AC811 - Istanbul (IST) - Toronto (YYZ) - Boeing 767-300ER
15:54 - Lufthansa Cargo - LH8220 - Frankfurt (FRA) - Chicago (ORD) - McDonnell Douglas MD-11
15:59 - Norwegian Long Haul - DY7091 - Copenhagen (CPH) - Los Angeles (LAX) - Dreamliner 787-8
16:09 - SAS (Business Class) - SK951 - Stavanger (SVG) - Houston (IAH) - Boeing 737-700BBJ
16:29 - SAS - SK943 - Copenhagen (CPH) - Chicago (ORD) - Airbus A340-300
17:14 - Air Canada - AC85 - Tel Aviv (TLV) - Toronto (YYZ) - Dreamliner 787-8
17:24 - Lufthansa - LH434 - Munich (MUC) - Chicago (ORD) - Airbus A340-600
19:19 - SAS - SK901 - Copenhagen (CPH) - Newark (EWR) - Airbus A340-300

Bréf sem Páll Einarsson sendi Samgöngustofu  fréttir af handahófi

Nordic Aviation Capital kaupir nítján Embraer-þotur frá Delta

24. júní 2016

|

Danska flugvélaleigan Nordic Aviation Capital hefur fest kaup á nítján Embraer-þotu frá Delta Air Lines.

Zhengzhou-leiðin hjá Cargolux rífur 100.000 tonna múrinn

15. júní 2016

|

Kínverska borgin Zhengzhou er orðin ein af stærstu fraktflugsáfangastöðum í leiðarkerfi Cargolux en fraktflugfélagið byrjaði að fljúga þangað fyrir tveimur árum síðan og er leiðin þegar búinn að rjúf

FAA: Ekki nauðsynlegt að flugmenn fari í sérstaka geðrannsókn

13. júní 2016

|

Ekki er þörf á að láta flugmenn gangast undir sálfræðilegt próf til að skera úr um hvort að geðheilsa þeirra sé í lagi.

  Nýjustu flugfréttirnar

Fyrsta MRJ þotan á leið í flugprófanir í Ameríku snéri við vegna bilunar

28. ágúst 2016

|

Fyrsta Mitsubishi Regional Jet (MRJ) þotan neyddist til þess að snúa við á leið sinni frá Tókýó til Bandaríkjanna þar sem vélin átti að hefja viðamiklar flugprófanir.

Hlíf losnaði af hreyfli á Boeing 737 þotu Southwest

28. ágúst 2016

|

Farþegaþota af gerðinni Boeing 737-700 frá Southwest Airlines þurfti að nauðlenda í Bandaríkjunum eftir að fremsti hluti af hægri hreyfli vélarinnar losnaði af hreyflinum í 31.000 feta hæð yfir Alabam

Tveir ölvaðir flugmenn hjá United handteknir í Glasgow

28. ágúst 2016

|

Tveir flugmenn hjá United Airlines hafa verið handteknir í Skotlandi vegna gruns um ölvun skömmu áður en þeir áttu að fljúga farþegaþotu með yfir 140 farþega yfir Atlantshafið.

Fyrsta Airbus A350 þotan fyrir China Airlines tilbúin í prófanir

27. ágúst 2016

|

Fyrsta Airbus A350 þotan fyrir China Airlines er tilbúin fyrir flugprófanir en vélinni var á dögunum ýtt út úr uppsetningarskýli í Toulouse þar sem farþegarými, innréttingum og sætum var komið fyrir

Indversk stjórnvöld ætla að banna „selfie“ um borð í flugvélum

27. ágúst 2016

|

Flugmálayfirvöld á Indlandi ætla banna áhafnarmeðlimum og flugfarþegum að taka myndir af sér um borð sem er fyrirbæri sem er betur þekkt undir heitinu „selfie“.

Wings´n Wheels fornvélasýningin fer fram á morgun

26. ágúst 2016

|

Fornvélasýningin Wings´n Wheels fer fram á morgun, laugardaginn 27. ágúst á Tungubakkaflugvelli í Mosfellsbæ.

Tuttugu MD-80 þotum frá AA flogið í eyðimörkina á einu bretti

26. ágúst 2016

|

Ekkert flugfélag hefur losað sig við eins margar flugvélar úr flota sínum á einu bretti á það á einum degi eins og American Airlines sem tók sl. þriðjudag tuttugu McDonnell Douglas MD-80 þotur úr fl

Klifraði á nærbuxunum yfir grindverk á flugvelli og ók pallbíl á þotu Southwest

26. ágúst 2016

|

Karlmaður var handtekinn á þriðjudagskvöld í Nebraska í Bandaríkjunum eftir að hann fór inn á flugvallarsvæðið, tók ökutæki ófrjálsri hendi og ók á farþegaþotu frá Southwest Airlines.

Borgarstjórn Santa Monica ákveður að loka flugvelli borgarinnar

26. ágúst 2016

|

Borgarstjórnin í Santa Monica í Kaliforníu hefur ákveðið að loka flugvellinum í bænum, Santa Monica Airport (SMO), en margir íbúar á svæðinu hafa kvartað undan hávaða frá flugvellinum auk þess sem ei

Fékk leið á því að keyra til vinnu og smíðaði sér flugvél

25. ágúst 2016

|

Tékkneskur lásasmiður fékk sig fullsaddan á því að keyra til vinnu og ákvað þess í stað að smíða sér litla flugvél svo hann gæti flogið í vinnuna.

 síðustu atvik

  2016-08-25 12:00:00

 • 4 JÚL

  United

    - Flogið á fugla

 • 27 MAÍ

  Gulf Air

    - Mikil ókyrrð

 • 27 MAR

  Bek Air

    - Nefhjól fast