flugfréttir

MH370: „Ef vélin er þarna þá munum við finna hana“

- Fugro Survey vongóðir um að finna flug MH370

30. ágúst 2014

|

Frétt skrifuð kl. 20:29

Búið er að kortleggja 2/3 af hafsbotninum á aðalleitarsvæðinu en leitin þar hefst um miðjan september eða um 10 dögum á eftir áætlun

Daniel O´Malley, talsmaður rannsóknarnefndar flugslysa í Ástralíu, er vongóður um að malasíska farþegaþotan muni finnast í Indlandshafi þegar næsta lotan í leitinni hefst í september.

"Við verðum að hafa í huga að það tók 2 ár að finna flak Air France-vélarinnar sem fórst í Atlantshafi árið 2009 þótt að síðasta staðsetning flugs AF447 var mjög nákvæm - Við erum að glíma við mun stærra svæði og krefjandi aðstæður", segir O´Malley.

Aðstoðarforsetisráðherra Ástralíu, Warren Truss, sendiherra Malaysíu í Ástralíu og He Jianzhong, varasamgönguráðherra Kína, kynntu í dag 58 staðsetningar sem koma helst til greina þar sem flak vélarinnar gæti verið að finna á leitarsvæðinu í Suður-Indlandshafi.

Hér má sjá hvar mesta áherslan verður lögð á að leita ásamt öðrum leitarsvæðum

"Sjöundi hringboginn þar sem sjöunda og síðasta merkið kom frá vélinni til Inmarsat-gervitunglsins er enn í dag sterkasta vísbendingin sem við höfum - Við erum mjög sannfærðir um að vélin muni finnst í kringum þann boga", segir O´Malley

Tvö skip á Suður-Indlandshafi hafa nú þegar kortlagt um 2/3 af 60.000 ferkílómetra af hafsbotninum á svæðinu með sónarbúnaði sem er undirbúningur fyrir neðansjávarleitina sjálfa sem hefst í næsta mánuði en þá munu þrjú önnur skip bætast við, tvö skip frá Fugro Survey Australia, sem er fyrirtækið sem var valið til að taka að sér leitina, en það mun leggja til skipin Equator og Discovery og þá mun malasíska leitarskipið GO Phoenix einnig mæta á svæðið.

Annað skipið, Fugro Equator, er nú þegar í Ástralíu



"Togfiskurinn" verður notaður í leitinni

Hvert skip mun draga á eftir sér sérstakan sónarbúnað sem kallast "Togfiskurinn" eða "Towfish" sem verður dregin í um 100 metra hæð yfir sjávarbotninum sem á þessu svæði nær niður á allt að 6 kílómetra dýpi en toglínan, sem dregur búnaðinn, er um 10 kílómetra löng.

Það er bandaríska fyrirtækið EdgeTech sem framleiðir Togfiskinn en hann hefur verið m.a. notaður til neðansjávarleitar að gömlum tundurduflum og sprengjum úr Seinni heimstyrjöldinni.

Um borð í Fugro Equator. Í þessu herbergi munu sérfræðingar fylgjast með því hvað er að gerast á hafsbotni um leið og "Togfiskurinn" verður dregin yfir ofan hafsbotninn

Einnig verður notast við sérstakan búnað sem getur greint og "þefað" uppi minnstu dropa af þotueldsneyti í hafinu og þá verður einnig notast við myndatökubúnað til að skoða flakið, ef það finnst.

Mesta áherslan verður lögð á að finna braksvæðið en búnaðurinn í skipunum á að geta komið auga á hreyfilinn þar sem sónarbúnaðurinn greinir hluti á hafsbotni sem eru 2 x 2 metrar á stærð.

Steve Duffield, yfirmaður Fugro Survey, mun fá 365 daga til að leita að malasísku vélinni en hann segir að eðli verkefnisins sé mjög svipað því sem fyrirtækið er að gera hvern einasta dag.

"Það sem er sérstakt við þetta verkefni er hversu stórt þetta svæði er, hversu djúpt hafið er staðsetningin sem virðist vera langt, langt í burtu frá öllu", segir Duffield. "Rannsóknarnefndin hefur hannað leitarsvæðið og ef vélin er þarna þá finnum við hana og við gætum bæði fundið hana á fyrsta degi eða á síðasta deginum".

"Við vitum hvaða tíma við höfum sem er um það bil eitt ár. Við munum leita eftir þeim upplýsingum sem rannsóknarnefnd flugslysa í Ástralíu mun afhenda okkur og það getur breyst hvenær sem er. Flakið gæti verið mun sunnar en nú er haldið eða mun norðar", segir Duffield.

Systurskipið á leiðinni til Ástralíu

Annað skip fyrirtækisins, Fugro Discovery, eru nú á leið til Ástralíu frá Hollandi og er talið að það verði komið þangað um miðjan september en Fugro Discovery hefur tafist á leiðinni þar sem skipið tók á sig krók vestur fyrir Afríku til að forðast Suez-skurðinn vegna hættu á sjónræningjum þrátt fyrir að búið sé að undirbúa skipið vel fyrir sjóránum með gaddavírsgirðingum sem hafa verið festar við þilfarið.

Staðsetning systurskipsins, Fugro Discovery, kl. 19:20 í kvöld á MarrineTraffic. Skipið er núna skammt undan ströndum Suður-Afríkuþ







  fréttir af handahófi

  Nýjustu flugfréttirnar

Icelandair staðfestir pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur

6. júlí 2023

|

Icelandair hefur staðfest pöntun í allt að 25 Airbus A321XLR þotur en um er að ræða staðfestingu á samkomulagi er flugfélagið gerði í apríl í vor við Airbus.

Hefja rannsókn á endurfjármögnun SAS í kóvidinu

5. júlí 2023

|

Framkvæmdarstjórn Evrópusambandsins ætlar að hefja rannsókn á þeirri endurfjármögnun sem sænska og danska ríkið gerði á rekstri SAS í heimsfaraldrinum og skoða hvort að öllum reglugerðum og lögum ha

Tólf slösuðust um borð eftir mikla ókyrrð

4. júlí 2023

|

Að minnsta kosti 12 manns slösuðust í mikilli ókyrrð um borð í breiðþotu frá Hawaiian Airlines sl. föstudag er þotan var á leið frá Hawaii til Ástralíu.

Air Atlanta Europe leigir tvær 777-300ER til Saudia

4. júlí 2023

|

Air Atlanta Europe tók nýlega í notkun tvær Boeing 777-300ER breiðþotur sem fyrirtækið hefur áframleigt til Saudia.

Þota frá Delta lenti með nefhjólið uppi í Charlotte

28. júní 2023

|

Farþegaþota frá Delta Air Lines lenti án nefhjóls á Charlotte/Douglas í Norður-Karólínu í dag.

Airbus gerir samning um þróun á eldsneyti úr etanóli

28. júní 2023

|

Airbus hefur hafið samstarf við fyrirtækið LanzaJet um að hraða þróun og vottun á sjálfbæru eldsneyti sem vonast er til þess að geti leyst af hólmi þörf fyrir hefðbundið þotueldsneyti á næstu árum.

Skortur á flugumferðarstjórum vestanhafs veldur áhyggjum

28. júní 2023

|

Eftirlitsmaður samgönguráðuneytis Bandaríkjanna hefur gefið út skýrslu þar sem fram kemur að skortur á flugumferðarstjórum á vegum bandarískra flugmálayfirvalda (FAA) sé áhyggjuefni sem þarf að taka

Pólsk farþegaþota flaug óvart inn í úkraínska lofthelgi

26. júní 2023

|

Pólsk farþegaþota frá flugfélaginu Enter Air fór óvart inn í úkraínska lofthelgi um helgina þegar flugmenn vélarinnar voru að sneiða hjá þrumuveðri.

Vinna að því að stytta biðtíma fyrir vottanir og skráningar

23. júní 2023

|

Bandarísk flugmálayfirvöld (FAA) ætla sér að stytta biðtíma eftir skráningum flugvéla og útgáfu vottanna með því að einfalda ferlið og ná með því niður þeirri bið sem viðgengist hefur.

Fækka fraktþotum enn frekar vegna dvínandi eftirspurnar

23. júní 2023

|

Vöruflutningarisinn FexEx ætlar að kyrrsetja enn fleiri fraktflugvélar sökum tapreksturs auk þess sem rekstrartekjur fyrirtækisins hafa dregist töluvert saman auk þess sem að eftirspurn eftir fraktf

 síðustu atvik

  2023-01-17 12:00:00

  • 1 JAN

    United

      - Hjólabúnaður

  • 1 JÚL

    Tajik Air

      - Þrýstingsjöfnun

  • 1 JAN

    SWISS

      - Veðurratsjá

  vinsælast síðustu 7 daga